Gulur, rauður, grænn

Regnbogi á VestmannsvatniÁstæða er til að vekja athygli á síðdegisvöku í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju undir yfirskriftinni "Gulur, rauður, grænn. Frelsi eða fjötrar samkynhneigðra í samfélaginu?" Meðal dagskráratriða eru erindi Þorvaldar Kristinssonar, reynslusögur foreldris samkynhneigðrar manneskju, framhaldsskólanema og háskólastúdents auk hugvekju sr. Solveigar Láru Guðmundsdóttur. Um tónlistarflutning sjá Páll Óskar, Monica Abendroth, Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Panelumræður eru í umsjón þeirra sr. Óskars Hafsteins Óskarssonar og Sverris Páls Erlendssonar. Stjórnandi samkomunnar er Þorvaldur Þorsteinsson. Hún hefst kl. 16 n.k. laugardag 3. 3. og á að vera lokið vel fyrir kvöldmat.

Þetta er lofsvert og þarft framtak og eiga þeir þakkir skyldar sem að því stóðu,  Norðurlandshópur Samtakanna 78, Norðurlandsdeild Félags aðstandenda samkynhneigðra og Akureyrarkirkja. Þakklæti fyrir alla fyrirhöfnina sýnum við auðvitað best með því að mæta og njóta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband