Vissara aš fį sér bara rękjusamloku

samlokuaetaĮ fyrri hluta sķšustu aldar var hreint magnašur prédikari ķ Berlķn. Fólk flykktist ķ kirkjuna til aš hlusta į hann. Ekki įttu žó allir kost į žvķ. Sumir žurftu aš vinna į sunnudagsmorgnum. Žar į mešal voru buršarmennirnir į ašalbrautarstöš borgarinnar.

Hinn fręgi prédikar brį žvķ į žaš rįš aš lįta prenta ręšur sķnar og bauš aš žeim skyldi dreift mešal vinnandi stétta.

Einn žeirra sem annašist dreifinguna fór į brautarstöšina og bauš žar buršarmanni eitt stykki prédikun eftir hinn kunna kennimann.

Buršarmašurinn afžakkaši hana pent. Kvašst hafa heyrt aš žessi prédikari vęri alveg einstaklega snjall. Lęsi hann ręšu eftir hann vęri vibśiš aš hann yrši fyrir djśpstęšum įhrifum af žeim lestri og žyrfti jafnvel aš breyta lķfi sķnu. Hann kęrši sig ekki um žaš.

Ég mundi eftir žessari sögu žegar ég horfši į Edduna ķ kvöld. Žar var birt brot śr mynd sem er ķ vinnslu og var einhvern veginn svona:

Mašur kemur inn į bensķnstöš viš žjóšveginn. Hann skošar mynddiska sem žar eru til śtleigu. Tekur eina mynd śr rekkanum, sżnir afgreišsludömunni og spyr:

"Góš?"

"Breytir lķfi žķnu," svarar konan.

Mašurinn kvašst ekki hafa įhuga į neinum breytingum.

Žį spyr hśn:

"Af hverju fęršu žér žį ekki bara rękjusamloku?"


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Baldur Kristjįnsson

Góšur!  kv.  B

Baldur Kristjįnsson, 12.11.2007 kl. 21:19

2 Smįmynd: Žorsteinn Gunnarsson

Kv. ķ Heišardalinn

Žorsteinn Gunnarsson, 13.11.2007 kl. 00:58

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband