Pálmasunnudagur

Í tilefni pálmasunnudags birti ég sálminn "Hans leið skal lögð með klæðum". Hann er byggður á sænskum aðventusálmi, "Bereden väg för Herran!". Lagið er einnig sænskt, úr Dölunum. Sálmurinn hefur nokkrum sinnum verið fluttur.

Hans leið skal lögð með klæðum

og lyftast dalur hver

því Guð úr himinhæðum

í honum kominn er,

sem frelsun mönnum færir

og friðarvonir nærir.

Hann sinna vitja vill.

Þú veröld, konung hyll!

 

Vér höndum vorum veifum,

við veginn stígum dans

og grænum greinum dreifum

á götu frelsarans.

Og hróp vort „Hósíanna!”

er heilsa breyskra manna,

sem böl og harmar hrjá

til hans sem lausnir á.

 

Kom, kom með blessun bjarta

og bægðu myrkri frá!

Inn, inn um hlið míns hjarta

skal himnesk birtan ná!

Upp, upp, nú lofgjörð ómi

með allra þjóða rómi

er saman syngjum vér:

„Guðs sonur, dýrð sé þér!”

Pálmasunnudagur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband