21.8.2007 | 13:43
Fórn hjúkrunarkonunnar
Geiri á Góldfínger er ef til vill á vissan hátt frumkvöðull í því að bjóða upp á að menn borgi fyrir dans hér á landi, en sú tegund danslistar hefur lengi verið tíðkuð. Ekki bara ólánsamar stúlkur hafa séð fyrir sér með dansi.
Á sínum tíma vann franska kvikmyndin Fórn hjúkrunarkonunnar (Les orgueilleux) til verðlauna. Hún var tekin í Mexíkó af Ivés Allégret en sýnd hér í Stjörnubíói. Með aðalhlutverk fóru Michele Morgan og Gerard Philipe.
Líka hámenntaðir menn geta tekið upp á ýmsu sé mikið í húfi. Jafnvel dansað fyrir greiða. Samkvæmt prógrammi sem myndinni fylgdi er fremur illa komið fyrir lækninum Georgs. Þar segir:
"Hvers vegna er Georgs, ungur, franskur læknir í mexíkönskum smábæ orðinn forfallinn drykkjumaður og flakkari? Hvernig má það verða, að læknir gerist trúnaðarmaður hórkvenna staðarins, til þess eins að verða sér úti um glas af víni? Hann ber töskur ferðamanna og vílar ekki fyrir sér að sýna skrípalega dansa á veitingahúsinu, ef gestgjafinn heimtar, að hann skemmti gestunum, áður en hann gefur honum hressingu."
Hér þarf svo sannarlega að færa fórnir.
Á ljósmynd framan á prógramminu sést útlifaður læknir með hýjung og hatt halda fast um heilbrigða hjúkrunarkonu sem horfir dreymin út í buskann.
Bæði virðast fáklædd enda heitt í Mexíkó.
Athugasemdir
Já, það er heitt í Mexíkó
Jóna Á. Gísladóttir, 22.8.2007 kl. 01:19
Skyldi þessi mynd einhvern tíma verða sýnd á TMC, þar sem ég hef undanfarið horft á margar gamlar og góðar myndir, til að mynda Skytturnar þrjár með Gene Kelly, Músagildruna og Fine Young Cannibals með Nathlie Wood og Richard Wagner. Verð að segja að mér finnst oft mun skemmtilegra að horfa á þessar gömlu myndir en margar þeirra sem nú eru í tísku með yfirgengilegum tæknibrellum.
P.s. Ætli ég fái Dr. Shivago einhvers staðar á DVD? Kannski á Amazon?
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.8.2007 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.