Systur vona minna

Ég hef reynt það á eigin skinni að vonin á sér systur.

Þegar ég vona eitthvað vænti ég breytinga. Breytingar vil ég vegna þess að tilveran eins og hún er nægir mér einhvern veginn ekki. Um leið og vonin hvíslar því í annað eyrað á mér að lífið gæti verið betra segir hún mér það í hitt að það sé ekki nógu gott. Sá sem vonar er því að segja að tilveran sé ekki í réttum skorðum. Óánægjan og ófullnægjan eru systur vona minna.

Vongóður getur aðeins sá verið sem er gagnrýninn á umhverfi sitt. Sá sem er sæll með allt þarf ekki að vona neitt.

Látum oss því vera hæfilega skúffuð yfir lífinu og jafn hæfilega vongóð um að úr rætist.

Annað er ávísun á algjöra kyrrstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Sæll félagi
Þetta eru skemmtilegar vangaveltur hjá þér að vanda. Ég vil þó segja að upphaf alls góðs sé að finna í óskum manns, og draumum og þrám um betra líf. Þetta tel ég eiga við svo lengi sem þetta snýst um hófsama leit að innihaldsríkara lífi, ríkara hjarta og kyrrari huga. Öðru máli gegnir ef þetta á við um veraldlega eltingarleikinn endalausa sem okkur hættir öllum til að flækjast í einhverntíma.
Ef meðan við leifum okkur að dreyma um góða hluti, sendum frá okkur góðar hugsanir og tökumst á við lífið með jákvæðnina og kærleikann að vopni þá eru framfarir hjá okkur og aldrei hætta á stöðnun, allavega ekki í hjarta okkrar.
Lifðu heill kæri vin

Hólmgeir Karlsson, 23.5.2007 kl. 23:33

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Strákar! Þið komið mér til að gráta. Góð spekúlasjón hjá Svavari og Hólmgeir kemur með þetta sem við viljum öll vera/vilja/uppfylla.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.5.2007 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband