Svarið er lýðræðislegra, opnara og mannúðlegra þjóðfélag

DSC_0300

Skelfileg eru drápin í París og svo sannarlega eru þau atlaga að tjáningarfrelsi og vestrænum gildum.

Það verður líka skelfilegt ef þessi voðaverk verða vatn á myllu öfgafólks og lýðskrumara hvort sem þeir hatast við fylgjendur Múhameðs spámanns eða önnur trúarbrögð og þjóðfélagshópa.

Það verður skelfilegt ef þau kveikja fordóma í garð friðelskandi og hófsamra múslima og koma af stað bylgju þeirrar sömu íslamófóbíu og við sáum að verki í fjöldamorðunum í Útey um árið.

Það verður skelfilegt ef þessi manndráp verða tilefni ofsókna æsts múgs í okkar upplýstu álfu. Ekki er liðin öld síðan það gerðist síðast.

Réttvísin verður að fá að hafa sinn gang en þegar ég las viðbrögð fólks við atburðum dagsins á samfélagsmiðlum rifjuðust upp fyrir mér orð Jens Stoltenberg, sem var forsætisráðherra Noregs þegar fjöldamorðin í Útey áttu sér stað.

Í minningarathöfn um þá látnu í dómkirkjunni í Osló sagði Stoltenberg:

„Vi er et lite land, men vi er et stolt folk.

Vi er fortsatt rystet av det som traff oss, men vi gir aldri opp våre verdier.

Vårt svar er mer demokrati, mer åpenhet og mer humanitet. Men aldri naivitet.

Ingen har sagt det finere enn AUF-jenta som ble intervjuet av CNN: 

”Om én mann kan vise så mye hat, tenk hvor mye kjærlighet vi alle kan vise sammen.”

Myndin er af legsteini í Kirkjugarði Akureyrar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband