Vandi veraldar

thvotturHlátur barnanna. Nýlagað kaffi. Sláttur handklæðanna á þvottasnúrunni. Glaðlega afgreiðslukonan í búðinni. Karlakórssöngurinn í útvarpinu. Soðin ýsa. Bóklesturinn á koddanum. Brandari vinnufélagans. Hressandi sturta. Kvöldblærinn inn um svefnherbergisgluggann. Blómið á borðstofuborðinu.

"Sá er mikill vandi veraldar, að meira virðist allt það, er sjaldnar verður, þó að til þess sé minni tilkvoma, en það virðist minna, er auðgætara er, þó að það sé raunar meira."

(Íslensk hómilíubók)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það sem er innan gæsalappa skil ég ekki. Þó er ég búin að lesa þann texta fjórum sinnum. Fyrri partinn er ég aftur á móti í mikilli nálægð við. Vantar íslenskt orð yfir að relate-a, ef þú skilur hvað ég á við. Hvað getur verið ljóðrænna en akkúrat þetta; hversdagsleikinn settur fram á þennan hátt.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.10.2007 kl. 12:17

2 Smámynd: krossgata

Jamm, þeir virðast ekki hafa verið að einfalda mál sitt þarna í gamla daga, en mér sýnist tilvitnunin vera um það hversdagslega sem virðist svo lítið en er mikið verðmætara en það sem sjaldgæfara er og sýnist svo stórt og merkilegt en er það ekki endilega.  Vel til fundin tilvitnun, efnislega - en ekki svo þjál.

krossgata, 6.10.2007 kl. 13:41

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Svo satt. Hamingjan er hér og nú.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 6.10.2007 kl. 20:58

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það eru litlu hlutirnir sem gefa lífinu lit .

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.10.2007 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband