Litríkur sunnudagsmorgunn

Í morgun messaði ég í Akureyrarkirkju í fyrsta skipti eftir sumarfrí. Eftir guðsþjónustuna þakkaði akurakítalskur maður mér innilega fyrir stundina. Hann faðmaði mig að sér í kirkjudyrunum og sagði að við værum bræður í Kristi þó að hann væri kaþólskur en ég lútherskur. Með honum var frændi hans. Sá var vélstjóri á skemmtiferðaskipinu sem lá á Pollinum fyrir framan okkur. Sá ítalski kvaddi alla í forkirkjunni með virktum, líka hollensku hjónin sem biðu eftir að fá að vita hvaða guðspjall hafði verið lesið í athöfninni. "Var það ekki þetta?" spurðu þau og sýndu mér hollenskt Nýja testamenti. Þau höfðu á réttu að standa. Einnig talaði ég við háskólastúdent frá Kænugarði sem kom í bæinn í vikunni. Hún ætlar að gæta hér barna þangað til í október.

Strax eftir messu var skírn í kirkjunni. Tvö sveinbörn voru vatni ausin. Mæður þeirra beggja voru íslenskar er faðir annars var frá Færeyjum. Hinn pabbinn er bandarískur hermaður staddur í Írak. Systir færeyska pabbans var klædd yndislega fögrum færeyskum þjóðbúningi. Þýsk hjón sem komu í kirkjuna þegar skírnin var búin fengu að taka mynd af henni við skírnarfontinn.

Ég minntist víst á það í prédikuninni að við værum meira en einstakar og einangraðar sálir. Við fyndum aldrei okkur sjálf með naflaskoðun. Við værum hluti af stærri heild. Veröld Guðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gaman að heyra hversu litskrúðugur hópur heimsækir kirkjuna. Skemmtilegur pistill á sunnudegi.

Jóna Á. Gísladóttir, 8.7.2007 kl. 15:59

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

En ekki hvað  við erum jú öll börn Guðs og með honum fær um allt gott í heimi hér.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 8.7.2007 kl. 17:50

3 identicon

Ég vil hvetja þig til þess að birta prédikanir þínar hér á vefnum þannig að við getum lesið okkur til ég fullyrði gagns og líka gamans. 

Vissulega má segja og það er rétt að ég ætti að ganga til kirkju og þannig ná að meðtaka boðskap en á messutíma er ég í mínum "sunudagsskóla" (hópur karla sem drekkur kaffi og hefur gert í yfir 35 ár, að vísu drukkum við fyrstu árin Flóru-safa enda þá ungir og fallegir menn, núna enn ungir og klárlega enn fallegri.  Allavega eru allir stærri á alla kanta og það hlýtur að tákna meiri fegurð ekki satt ? ) og þeirri stund vil ég ekki sleppa.   

Því væri gott fyrir mig og alla aðra lesendur þína ef þú settir þær inn.

Bestu kveðjur.

 GN

Gunnar N (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband