23.4.2007 | 17:26
Prestastefna á Húsavík
Á morgun held ég til Húsavíkur og verð á Prestastefnu fram á fimmtudag. Margt forvitnilegt er á dagskrá stefnunnar en þó má gera ráð fyrir að drjúgur hluti hennar fari í að ræða málefni samkynhneigðra. Það er hitamál og skoðanirnar fjölbreytilegar.
Þegar ég las um Prestastefnu á mbl.is sá ég að eitt blogg var komið um fréttina, frá Arngrími nokkrum Eiríkssyni. Hann er víst að læra lög í Háskóla Íslands og var svo huggulegur að óska þess að loftsteinn félli á þessa ógeðslegu samkundu, eins og hann orðar það.
Mér blöskrar oft það orðbragð sem viðhaft er um hópa í samfélaginu, hvort sem um er að ræða samkynhneigt fólk, útlendinga, innflytjendur eða kennara, svo nokkur dæmi séu tekin. Presta- og kirkjuhatur hefur lengi verið landlægt á Íslandi. Margir eru mjög fordómafullir í garð kristins fólks og ýmsar ranghugmyndir um Þjóðkirkjuna eru algengar.
Samt kippist ég dálítið við þegar einhver óskar þess að maður meiðist eða jafnvel láti lífið.
Athugasemdir
Það er best ég svari þér bara hérna svo ég geti kommentað á þessa nýju færslu :)
Þú ert ansi heitur jú. Ég er reyndar Reykvíkingur í húð og hár en foreldrar mínir búa í Svarfaðardalnum og hafa gert það nokkuð lengi. Maggi er hins vegar úr Austurbyggðinni, svo þú ert greinilega með rétta fólkið í huga.
Ég er í mastersnámi í mannréttindum við háskólann í Nottingham. Klára það í haust og langar þá að halda áfram og taka annan master í tengslum við það sem ég er að gera núna. Þetta er ótrúlega spennandi fag og tengist m.a. þessu innleggi þínu um fordóma gagnvart hinum ýmsku hópum.
Það er með ólíkindum hvað sumt fólk telur sig yfir aðra hafið og rétthærra. Hver ákvað að allir ættu að vera af einhverju ákveðnu sauðahúsi og hvaða sauðahúsi þá? Hvernig er "eðlilegt" að vera og hver ákveður hvað er eðlilegt? Úff.....ég gæti endalaust skrifað um þetta. Ég bara get ekki skilið þetta! Og að fullorðið fólk láti svona út úr sér eða skrifi, eins og þessi Arngrímur, er alveg með ólíkindum! Ekki gott lögfræðiefni þar á ferðinni, að mínu mati!
Þorgerður (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 18:00
Rosalega er þetta spennandi sem þú ert að gera þarna úti og væri fróðlegt að fá að vita meira um námið þitt. Ef til vill ættir þú að fara að blogga? Í hverju verður næsti master fólginn? Og hvað er hann Magnús að sýsla?
Svavar Alfreð Jónsson, 23.4.2007 kl. 20:27
Þetta nám heitir Global Citizenship, Identities and Human Rights. Teknir eru 3 stórir skyldukúrsar. Sá fyrsti heitir Modern Slavery and Human rights og fjallar um nútímaþrælahald, annar heitir Global Citizenship, Identities and Human Rights og fjallar um hnattvæðingu og áhrif hennar á stöðu okkar í samfélaginu og sá þriðji fjallar um Non Governmental Organisations og þar er fjallað um helstu mannréttindasamtök, eins og Amnesty International, Anti-Slavery International, Human Rights Watch, UNHCR, UNICEF, Refugees International, stofnanir sem aðstoða innflytjendur og fleiri og fleiri.
Valkúrsarnir eru þrír og má velja kúrsa úr stjórnmálafræði og lögfræði. Ég valdi mér kúrs úr stjórnmálafræðideild sem heitir International Human Rights og tvo úr lagadeild sem heita Gender, Sexuality and Human Rights og International Protection of Refugees.
Í framhaldinu langar mig að taka master í Alþjóðasamskiptum með áherslu á War and Peace eða eitthvað álíka. Það er svo rosalega margt spennandi í boði í þessu fagi.
Ég er reyndar að blogga, aðallega um lífið og tilveruna hjá okkur hérna í Nottingham. Slóðin er www.hottintotti.bloggar.is
Þorgerður (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 22:38
Fordómar og fáfræði, fara oftast saman. - Jafnvel þessi fullyrðing, að dæma eitthvað sem fordóma er skilgreining/dómur, egóinu/huganum, finnst það mjög eðlilegt að skilgreina í afstæðum heimi.
-- En Allt er eðlilegt, allt hefur sínar forsendur fyrir að vera það sem það er -- hvað sem það er!
It just IS. kv.vilb.
Vilborg Eggertsdóttir, 23.4.2007 kl. 22:50
Mér finnst nú svolítið skrítin klausan hennar Vilborgar. Mér finnst fólk sem berst gegn fordómum og fáfræði vera að vinna að réttlæti
Ég hreinlega þoli ekki endalausar yfirlýsingar og dónaskap ákveðins hóps hér sem flokkast undir bókstafstrúarmenn gegn samkynhneigðum. Svo kennir það sig við Krist! Vona svo sannarlega að Þjóðkirkjan fari að taka jákvæða og kærleiksríka stefnu í málum samkynhneigðra. Ekki aðeins sárt fyrir samkynhneigða sem hafa ekki sama rétt og aðrir, svo ég tali nú ekki um innan kirkjunnar sem þeir tilheyra jafnvel, heldur líka fyrir aðstandendur þeirra. Kveðjur.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.4.2007 kl. 02:45
Kæra Margrét! Hvaða yfirlýsingar og dónaskap ert þú að tala um? Já, við skulum vona að Þjóðkirkjan taki kærleiksríka stefnu í málefnum samkynhneigðra, en sjálfsagt greinir menn á um hvernig nákvæmlega slík stefna eigi að líta út. Vinarkveðja.
Svavar Alfreð Jónsson, 24.4.2007 kl. 08:41
Kæri Svavar. Það eru ákveðnir aðilar sem skrifa gegn samkynhneigðum m.a. hér á moggablogginu, einstaklingar og síðan samtök sem kalla sig "Kristileg stjórnmálasamtök" sem skrifa pistla og koma ekki fram í nafni þess sem skrifar. Það kemur hvergi fram hver stendur á bak við þau. Þau leyfa ekki athugasemda skrif á sinni síðu en skrifa athugasemdir hjá öðrum. Kveðjur
Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.4.2007 kl. 11:35
Kæra Margrét, ég er að tala um að taka ekki afstöðu í að sjá þetta sem fordóma, vegna þess að ef nógu margir trúa á fordóma, gefum við því orku sem enn bætir á fordómana, einnig að skilja að við erum öll af sama ljósi margbreytileikans, sem það hefur skapað og minn tími kominn til að sjá í gegnum þetta leikrit okkar.
Vilborg Eggertsdóttir, 24.4.2007 kl. 22:57
Kæra Margrét, ég er að tala um að taka ekki afstöðu í að sjá þetta sem fordóma, vegna þess að ef nógu margir trúa á fordóma, gefum við því orku sem enn bætir á fordómana, einnig að skilja að við erum öll af sama ljósi margbreytileikans, sem það hefur skapað og minn tími kominn til að sjá í gegnum þetta leikrit okkar.
Vilborg Eggertsdóttir, 24.4.2007 kl. 23:00
Sæll félagi... Vil endilega halda þér lífs sem lengst svo engar loftsteinaóskir héðan. Vona að þú sért jafn liberal og forðum. Gott gengi kallinn minn. Kv.Steini Gunn.
Þorsteinn Gunnarsson, 25.4.2007 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.