23.4.2014 | 22:59
Þjóðverji klórar sér í hausnum
Nýlega reyndi ég að útskýra stöðuna í ESB-málinu hér á Íslandi fyrir þýskum vini.
Ég sagði honum að kannanir sýndu að meirihluti þjóðarinnar vildi ekki ganga í Evrópusambandið.
Þegar ég bætti því við að meirihluti þjóðarinnar vildi ennfremur ljúka aðildarferli að sambandi sem meirihluti þjóðarinnar vill ekki ganga í fór sá þýski að klóra sér í hausnum.
Til að róa vin minn sagði ég honum að sennileg skýring á þessari undarlegu afstöðu væri sú að Íslendingar væru ekki sammála um í hverju þetta aðildarferli væri fólgið.
Annarsvegar væru þeir sem teldu óhætt að trúa skilgreiningum og skýringum Evrópusambandsins sjálfs á því ferli.
Flestir þeirra vildu ekki ganga í Evrópusambandið.
Hinsvegar væru þeir sem segðu ekkert að marka hvernig Evrópusambandið skýrði og skilgreindi aðildarferlið.
Þeir vildu á hinn bóginn endilega ganga í Evrópusambandið.
Þegar hér var komið sögu var Þjóðverjinn tekinn til við að klóra sér í hausnum aftur, að þessu sinni með flugbeittu spurningamerki.
Næst verð ég að velja eitthvað auðmelt og vel skiljanlegt til að segja vini mínum.
Ég gæti til dæmis sagt honum frá hinum nýstofnaða hægriflokki evrópusinnaðra og óánægðra sjálfstæðismanna sem samkvæmt könnunum fær rokfylgi hjá öllum helstu andstæðingum Sjálfstæðisflokksins.
Gleðilegt sumar!
Myndin: Vorflug í dalnum
Athugasemdir
Ekki nema von hann skilji þetta ekki, Alfreð. Snjallt að benda á þetta. Það er engin leið að nokkur maður skilji þetta ósamræmi.
Elle_, 25.4.2014 kl. 07:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.