Fyrirmyndarríkið

 

DSC_0216 - Copy
 
 
„Ísland ætti að vera fyrirmynd annarra ríkja við úrvinnslu mála eftir hrunið 2008, segir Eva Joly, fyrrverandi ráðgjafi sérstaks saksóknara, sem stödd er hér á landi."

Ríkisútvarpið, 19. 10. 2012

 

„Bretar og ríki evrusvæðisins ættu að taka Ísland sér til fyrirmyndar á baráttunni við kreppuna, segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í Financial Times."

Eyjan, 21. 8. 2012

 

„Oddný G. Harðardóttir: Skattkerfið á Íslandi til fyrirmyndar"

Viðskiptablaðið, 10. 1. 2012

 

„Efling græns hagkerfis á Íslandi. Sjálfbær hagsæld - Samfélag til fyrirmyndar."

Skýrsla nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins, september 2011

 

„Að Ísland verði fyrirmyndarríki í umhverfis-, mannréttinda- og friðarmálum, þar sem allir hafa jafnan aðgang að menntun og heilsugæslu."

Þjóðfundur, 2009

 

„Það er ljóst að gríðarmikið starf er framundan við að byggja upp og koma samfélagi okkar aftur á réttan kjöl, bæta stöðu þeirra verst settu og gera landið okkar að því fyrirmyndarríki sem það hefur alla burði til að vera."

Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartar framtíðar, 1. 7. 2013

 

„Þar eru allir fæddir jafnréttháir og grundvallarsjónarmið mannréttinda eru í hávegum höfð. Öllum er tryggð besta mögulega heilbrigðisþjónusta og allir eiga kost á að mennta sig á því sviði sem þeir finna kröftum sínum bestan farveg."

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, um fyrirmyndarríkið í stefnuræðu 2. 10. 2013

 

„Ég er ekki viss um að við jafnaðarmenn eigum samleið með fyrirmyndarríki hans"

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í umræðu um stefnuræðuna

 

„Sjálfstæðisstefnan er hvorki langorð né flókin heldur veitir hún leiðbeiningar um nokkur mikilvæg atriði sem er nauðsynlegt að taka mið af, vilji menn tryggja frelsi og framþróun í þjóðfélaginu. Hún gefur sig ekki út fyrir að vera nákvæm forskrift að fullkomnu ríki enda lifa slík fyrirmyndarríki sjaldnast sjálfstæðu lífi utan kennisetninga og fræðikerfa."

Af heimasíðu Sjálfstæðisflokksins

 

„We have referred to Marxism and National Socialism as secular religions. They are not opposites, but are fundamentally akin, in a religious as well as a secular sense. Both are messianic and socialistic. Both reject the Christian knowledge that all are under sin and both see in good and evil principles of class or race. Both are despotic in their methods and their mentality. Both have enthroned the modern Caesar, collective man, the implacable enemy of the individual soul. Both would render unto this Caesar the things which are God´s. Both would make man master of his own destiny, establish the Kingdom of Heaven in this world."

Frederick Augustus Voigt í bók sinni Unto Caesar 1938

 

Myndin er tekin á Upsaströnd 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband