Vörn málfrelsis og frelsi málsvarna (endurbirt)

DSC_0090

Áriđ 2007 var hér á landi töluverđ umrćđa um tjáningarfrelsiđ, m. a. vegna íslenskrar vefsíđu međ ógeđfelldum rasistaáróđri. Ţá skrifađi ég örlítinn bloggpistil sem ég endurbirti nú ţegar tekist er á um svipuđ málefni.

„Tjáningarfrelsiđ gefur mér rétt til ađ segja hvađ mér finnst. Margir taka ţađ á orđinu og segja allt sem ţeim í huga býr. Útbreiđa lygar og svívirđingar um fólk.

"Hvađ? Ég má ţađ!"

Á ţjóđvegi 1 er yfirleitt 90 km hámarkshrađi. Sé hann minni er ţađ sérstaklega merkt.

Segjum sem svo ađ ţú sért ađ keyra á ţjóđvegi 1. Ţar sem ţú ert er 90 km hámarkshrađi og engin merki um annađ. Ţú keyrir fram á bilađan bíl í kantinum. Nokkrir hafa stoppađ til ađ hjálpa. Fólk er á ţönum. En ţú hćgir ekkert á ţér. Ţú mátt keyra á 90. Ţađ er ţinn réttur.

Ţú mátt ţađ.

Framkölluđu dönsku skopmyndirnar af Múhameđ spámanni mörg bros? Ég sá ţćr. Ţćr voru ekkert fyndnar enda voru ţćr sennilega ekki birtar í ţeim tilgangi. Ţćr voru ögrun. Prófsteinn á ţađ sem má.

Vissulega má segja ađ viđ höfum öll ekki nema gott af ţví ađ láta ögra okkur og storka. Spurningin er hversu langt skuli ganga í ţeim efnum. Rasistasíđan íslenska hefur orđiđ mér og öđrum umhugsunarefni. Ţar finnst mér fariđ langt yfir mörkin.

En ţađ getur veriđ snúiđ ađ setja tjáningarfrelsinu mörk. Ţađ reyndu til dćmis andfćtlingar okkar í Ástralíu. Ţar í landi voru fyrir nokkrum árum sett lög sem bönnuđu fólki ađ útbreiđa andúđ á trúflokkum og trúarskođunum, svonefnt "hate speech". Margir tóku lögunum fagnandi. Vinstri menn töldu ţau samrćmast ţeirri skyldu ríkisins ađ verja fólk hvert fyrir öđru. Múhameđstrúarmenn sáu í ţeim vörn gegn islamófóbíu.

Tilgangur laganna var ađ sjálfsögđu sá ađ standa vörđ um friđ og reglu í samfélaginu.

Útkoman varđ ţveröfug. Lögin hafa kynt undir ófriđareldum sem enn loga. Hver sem talar ógćtilega um trúmál á yfir höfđi sér málssókn.

Fyrsta stóra dómsmáliđ eftir lögin var sótt af islömskum samtökum. Ţau ákćrđu lítinn kristinn sértrúarflokk. Á samkomum hans hafđi veriđ talađ afar niđrandi um múhameđstrú og fylgjendur hennar.

Máliđ fékk alţjóđlega umfjöllun og sakborningarnir, fámennur hópur ástralskra bókstafstrúarmanna, urđu ađ píslarvottum og merkisberum tjáningarfrelsisins. Stuđningsmenn ţeirra fóru ađ láta sjá sig á samkomum múhameđstrúarmanna, vopnađir skrifblokkum og upptökutćkjum, til ađ ná ţví nú örugglega ef ţar yrđi eitthvađ miđur gott sagt um kristni. Réttarhöldin stóđu mánuđum saman og kostuđu stórfé. Ţar var tekist á um alls konar trúarlegar og guđfrćđilegar skilgreiningar. Arabísk málfrćđi kom einnig viđ sögu.

Dómurinn féll hinum kristna sértrúarflokki í óhag. Forsvarsmenn hans urđu ađ biđjast opinberlega afsökunar á ummćlum sínum.

Sér nú ekki fyrir endann á málssóknum. Dćmdur barnaníđingur stefndi Hjálprćđishernum fyrir ađ bendla galdra viđ djöflatrú. Fylgjendur hins víđfrćga satanista Alistair Crowley drógu ţekktan barnasálfrćđing fyrir rétt. Hann átti ađ hafa gefiđ í skyn ađ börn vćru misnotuđ í trúarathöfnum hópsins.

Frćgasta dćmiđ er samt mál kynskiptingsins og nornarinnar Oliva Watts gegn áströlskum hvítasunnumönnum. Áriđ 2003 bauđ hún sig fram til borgarstjórnar í sinni heimabyggđ. Ţađ athćfi mćtti harđri andstöđu hvítasunnumanna á svćđinu en sú kirkjudeild er ţar útbreidd. Ţeir gátu ekki hugsađ sér kynskipting og norn í borgarstjórn. Efnt var til bćnasamkoma gegn frú Watts sem brást hin versta viđ andstöđunni.

Deilan breiddist út. Í hana blönduđu sér samtök á borđ viđ Pagan Awareness Network (PAN). Amerísk samtök, Witches Voice in America, sendu frú Watts fjárframlag. Hiđ ástralska samfélag var sagt gegnsýrt af nornafóbíu (wiccaphobia).

Réttarhöldin tóku 14 mánuđi međ tilheyrandi fjárútlátum.

Sennilega hefur enginn grćtt á ţessum lögum.

Nema ţá nokkrir lánsamir lögfrćđingar. Og ef til vill blöđin.“

Myndin: Ekki veitir af ađ senda lesendum sumarkveđju međ ţessari mynd úr Lystigarđinum á Akureyri


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband