2.3.2007 | 18:07
Dulhyggjudoktorar
Heilög Teresa og heilagur Jón af krossinum verđa viđfangsefni okkar félaganna úti í Salisbury núna síđar í mánuđinum.
Heilög Teresa (1515 - 1582) fćddist í borginni Avila á Spáni og er viđ hana kennd. Hún var af ađalsćttum og fékk uppeldi sem slík. Ung hafđi hún áhuga á rómantík, tísku og ilmvötnum segir The Oxford Dictionary of Saints. Slík hugđarefni ćskufólks eru ţví ekki beinlínis nýtilkomin. Tvítug gerđist Teresa nunna en eftir aldarfjórđungs dvöl í klaustri stofnađi hún sitt eigiđ. Ţar ríktu strangar reglur um fátćkt, einangrun og einfalda lífshćtti. Teresa tók ţátt í siđbót kaţólsku kirkjunnar í heimalandi sínu, hreyfingu fólks sem ekki ađeins vildi ytri breytingar á kirkjunni heldur innri endurnýjun. Er henni skipađ á bekk međ dulhyggjumönnum, sem lögđu áherslu á hinn dulrćna samruna viđ Krist. Áriđ 1622 var Teresa tekin í dýrlingatölu og 1970 var hún útnefnd einn af doktorum rómversku kirkjunnar. Var hún fyrsta konan til ađ hljóta ţá nafnbót.
Heilagur Jón af krossinum (San Juan de la Cruz 1542 - 1591) var samherji Teresu. Hann var eitt fremsta ljóđskáld Spánverja, dulhyggjumađur og guđfrćđingur. Eftir nám og prestsvígslu gekk hann til liđs viđ siđbótarhreyfingu í kaţólsku kirkjunni. Hann lenti í fangelsi og ritađi ţar sum sinna fegurstu ljóđa. Jón bjó yfir djúpu ljóđrćnu nćmi en kunni jafnframt ađ beina hugsun sinni eftir ţröngum rökfrćđilegum brautum heimspeki og guđfrćđi síns tíma. Hvort tveggja er taliđ einkenna rit hans. Hann er einn af doktorum kirkjunnar ásamt Teresu. Jón komst í safn heilagra áriđ 1726.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.