Móðurást

modurastEf til vill er hugtakið „móðurást" ekki viðeigandi á okkar tímum. 

Er það ekki karlremba að ætla móðurinni einhverja sérstaka ást til barna sinna, með öllum þeim skuldbindingum og ábyrgð sem því fylgir?

Nú á dögum eru mæður heldur ekkert nauðsynlegar - nema þá kannski sem einhvers konar meðgöngumaskínur.

Fjöldi barna missir mæður sínar eða elst upp fjarri þeim.

Ef við tölum um einhverja sérstaka „móðurást", erum við þá ekki að segja að þau börn búi við lakari uppeldisaðstæður og verra atlæti sem aldrei kynnast raunverulegri móður sinni?

Svo eru mörg dæmi um alveg afleitar mæður.

„Þú varst líknin, móðir mín,

og mildin þín

studdi mig fyrsta fetið,”

yrkir Örn Arnarson, eitt þeirra fjölmörgu skálda sem gerði falleg og hástemmd kvæði um móðurástina.

Er þannig skáldskapur aðeins arfur liðinna tíma?

Hvað er svona sérstakt við móðurástina?

Lítill strákur, freknóttur með útstæð eyru, alltaf grenjandi, linur, lélegur í íþróttum, gengur illa í skólanum, kennararnir kvarta, óvinsæll, á enga vini.

Móðirin á þennan dreng. Hann er gimsteinninn hennar. Hún fæddi hann í heiminn. Hann er hennar. Hún elskar hann.

Hún er líknin hans í hörðum heimi. Mildi hennar bjargar honum. Hún lætur hann finna að hann er dýrmætur og elskaður eins og hann er.

Auðvitað er til föðurást og foreldraást en þeir sem kynnst hafa móðurást vita að hún er engri ást lík. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju varð ekki allt vitlaust hér á landi vegna þessara fréttar?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 17:28

2 identicon

Kanski á litli freknótti peyinn með útsæðu eyrun ekki góða móðir ?sem er raunveruleiki margra barna því miður.Ég geri það ekki að yrkisefni hér það er of dapurt,enda kemur þú inn á það.En umræðan er góð mjög góð fyrir minn smekk.Föðurástin er líka falleg og vanmetin í allri umræðu,ég er að verða sextug og þekki föðurásina svo innillega vel og bý að henni alla tíð.Það sem ég held að sé sérstakt við foreldra ást er einfaldlega það að hún er skilyrðislaus,hef áður komið inn á þá tegund ásta hér.Svo spurningin hér er,getur ekki öll ást verið skilyrðislaus ?er það ekki eina sanna ástin ?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 18:23

3 Smámynd: Júdas

Er ekki móðurástin ofmetin?  Henni hefur verið haldið á lofti sem draumkenndri ofurást og konur sjálfar hampa henni endalaust án þess að hafa hugmyndu um það hversu sterk föðurástin er.  Gæti hún ekki bara verið sterkari? 

Júdas, 2.11.2007 kl. 18:36

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir þetta Svavar. Það talar hver út frá sér. Ég elska börnin mín skilyrðislaust. Þau gera alls konar vitleysu en alltaf elska ég þau. Ef einhver gerir á þeirra hlut er ég komin sem ljónynja til að verja þau. Bjarga þeim út úr ógöngum og  er í raun hættulega meðvirk! Þegar þau eru veik vita þau hver kemur og huggar þau og strýkur á þeim bakið ... Nýlega sagði 26 ára dóttir mín að ef hún yrði alvarlega veik myndi hún flytja heim til mömmu þó hún sé í sambúð, - tæki bara karlinn og barnið með - því þar fengi hún bestu ummönnunina og dekrið...

Held samt líka að það sé til mikil föðurást - líklegast persónubundið eins og móðurástin og misjafnt hversu miklu fólk er tilbúið að ,,fórna" fyrir börnin sín..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.11.2007 kl. 19:20

5 identicon

Júdas,skrítið að ávarpa þig ! auðvitað er hún oft ofmetin eins og allt í lífinu,raunar held ég að til sé mæðra fasismi....þar sem konan heldur að í skjóli mæðraveldis sé hún góð.Verandi vond.En það er önnur saga.Viðhorf dóttir Jóhönnu er athyglivert,"flytja heim til mömmu"verði hún veik ?mitt kalda mat þarna er að dóttir Jóhönnu er að skjalla móðir sína og/eða er illa gift.Jóhann á kollgátuna þar sem hún ræðir um meðvirkni sem hún virðist samt svolítið dýrka í frásögu sinni.Jóhanna Magnúsar-Völudóttir,trúðu ekki öllu sem þú heyrir.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 19:38

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég segi eins og Gísli, mér fannst þessi frétt vekja furðu litla athygli hér á landi, hvarf í skuggann af fjármálafréttunum, býst ég við.

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.11.2007 kl. 12:00

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hallgerður, eins og ég sagði áður;það talar hver út frá sér ..  ..  Þér finnst eðlilegast að þegar dóttir mín talar svona að hún sé að mæra móður sína og/eða eigi vondan mann. Kannski þekkir þú ekki svona einlægt samband mæðgna.   

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.11.2007 kl. 18:21

8 identicon

Að mæra e.h.er að hrífast.Það sem ég á við þarna er einfaldlega þetta,þegar kona hefur náð þeim aldri að giftast og eiga börn þá er hún komin í það arhvarf sem á að blífa.Að fara heim í foreldra hús þegar e.h.bjátar á er öfugusnúningur og hefur ekkert að gera með ást á foreldri.Ég á svo ég svari spurningu þinni ágæta fjöldskyldu,en mér þætti það svona heldur snúið ef ég fengi skarann heim ef flensa hráir mannskapinn.Þetta hefur held ég með það að gera að klippa á naflastrenginn.Allt hefur sinn tíma Jóhanna.Það hefur sinn tíma að elska,það hefur sinn tíma að setja mörk.En elska samt.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband