25.8.2007 | 12:15
Svartur köttur
Bloggfærslan mín "Engin undankomuleið" fór fyrir brjóstið á sumum, ekki síst frómustu trúleysingjum. Sem var ekki nema von því í færslunni var ósvífinn brandari um viðskipti prests og forherts trúleysingja.
Nú ætla ég að bæta fyrir þetta með því að skýra muninn á frumspeki, heimspeki og guðfræði.
Frumspeki líkist því að leita að svörtum ketti í koldimmu herberbergi með bundið fyrir augun.
Heimspeki líkist því að leita að svörtum ketti í koldimmu herbergi með bundið fyrir augun og kötturinn er alls ekki í herberginu.
Guðfræði líkist því að leita að svörtum ketti í koldimmu herbergi með bundið fyrir augun og kötturinn er alls ekki í herberginu en allt í einu hrópar maður:
"Ég er búinn að finna hann!"
Athugasemdir
Dásamlega fyndnar samlíkingar!
Takk!
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 13:54
Skondnar líkingar
en hvaðan kom þessi ræða frá honum Jóni Frímanni.... af fjöllum?
krossgata, 25.8.2007 kl. 23:42
Nú fékkstu mig til að SKELLIHLÆGJA kæri vin, þó ég sæti einsamall fyrir framan tölvuna mína. Þú færð 13 í einkunn fyrir þennan af 10 mögulegum :)
Langar bara að bæta við hvað kærleikur er,.. "kærleikur er að klappa svarta kettinum inni dimma herberginu, með bundið fyrir augun á kettinum sem maður hefur ekki hugmynd um hvort sé þar eða ekki :)
Hólmgeir Karlsson, 26.8.2007 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.