5.3.2007 | 15:20
Bæn heilags Frans
Drottinn, lát mig vera verkfæri friðar þíns.
Hjálpa mér til að leiða inn kærleika,
þar sem hatur ríkir,
trú, þar sem efinn ræður,
von, þar sem örvæntingin drottnar.
Hjálpa mér að fyrirgefa,
þar sem rangsleitni er höfð í frammi,
að skapa eindrægni þar sem sundrung ríkir,
að dreifa ljósi þar sem myrkur grúfir
og flytja fögnuð þar sem sorgin býr.
Meistari, hjálpa mér að kappkosta ekki
svo mjög að vera huggaður sem að hugga,
ekki svo mjög að vera skilinn sem að skilja,
ekki svo mjög að vera elskaður sem að elska.
Því að það er með því að gefa að vér þiggjum,
með því að fyrirgefa að oss verður fyrirgefið,
með því að týna lífi voru sem vér vinnum það.
Það er með því að deyja
að vér upprísum til eilífs lífs.
Þýðing: Sr. Sigurjón Guðjónsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.