25.2.2007 | 01:25
Þjóðkirkjan vex
Þjóðkirkjan er vaxandi stofnun, þvert á það sem gjarnan er haldið fram. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands fjölgar meðlimum Þjóðkirkjunnar ár frá ári. Tölurnar líta svona út:
2000 - 248.411
2003 250.051
2006 252.234
Þessi fjölgun á sér líka stað í hópi fólks sem er 16 ára og eldra. Árið 2000 tilheyrðu 186.784 16 ára og eldri Þjóðkirkjunni en árið 2006 taldi sá hópur fólks 193.681.
Hér skal ekki reynt að fela það að meðlimum Þjóðkirkjunnar fjölgar ekki jafn hratt og Íslendingum. Hlutfall þeirra landsmanna sem tilheyra Þjóðkirkjunni minnkar. Það er ekki óeðlileg þróun í veröld sem einkennist af fjölhyggju og flutningi fólks milli ólíkra menningarsvæða. Miðað við þau lönd sem við berum okkur gjarnan saman við er hlutfall íslensks þjóðkirkjufólks sannast sagna ótrúlega hátt. Gera má ráð fyrir að það hlutfall eigi eftir að minnka enn frekar á næstu árum.
Þjóðkirkjan er ennfremur vaxandi stofnun á þann hátt að starf hennar verður sífellt viðameira og fjölbreyttara. Það vita þeir sem þekkja til starfs kirkjunnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.