Karl Einfer og Fćreyingurinn sem fékk ekki Nóbelsverđlaunin

husavik[1]Nú bylta menn sér í rúmunum og fá ekki sofiđ út af lóđum á Húsavík. Útbođ er framundan og hćgt ađ ná sér í landskika austur ţar fyrir tiltölulega lítinn pening. Lóđirnar má svo selja fyrir stórfé ţegar álversblómiđ teygir krónu sína upp úr ţingeyskri grund.

Ég skrifađi einu sinni pistil á tru.is sem hét "Virkjum orđróminn!". Ţar rifjađi ég upp smásöguna "Völuspá á hebresku" eftir Halldór Laxness. Karl Einfer, hetja sögunnar, kunni ţá list ađ virkja orđróminn. Hann var í útrásinni, spákaupmađur og skáld, sem orti á dönsku til ađ kenna dönskum skáldum ađ yrkja - en á frönsku sér til skemmtunar.

Einfer sá aumur á fćreyskum barnakennara, Jeggvani frá Trangisvogi, sem hafđi flćkt sig í skuldir í kóngsins Kaupmannahöfn. Greip hann til ţess klókindabragđs ađ láta ţá sögu fá fćtur ađ Jeggvan vćri viđ ţađ ađ fá Nóbelsverđlaunin. Ţađ ţóttu mikil tíđindi og voru blađamenn sendir í kippum til Fćreyja. Jeggvan barnakennari geymdi kvćđi sín í ţúsundavís í kistum á háalofti sínu. Í sögunni segir:

„Jeggvan var spurđur hvernig hann hugsađi til Nóbelsverđlaunanna og hann sagđi vel, og hvađ hann ćtlađi ađ gera viđ ţau og hann sagđi ađ ţau mundu „renna inní húsholnínguna", en ţađ ţótti mörgum fyllirafti á Norđurlöndum miđlungi skáldlegt svar."

Ţegar viđtöl blađamanna viđ ţennan fćreyska barnakennara höfđu birst í dönskum blöđum ţekkti hvert einasta mannsbarn í Danaveldi Jeggvan frá Trangisvogi sem var viđ ţađ ađ fá Nóbelsverđlaunin. Var Karl Einfer ekki lengi ađ koma dönskum peningamönnum í skilning um ađ slíkur mađur mćtti ekki hafa smáskuldir en ţyrfti eitt stórt lán til greiđslu hinna smćrri.

Svo heldur sagan áfram:

„Síđan leiđ framá haustiđ og Nóbelsverđlaunum var úthlutađ - einhverjum miklu verri manni. Og frćgđ Jeggvans sem fékk ekki Nóbelsverđlaunin féll í gleymsku og dá eingu síđur en frćgđ ţess sem fékk ţau."


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- segđu svo ađ viđ séum ekki ađ skapa ţetta sjálf! Ţar ađ auki erum viđ öll gestir á ţessari jörđ og eigum harla lítiđ ţegar viđ yfirgefum hana, nema reynsluna.

Vilborg Eggertsdóttir, 17.9.2007 kl. 17:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband