Gamli draumurinn um upprætingu trúarbragðanna

EnverHoxhaTrúarbrögðin eru milli tanna fólks og margir segja að heimurinn væri betri án þeirra.

 

 

Fórnarlömb öfgamanna og siða sem eru andstyggilegir í augum vestræns fólks efla þá skoðun margra að trúarbrögðin séu rót alls ills í veröldinni.

 

 

PolpotÞau eru sögð samfélagsmein  hér á landi.

 

 

Menn hvetja til upprætingar trúarbragðanna.

 

 

Lesið sum moggabloggin.

 Stalin

 

Benda má á að slíkar tilraunir hafa verið gerðar.

 

 

 

Árið 1967 lýsti Enver Hoxha, leitogi albanskra kommúnista, Albaníu fyrsta og eina guðlausa ríki veraldarinnar.

 mao

 

Reynt var að uppræta trúarbrögðin í Kambódíu Rauðu khmeranna.

 

 

Stalín og Maó sýndu tilburði í sömu átt.

 

 Hitler

Hitler ætlaði að snúa sér að kirkjuvandamálinu þegar hann væri búinn að leysa Gyðingavandamálið.

 

 

Enn sætir trúað fólk grimmilegum ofsóknum í Norður-Kóreu.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Einhverra hluta vegna vantar mynd af Bush og "God told me to attack Iraq amd al-queida" þarna.

Baldur Fjölnisson, 15.9.2007 kl. 23:19

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Kaþólska kirkjan, helsti hönnuður okkar trúarveruleikaskynjunar gegnum aldirnar tók Hitler og Mussolini fagnandi höndum. Þetta er söguleg staðreynd. Hitler var líkt og Bush síblaðrandi um að forsjónin hefði falið honum að koma á hinni réttu skipan og kirkjan kóaði áköf með.

Þessi meinsemd er ekki endilega trúnni að kenna sem slíkri heldur nærtækri áráttu fasista að nota STOFNUN í kringum trú í sína þágu. Og það gengur raunar eins og rauður þráður í gegnum söguna.

Menn eiga að sjálfsögðu að vera frjálsir að sínum trúarskoðunum. Þeir mega trúa á hundinn sinn mín vegna það truflar mig ekki hið minnsta. En sem skattgreiðandi vil ég verja mínum skattpeningum í gáfulegri verkefni. Stóra vandamálið er að sjálfsögðu það að hætti skattgreiðendur að borga undir herskara presta og preláta hrynur þetta trúmálabatterí eins og spilaborg. 

Baldur Fjölnisson, 15.9.2007 kl. 23:31

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég skil hvað þú ert að fara Svavar enda er full mikil einföldun að segja að trúarbrögðin sem slík séu undirrót alls hins illa . Aftur á móti er staðreyndin sú að pólitískir leiðtogar nota TRÚARBRÖGÐ sem yfirskyn t.d að fara í stríð. Öll stríð Bandaríkjamanna á þessari öld eru hagsmunastríð og hafa verið háð undir fölskum forsendum og oftar en ekki er trúarbrögð notuð sem verkfæri stjórnvalda .Eins og sést kannski best með stríðið í Írak þar sem úlfúð var sköpuð í garð múslima og þá oftar en ekki af kristnum mönnum í Bandaríkjunum.  

Ég segi miklu frekar að FJÖLMIÐLAR séu RÓT HINS ILLA....   Íslenskur  sálfræðingur í bandaríkjunum gerði nýverið rannsókn á fjölmiðlun og óttt og komu merkilegar niðurstöður þar í ljós. Staðreyndin var sú að fólk sem fylgdist með því sem var að gerast í fréttum þarlendis var yfir höfuð haldið meiri andúð og hatri í garð náungans. Var á móti öðrum kynþáttum og gekk um með grillur í hausnum sem áttu sér enga stoð í raunveruleiknum eins og t.d að saddam hússein hafi staðið að hryðjuverkunum 11.september.

Brynjar Jóhannsson, 16.9.2007 kl. 02:12

4 Smámynd: krossgata

Það eru mennirnir sjálfir sem fara í stríð, svo þeir eru væntanlega undirrót alls ills.  Hvort þeir réttlæta svo stríðið sitt með því að viðhalda þurfi trúarbrögðum eða útrými eigi trúarbrögðum er svo ýmist.  Hvoru tveggja er stríð og eitt ekki betra en annað.  Oftar en ekki er raunveruleg rót stríðs hrein og klár græðgi. 

krossgata, 16.9.2007 kl. 02:22

5 identicon

Er ekki hugsunin sú krakkar að vera bara dálítið líbó varðandi trú og trúleysi og virða skoðanir náungans. Ég er trúleysingi og vissulega er það mín skoðun að heimurinn yrði betri án trúarbragða. En ég virði skoðanir trúaðra og frelsi þeirra til átrúnaðar ( þó að ekki sé nú trúfrelsi á Íslandi). Fólk á að virða skoðanir hvers annars á meðan það bitnar ekki á frelsi náungans. Maður lærir endalaust af Thorbjorn Egner....

Bjarki Þór Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 06:15

6 identicon

já og Svavar. Ég er búinn að fyrirgefa þér fyrir að banna mér að drekka á útskrift minni úr Menntaskólanum á Akureyri 1999.

Bjarki Þór Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 06:24

7 identicon

Þetta er þörf ábending. Hér á landi er trúin fyrst og fremst einkamál. Ef menn ætla að einhverju verulegu marki að draga úr trúariðkun verða menn því að skerða einstaklingsfrelsi. Hver og ein hefur fullan rétt á  að mynda sér trúarskoðanir á eigin forsendum. Spurningin sem brennur á okkur er hvernig getum við lifað saman í sátt og samlyndi-  lausnin er að virðum aðra og gæta þess að fordæma ekki þá sem eru okkur ósammála í grundvallar atriðum. Trúmaðurinn og trúleysingin geta vel unnið saman ef þeir einbeita sér að verkefninu sem þeir eru að fást við  og vinna að lausn þess á faglegum forsendum

Guðjón Eyjólfsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 13:59

8 identicon

Kannkse ættum við að taka upp aðferðir vikinganna og fara að höggva menn i herðar niður. Sleppa öllu talu um kærleika Jesu.

Árni Björn

Árni Björn Guðjónsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 15:26

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"...skoðun margra að trúarbrögðin séu rót alls ills í veröldinni."

Ég held að ég hafi aldrei heyrt nokkurn mann segja þetta. Hvar hefurðu rekist á þessa skoðun?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.9.2007 kl. 16:45

10 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ósköp er þetta barnalega upp sett hjá þér Svavar Alfreð.  Telurðu að þessir menn sem þú telur hér upp séu fulltrúar trúleysis eða á einhvern hátt valkostir við trú?  Ég skal nefna einn til viðbótar fyrir þig svo þér líði betur.  Göbbels var mikill guðeysingi en ákaflega siðblindur.  Hitler var aftur mikill vinur Kaþólsku kirkjunnar og gerði við hana sögulegan samning árið 1933.  Líkur eru á því að Göbbels hafi fengið Hitler upp á móti kirkjunni í síðari hluta stríðsins því afstaða Hitlers breyttist þegar leið á.  Lengi má tala um vonda trúleysingja.  Trúleysi tryggir ekki gott siðferði.  Trúleysi er bara sú staða að vera laus við eitt hindurvitni af mörgum.  Siðferði á hins vegar ekkert skylt við trú á guð, þ.e. trú á æðri mátt er ekki forsenda þess.  T.d. eru mörg dýr með siðferðisvitund og ekki sér maður þau liggja á bæn.  Enginn hefur haldið því fram að trúarbrögð sé rót alls hins illa en þau eru rót ýmissa alvarlegra vandamála og hræðilegs ofbeldis víða um heim.   Það er nóg af öðrum rotnum hugmyndum og þessir herramenn sem þú nefnir eru einna frægastir fyrir þær.

Svanur Sigurbjörnsson, 16.9.2007 kl. 20:32

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Svavar, hvaða dýr eru með siðferðisvitund? Hjalti, einn helsti spámaður ykkar trúleysingja, Richard Dawkins, hefur gert sjónvarpsþætti þar sem hann beinir spjótum sínum að trúarbrögðum. Þættirnir heita "The root of all evil?"

Theódór Norðkvist, 16.9.2007 kl. 21:04

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Theódór. Já, þættirnir heita "The root of all evil?". Og hvað með það? Dawkins hefur sagt að það voru framleiðendurnir sem vildu nota nafnið "The root of all evil.". Dawkins vildi nota nafnið "Imagine no religion.". Honum tókst að fá spurningarmerkið í nafn framleiðendanna. Hann heldur því ekki fram að "trúarbrögðin séu rót alls ills í veröldinni". 

Sástu ekki viðtalið við "spámanninn okkar" í Kastljósi?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.9.2007 kl. 21:36

13 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Nei, ég held að þessir menn séu ekki góðir fulltrúar hófsamra trú- eða guðleysingja og hef aldrei haldið því fram 

Þeir eru dæmi um menn sem vildu útrýma trúarbrögðunum og reyndu það -eins og bent er á í pistlinum.

Ég veit ekki hvað þú átt við með því að segja Hitler mikinn vin kaþólsku kirkjunnar. Ekki hreifst hann af kenningum hennar, svo mikið er víst, og hafði skömm á boðskap kristninnar.

Nasistar notuðu alls konar aðferðir í baráttu sinni gegn kristni og kirkju og hún hófst löngu fyrir stríð.

Um þetta má lesa í merkilegri bók eftir breska sagnfræðinginn Michael Burleigh sem heitir í þýskri þýðingu "Die Zeit des Nationalsozialismus. Eine Gesamtdarstellung." (ISBN 3-7632-5080-8)

Svavar Alfreð Jónsson, 16.9.2007 kl. 21:37

14 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvar hefurðu rekist á þá "skoðun margra að trúarbrögðin séu rót alls ills í veröldinni"?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.9.2007 kl. 21:53

15 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Svo má ég til með að þakka Bjarka fyrir að fyrirgefa mér drykkjubannið. Ég tek undir það að við virðum skoðanir náungans.

Þeir tímar eru held ég komnir að vel meinandi menn-  hvar sem þeir standa - þurfa að snúa saman bökum gegn öfgum og mannhatri - í hvaða mynd sem það birtist .

Svavar Alfreð Jónsson, 16.9.2007 kl. 21:57

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hjalti, það hlaut að vera að þú værir með þetta atriði á hreinu varðandi Dawkins. Jú, ég sá Kastljósþáttinn með honum, en ég man ekki hvert orð sem sagt var þar. Einhverja ástæðu sáu framleiðendurnir til að ætla að þetta nafn gæti átt við, en það er ágætt að Dawkins var á móti því.

Annars held ég að þú hafir misskilið Svavar aðeins. Hann hélt því ekki fram að einhver segði að trúarbrögð væru rót alls ills. Hann sagði að "Fórnarlömb öfgamanna og siða sem eru andstyggilegir í augum vestræns fólks efla þá skoðun margra að trúarbrögðin séu rót alls ills í veröldinni."

Theódór Norðkvist, 17.9.2007 kl. 00:24

17 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Theódór, ég er með þetta á hreinu af því að æðsti biskup Þjóðkirkjunnar hélt þessu líka fram #.  Í Kastljósþættinum sagði hann skýrt að ekkert væri rót alls hins illa. Ástæðan fyrir því að framleiðendurnir vildu þetta nafn er líklega sú að hún er meira æsandi.

Nú veit ég ekki hvernig Svavar ætti að vita að einhverjir hefðu þá skoðun að trúarbrögð séu rót alls ills í veröldinni nema með því að hafa heyrt einhvern segja það eða lesið það einhvers staðar. Nema auðvitað að hann sé að búa sér til tilbúinn andstæðing.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.9.2007 kl. 02:55

18 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Útskýringar Theódórs eru prýðilegar en í pistlinum benti ég mönnum á að lesa moggabloggið. Ekki ætla ég að benda á nein sérstök - en ef Hjalti vill fá nöfn gæti hann kannski byrjað á að grafast fyrir um þá sem ekki vildu hafa spurningamerki aftan við heitið á sjónvarpsþætti Dawkins... 

Svavar Alfreð Jónsson, 17.9.2007 kl. 20:59

19 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mér finnst það undarlegt að þér finnist útskýringar Theódórs "prýðilegar" þar sem þær voru annars vegar að benda á þætti Dawkins og hins vegar að þú hafir bara átt við að fólk væri á þessari skoðun, ekki að þú hafir orðið var við að einhver tjáði hana. Hvað varðar fyrri útskýringuna, þá á ég bágt með að trúa því að þú sért virkilega á þeirri skoðun að framleiðendur þáttanna hafi viljað nota þetta nafn vegna þess að það tjáði skoðun sína á trúarbrögðum. Síðan er út í hött af þú hafir ekki átt við að þú hafir séð einhvern halda þessu fram, þar sem þú bendir "mönnum á að lesa moggabloggið."

En ég skil alls ekki hvers vegna þú vilt ekki benda á eitthver bloggið, það myndi amk sýna fram á að einhver trúi þessari meintu "skoðun margra". Hvers vegna viltu ekki benda á dæmi?

Annars skil ég ekki alveg hver tilgangur þessarar færslu var hjá þér.

Þú bendir á að sumir séu á þeirri skoðun að samfélagið væri betra án trúarbragða. Síðan telurðu upp nokkra einræðisherra sem voru á þessari skoðun og beittu valdi sínu til þess að reyna að útrýma trúarbrögðum.

Hver er boðskapurinn? Að einræðisherrar séu vondir?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.9.2007 kl. 23:45

20 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Er einhver möguleiki á því að fá útskýringar á því hver boðskapur greinarinnar á eiginlega að vera?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.9.2007 kl. 01:56

21 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Draumurinn um útrýmingu trúarbragðanna er ekki nýr af nálinni.

Svavar Alfreð Jónsson, 20.9.2007 kl. 07:31

22 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég held að það sé nú vafasamt að setja Hitler með á lista yfir fólk sem telur heiminn vera betri án trúarbragða (hann var á móti hefðbundinni kristni og kirkjunni, en það er alls ekki það sama og að vilja heim án trúarbragða). Undarlegt að hafa hann á þessum lista, en ekki t.d. John Lennon eða Bertrand Russell.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.9.2007 kl. 18:12

23 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ég er ekki viss um að Lennon og Russel hafi viljað útrýma trúarbrögðunum þótt þeir hafi haft horn í síðu þeirra.  Alla vega gripu þeir ekki til aðgerða í þá áttina í líkingu við herramennina sem ég nefndi.

Til voru nasistar sem lögðu áherslu á trúarlegar víddir og vildu búa til nasískan kristindóm eða nýheiðni. Þeirra fremstur var Alfred Rosenberg. Hitler var lítið hrifinn af því. Árið 1938 sagði hann:

"Der Nationalsozialismus ist eine kuehle Wirklichkeitslehre shaerfster wissenschaftlicher Erkenntnisse und ihrer gedanklichen Auspraegung. Indem wir fuer diese Lehre das Herz unseres Volkes erschlossen haben und erschliessen, wuenschen wir nicht, es mit einem Mystizismus zu erfuellen, der ausserhalb des Zweckes und Zieles unserer Lehre liegt."

Svavar Alfreð Jónsson, 20.9.2007 kl. 20:09

24 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Ég er ekki viss um að Lennon og Russel hafi viljað útrýma trúarbrögðunum þótt þeir hafi haft horn í síðu þeirra."

Í laginu Imagine kemur skýrt fram að í draumalandi Lennons eiga ekki að vera nein trúarbrögð. 

Bertrand Russell talaði um trúarbrögð sem dreka sem verði að drepa ef mannkynið ætti að upplifa gullöld.

Þessir menn hefðu örugglega ekki haft neitt á móti endalokum trúarbragða.

"Alla vega gripu þeir ekki til aðgerða í þá áttina í líkingu við herramennina sem ég nefndi."

Nei, en varstu bara að tala um svona "aðgerðir"? 
Er einhver hérna á moggablogginu að hvetja til svona aðgerða?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.9.2007 kl. 22:16

25 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ef þú vilt endilega hafa Russell og Lennon á lista með Hitler, Stalín, Pol Pot, Maó og Hoxha skulum við bara segja að hann hafi ekki verið tæmandi.

Svavar Alfreð Jónsson, 20.9.2007 kl. 22:36

26 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Menn hvetja til upprætingar trúarbragðanna.  Lesið sum moggabloggin.  Benda má á að slíkar tilraunir hafa verið gerðar."

 Þetta er tekið úr grein Svavars.

 Hverjir eru það sem hvetja til sömu aðgerða og Hitler, guðfræðineminn fyrrverandi Stalín (hvað segir það okkur um guðfræðinga?) og Pol Pot?

Var þetta nokkuð enn eitt dylgjubloggið?  

Matthías Ásgeirsson, 22.9.2007 kl. 19:49

27 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Hér barst athugasemd frá vantru.is sem ég hef falið - ekki vegna þess sem þar stóð - heldur vegna þess að henni fylgdi háðmynd af krossfestingunni (ég geri greinarmun á háðmyndum og grínmyndum). Athugasemdin var brot úr grein á vantru.is sem menn geta lesið hér.  Ég vona að lesendur skilji að mér er meinilla við að birta niðrandi myndir af krossfestingunni á minni síðu. Hvað menn gera á sínum síðum er svo þeirra mál. Vilji vantru.is gera athugasemdir við það sem hér birtist fer ég þess á leit við þá að sleppa þessari andstyggilegu teikningu.

Svavar Alfreð Jónsson, 27.9.2007 kl. 13:03

28 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"ég geri greinarmun á háðmyndum og grínmyndum"

Nú mættir þú endilega fræða okkur almúgann um þennan greinarmun.  Þú ert að breytast í Jón Val Jensson.

Matthías Ásgeirsson, 27.9.2007 kl. 15:37

29 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Hvaða "ykkur-almúgann-tal" er þetta?

Muninn á háði og gríni getur þú séð með því að fletta upp í orðabókum. Ég veit að merkingarmengi þessara orða skarast en samkvæmt minni málvitund er háð fremur fólgið í spotti, niðurlægingu og vanvirðingu en grín. Ekki geri ég kröfu um að allir hafi sömu málvitund og ég og þaðan af síður sama smekk og ætla ekki að deila hér um hann. Mér finnst þessi teikning alls ekki sniðug - hún vanvirðir það sem mér finnst heilagt, hún ofbýður mér. Þess vegna vil ég ekki sjá hana á minni síðu. Þið getið haft hana á ykkar.

Eruð þið líka ekki alltaf að kvarta undan því að verið sé að troða einhverju upp á ykkur?

Og hvað kemur Jón Valur Jensson þessu máli við?

ES Þú varst bara ágætur í Kastljósinu.

Svavar Alfreð Jónsson, 27.9.2007 kl. 16:24

30 identicon

Ágæti Svavar.  Þú ættir að kíkja á vantru.is.  Þau eru búin að breyta síðunni..  Háðungarmyndinn, eins og þú kallaðir glottandi geimveruna, er farinn og síðan orðinn öll dannaðri...

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband