Heilagur Frans

Heilagur Frans fćddist áriđ 1181 í borginni Assisi á Miđ-Ítalíu. Foreldrar hans voru hjónin Pietro og Pika Bernadone. Pietro var klćđakaupmađur en Pika af frönsku ţjóđerni. Frans var skírđur Giovanni (Jóhannes) en nafni hans breytt vegna uppruna móđurinnar.

Í uppvexti sínum hjálpađi Frans föđur sínum viđ verslunarrekstur. Hann barđist í stríđinu milli Perúgíu og Assisi. Hann var illa farinn til sálar og líkama ţegar hann kom heim úr ţví, en ţá vakti undrun hversu mikla samúđ hann hafđi međ fátćkum og líkţráum. Skömmu síđar fékk Frans köllun sína ţegar rödd barst honum frá róđukrossi í yfirgefinni og niđurníddri kirkju rétt hjá Assisi, San Damiano. Röddin hvatti hann til ađ endurreisa helgidóminn.

Frans hófst ţegar handa viđ verkiđ. Peninga fékk hann međ ţví ađ selja föt úr verslun föđur síns. Ekki varđ Pietro hrifinn af ţví tiltćki. Deildu ţeir feđgar uns Frans afsalađi sér föđurarfi sínum og hverri sinni spjör ađ auki.

Frans byrjađi nýtt líf og ákvađ ađ ţví skyldi lifađ í algjörri fátćkt. Hann helgađi sig líknarţjónustu og bođunarstarfi og stofnađi kommúnu ásamt sjö lćrisveinum sínum í Porziuncula viđ Assisi. Ţar dvöldu brćđurnir viđ trúariđkanir en fóru reglulega í prédikunarferđir um nágrenniđ. Smám saman fjölgađi í hópi brćđranna. Lífshćttir ţeirra voru mjög fábreyttir. Húsakynnin einföld, ţeir sváfu á jörđinni og áttu hvorki borđ né stóla. Bćkur áttu ţeir fáar og langur tími leiđ uns guđfrćđingar Fransiskana fóru ađ gera garđinn frćgan í háskólum Evrópu.

FransMargir markverđustu atburđirnir í lífi Frans gerđust á seinni hluta ćvi hans. Hann var einlćgur náttúruunnandi. Sagt er ađ hann hafi kunnađ fuglamál og prédikađ fyrir fiđruđum vinum sínum. Sálminn til sólarinnar orti hann áriđ 1224. Er hann talinn fyrsta bókmenntaverkiđ samiđ á ítalskri tungu. Sama ár komu krosssár Krists (stigmata) út á Frans á fjallinu La Verna. Fljótlega eftir ţađ varđ hann blindur. Hann andađist áriđ 1226, fjörutíu og fimm ára gamall, í Porziuncula og var jarđsettur í kirkju heilags Georgs í heimabć sínum. Fjórum árum síđar voru jarđneskar leifar hans fluttar í dómkirkjuna í Assisi.

Frans var tekinn í heilagra manna tölu tveimur árum eftir dauđa sinn og dýrkun hans breiddist hratt út. Sama máli gegndi um reglu hans og nú á dögum starfa klaustur Fransiskana vítt og breitt um veröldina, ţar sem tónn frumkvöđulsins er sleginn og lögđ áhersla á fátćkt, einfalt líferni og ást til sköpunarinnar.

Messa heilags Frans er sungin 4. október. Hann er verndardýrlingur dýra, fugla og umhverfisfrćđinga. Hann og heilög Katrín frá Siena eru verndardýrlingar Ítalíu.

Sr. Friđrik Rafnar, forveri minn í starfi í Akureyrarkirkju, ritađi bók um Frans. Nefnist hún "Saga hins heilaga Frans frá Assisi" og kom út áriđ 1931.

Áriđ 1972 gerđi ítalski leikstjórinn Franco Zeffirelli kvikmynd um Frans, "Fratello Sole, sorella luna" (Brother Sun, Sister Moon). Söngur skoska hippans Donovans hljómar í myndinni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband