Kýrvambir og beinakássa

Nú um páskana fengur þeir félagar Völundur Snær Völundarson, Hreinn Hreinsson og Haukur Ágústsson viðurkenningu alþjóðlegra ljúfmetissamtaka fyrir bók sína Delicious Iceland. Voru verðlaunin veitt úti í Kína.Delicious Iceland

Í súpu eftir messu í dag spunnust umræður um þjóðlegt góðgæti enda einn höfunda ofangreindrar verðlaunabókar viðstaddur ásamt fleiri sælkerum. Talað var um gamlar geymsluaðferðir og nýtnina sem einkennir bæði íslenska matarhefð og ítalska. Ég vissi til dæmis ekki að í gamla daga súrsuðu menn bein og bjuggu til úr þeim ljúffenga kássu. Kýrvambir þykja líka mikið gúrmet á fínum matsölustöðum í útlöndum. Þær eru skornar í strimla og steiktar með hvítlauk þannig að þær verða skemmtilega krispí.

Þá var heilakássa ekki óalgengur matur á borðum landsmanna hér á árum áður. Einn kirkjugesta sagðist oft hafa borðað heila á sínum uppvaxtarárum. Þegar þeir bræðurnir voru komnir með 8,5 í meðaleinkunn þótti nóg komið og voru heilarnir teknir af matseðli heimilisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Viðar

Þar sem þetta er mín fyrsta athugasemd hér þá er réttast að ég kynni mig, en ég er Haukur frændi þinn að sunnan.

Ég hef heyrt sögur af ónefndri ömmu norður á Húsavík sem sauð júgur af svo mikilli áfergju að spenarnir stóðu víst blýsperrtir upp úr pottinum.

Haukur Viðar, 22.4.2007 kl. 16:26

2 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Gaman að heyra í þér frændi sæll. Því má svo bæta við þetta að þegar sá sem borðaði heilana sagðist hafa komist upp í 8,5 í meðaleinkun kvaðst söngvari nokkur á samkomunni hafa lagt sér barka til munns þegar hann var yngri. Við þögðum á hinn bóginn þunnu hljóði sem gröðkuðum í okkur hrútspungum en ekki var laust við að við yrðum dulítið kindarlegir í framan.

Svavar Alfreð Jónsson, 23.4.2007 kl. 09:24

3 Smámynd: Haukur Viðar

Já sömuleiðis. Mun vafalaust líta hingað inn reglulega.

Haukur Viðar, 23.4.2007 kl. 13:51

4 identicon

Mér er nú hálfóglatt eftir þessa lesningu. En það er kannski best ég kynni mig líka þar sem ég er nýfarin að lesa þetta blogg en hef reyndar einu sinni kommentað. Það var í umræðunni um þrælahald.

Ég heiti sem sagt Þorgerður Hafdís Þorgilsdóttir og bjó á Akureyri þar til í fyrrasumar, að ég flutti til Englands til að fara í framhaldsnám. Maðurinn minn er Magnús Einarsson, þið voruð sennilega samferða í Gagnfræðaskóla. Ertu einhverju nær? :)

Þorgerður (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 16:14

5 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Komdu fagnandi, Þorgerður! Auðvitað man ég eftir ykkur. Þú úr Svarfaðardalnum og hann strákur úr Suðurbyggðinni. Er ég ekki heitur? Hvað ertu að stúdera þarna úti?

Svavar Alfreð Jónsson, 23.4.2007 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband