Einn voða neikvæður

 

Um fyrirgefningu fæst ég ekki.

Ég fer á lappir ekki sáttur.

Mitt hlutskipti er ekki, ekki.

„Ekki" segir minn hjartasláttur.

 

Fegurð morgunsins eygi ég ekki.

Ekki heilsa ég nýjum degi.

Sofnaður ég segi „ekki"

og segi það líka ef ég þegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

Alltaf nauðsynlegt að láta neikvæðnina ná tökum endrum og eins.

En þó svo að maður sé nottla þunglyndur, er gott að hugsa til þess hvað maður er heppinn. Þó maður sjálfur sé frekar misheppnaður, er svo margt gott sem við höfum komið til leiðar, sennilega alveg óvart.

Fishandchips, 1.9.2007 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband