Mondavio

(II. hluti brota úr ferðasögu til Marka)

Mondavio1Sama dag og við fórum til Corinaldo heimsóttum við kastalann í Mondavio. Þar var lengi aðsetur mikillar hefðarættar. Mig minnir að einn páfanna hafi verið þaðan. Kastalinn er hinn heillegasti og ber háan aldur vel. Þar er nú safn. Brúður í líkamsstærð eru í ýmsum iðjustellingum í fjölmörgum vistarverum kastalans. Í borðsal neyta menn t. d.  kræsinga og karlbrúða er látin klípa í vel útlátinn afturenda á þjónustustúlku. Í dýflissunni una brúðurnar á hinn bóginn við pyndingar. Daglegt líf í kastalanum til forna.

Þá hýsir kastalinn allnokkurt safn vopna og herklæða. Er það heimsóknarinnar virði fyrir áhugamenn um þess konar tól.

Utandyra gefur að líta múrbrjóta og slöngvibyssur. Það hefur kostað mikið erfiði að brjóta niður þykka múra sem umlykja svona byggingar.Mondavio3

Þegar við vorum búin að skoða safnið fórum við á eina frægustu pítseríu svæðisins sem er staðsett undir ægifögru kastaníutré. Ekki fengum við að gæða okkur á flatbökunum undir trénu en gátum virt það fyrir okkur úr matsalnum.

Pítsurnar hérna heima eru tæpast matur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Jóhannsdóttir

Skemmtilegt blogg frændi. Hef óskað eftir að gerast bloggvinur þinn. Kær kveðja til allra. Edda.

Edda Jóhannsdóttir, 11.7.2007 kl. 12:39

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir pistil

Jóna Á. Gísladóttir, 11.7.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband