Lifi framsöguhátturinn!

Mikið er það stundum þreytandi þetta væri, gæti og ætti.

Viðtengingarhátturinn er háttur hangandi handar og skjálfandi lappa.

Þá er nú framsöguhátturinn betri.

Í stað þess að segja "mikið væri gaman ef..." segjum við einfaldlega "mikið er gaman".

Ekki "ég gæti fundið hamingjuna ef..." heldur hreinlega "ég er hamingjusamur".

Og í stað þess að segja "ég ætti eiginlega að gera það" hikstalaust "ég á að gera það".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

alltaf gott að gera það hikstalaus

Jóna Á. Gísladóttir, 17.7.2007 kl. 18:15

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Samt er viðtengingarhátturinn skömminni til skárri en skildagatíð: Mundi geta fundið hamingjuna. En ég er því sammála að framsöguhátturinn er bestur, samanber "ég finn hamingjuna" í stað "ég er að finna hamingjuna".

Greta Björg Úlfsdóttir, 23.7.2007 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband