Hvað segja auglýsingarnar?

Ekki er fólk á einu máli um hvað auglýsingar segi. Nýlega varð mikil hneykslan í bloggheimum eftir að doktor í fjölmiðlafræði hélt því fram að fermingarauglýsing frá vöruhúsi væri ruddalega klámfengin. Jafnan finnst mér það sem þessi fræðimaður skrifar afskaplega áhugavert, en flestir sem hafa tjáð sig um skrif hans sjá ekki sama dónaskap og hann í umræddri auglýsingu.

Auglýsingar segja oft miklu meira en þær segja og þar kunna að vera tákn sem ekki eru augljós nema við nánari athugun. Auglýsingar eru ekki bara auglýsingar. Oft hefur maður til dæmis ekki hugmynd um hvað verið er að auglýsa í sjónvarpinu fyrr en á lokasekúndum auglýsingarinnar. Oftar en ekki er það tilfellið þegar verið er að vekja athygli á dömubindum.

Þýski guðfræðingurinn Horst Albrecht er einn þeirra sem velt hefur vöngum yfir tákn- og myndmáli auglýsinganna. Hugleiðingar sínar birtir hann í ágætri bók, "Die Religion der Massenmedien". Þar heldur hann því fram að í samfélagi ofgnótta sé ekki nóg að halda fram ágæti tiltekinnar vöru. Meira þurfi til. Það þurfi að selja neytandanum heila veröld með vörunni. Máttur vörunnar er þannig ekki fólginn í því hagnýta heldur því ímyndaða. Tengja þurfi vöruna draumum, þrám og væntingum neytandans og í sívaxandi mæli fær varan því á sig trúarlegan blæ. Hlutverk þess sem auglýsir vöru eða þjónustu sé að skapa og glæða þrá neytandans eftir "einhverju betra". Auglýsingar eru þannig á vissan hátt prédikanir. Þær skapa það sem á að vera eftirsóknarvert í lífinu.577834b

Sjónvarpsauglýsingar geta verið bráðskemmtilegar og þær verða finnst mér enn áhugaverðari þegar þær eru skoðaðar í ljósi ofangreindra kenninga. Ýmislegt getur komið í ljós sem ekki sást við fyrstu yfirferð.

Þegar súkkulaðið heitir Divine og er þar að auki "heavenly milk chocolate with a heart" þá er býsna mikið í því fólgið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Ubs! athugasemdin mín átti að sjálfsögðu að vera hér, en lenti óvart hjá heilagri Maríu hér fyrir neðan. Bið forláts á því.

Hólmgeir Karlsson, 10.3.2007 kl. 00:47

2 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Það gerir ekkert til, Hólmgeir minn. Heilög Klara er jú verndardýrlingur sjónvarpsins. Las þitt góða innlegg hjá hinni sælu  Klöru og er gott að að halla sér á kodda eftir lestur þess. Guð gefi þér góða drauma.

Svavar Alfreð Jónsson, 10.3.2007 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband