Stjáni í bíó

Um daginn hitti ég Stjána í bíó á dvalarheimilinu Kjarnalundi ţar sem hann nú dvelur. Í gamla daga sá Stjáni um ađ rífa af miđunum í Paradísarbíói okkar Akureyringa, gamla Nýja bíói og ţess vegna hlaut hann ţetta viđurnefni. Var handagangur í öskjunni í ţrjúbíóunum ţegar krakkaskarinn skall eins og brimaldan ţunga á inngöngudyrunum og Stjáni hóf hiđ mikilvćga afrifsstarf sitt, sem hann vann af einstakri trúmennsku. Kom sér ţá vel ađ Stjáni var sćmilega ţungur ţótt ekki sé hann hár í loftinu.

Stjáni sagđi mér ađ hann hefđi einu sinni fariđ í bíó síđan hann hćtti ţessari vinnu sinni fyrir margt löngu. "Ekkert variđ í ţađ," sagđi hann og bćtti viđ kíminn: "Engar rottur."

Nýja bíó var nefnilega orđiđ nokkuđ gamalt á mínum uppvaxtarárum og ţar var töluverđur rottugangur. Jók ţađ enn á hughrif áhorfenda ţegar hryllingsmyndir voru sýndar en var síđur vinsćlt á hugljúfum dans- og söngvamyndum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband