19.7.2007 | 23:59
Ţjóđhátíđarnefndin á Ítalíu
(IV. hluti Markafararsögu)
Ţegar blessađur ţjóđhátíđardagurinn 17. júní rann upp hafđi ferđahópurinn sýnt fyrirhyggju og skipađ nokkra međlimi sína í ţar til gerđa ţjóđhátíđarnefnd. Lét hún sér ýmislegt í hug detta til ađ minnast dagsins. Ekki fengu allar hugmyndirnar hljómgrunn. Til dćmis var engin kona fáanleg til ađ flytja okkur ávarp fjallkonunnar af hótelveröndinni. Fyrirćtlanir um ađ efna til glímusýningar á ströndinni urđu heldur ekki ađ veruleika. Glímumennirnir, tveir vörpulegustu karlkyns Íslendingarnir, neituđu ađ sýna en nefndin sá ţá í hillingum stíga glímusporin í Adríasandinum og fann beinlínis jörđina duna undan átökum ţeirra ţegar ţeir beittu klofbrögđum, hćlkrókum og sniđglímum á lofti hvor á annan. Ítölsku áhorfendurnir hefđu ábyggilega falliđ í stafi.
Ţess í stađ var nefndin gerđ út á reiđhjólum ađ afla miđa í sirkus sem sýndi í nćstu borg, Senigallia. Var sú för hin frćkilegasta og fengust miđar á kvöldsýningu fyrir allan hópinn.
Ţjóđhátíđarinnar var minnst á hótelinu. Íslenskir fánar skreyttu borđ í matsalnum viđ hádegisverđ. Ţar var borin fram heljar rjómakaka hjúpuđ sama fána. Einhverjum brá ţegar hnallţóra ţessi birtist og héldu ađ veriđ vćri ađ bera líkkistu í salinn.
Deginum var annars eytt í ađ ćfa fyrir bottsíamót sem halda átti á ströndinni daginn eftir. Bottsía er skemmtileg íţrótt og náđum viđ Íslendingar góđum árangri í henni međan viđ dvöldum á Mörkum. Meiningin er ađ koma upp akureyskum bottsíavelli og ćfa ţrotlaust fyrir nćstu Ítalíuferđ. Ţá tökum viđ ţetta.
Um kvöldiđ var svo fariđ í sirkusinn. Eftir sýninguna varđ til ţessi vísa:
Sirkusinn í Senígalíu
sýndi marga spettókalíu.
Fíll um loftiđ leiđ í talíu,
ađ launum fékk hann eina dalíu.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.