1.3.2007 | 12:48
Urbino
Margar gamlar og merkilegar byggingar er ađ finna í hinni ţokkafullu borg Urbino á Mörkum, enda er hún á heimsminjaskrá UNESCO. Hluti ţeirra er frá stjórnartíđ Federico da Montefeltro (1422 - 1482), en hann var hertogi í Urbino frá 22ja ára aldri til ćviloka. Ţeirra á međal er höll hertogans, Palazzo Ducale. Hún hýsir ţjóđarlistasafn Marka, Galleria Nazionale delle Marche. Ţar gefur ađ líta stórkostlegt úrval listar frá tíma endurreisnarinnar, t. d. međ verkum eftir snillingana Raffaello og Titian. Sá fyrrnefndi var fćddur í Urbino.
Endurreisnin (renaissance) nefnist tímabiliđ milli miđalda og siđbótar, frá 14. fram á 16. öld. Helstu einkenni hennar voru aukin áhersla á klassísk frćđi, meiri umsvif páfavalds, framfarir í vísindum og ţróun fjarvíddar í sjónlistum. Federico hertogi var einn af leiđtogum ítölsku endurreisnarinnar og beitti sér međal annars fyrir ţví ađ stofnađ var bókasafn í Urbino. Ţađ var á sínum tíma annađ mesta bókasafn á Ítalíu, nćst á eftir safni sjálfs Vatíkansins.
Háskólinn í Urbino er á gömlum grunni, stofnsettur áriđ 1506. Í honum eru 22.000 stúdentar, flestir af erlendu bergi brotnir. Skólinn er ţekktur fyrir nám í hugvísindum og ţykir bjóđa upp á frábćrt nám í ítölsku.
Dómkirkja hefur veriđ í Urbino frá árinu 1021.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.