13.11.2007 | 08:25
Óvinir Íslands: Enn er hægt að komast á listann!
Heimsræflarnir á rasistasíðunni skapari.com eru með lista yfir helstu óvini Íslands. Eru þar margar prýðismanneskjur.
Þeir skaparamenn eru svo liðlegir að bæta fólki á listann sé þess óskað. Þannig tókst bloggvini mínum Hreiðari Eiríks að komast á hann enda fylginn sér. Einnig guðfræðinemanum Þorkeli Ágústi Óttarssyni.
Enn eru því möguleikar á að fá sig metinn sem óvin fósturjarðarinnar og hvet ég fólk til að drífa í því. Þetta er ekki amalegur félagsskapur.
Sakar ekki að undirritaður er á listanum því þar eru að sjálfsögðu allir prestar landsins.
Athugasemdir
Og geta bara allir vera með ?
Jónína Dúadóttir, 13.11.2007 kl. 08:34
Geta bara allir "fengið" að vera með !
Jónína Dúadóttir, 13.11.2007 kl. 08:35
Blessaður Svavar. Ég er stoltur af því að vera á sama lista og það fólk sem nafngreint var á lista síðunnar yfir "óvini Íslands". Ég get þó engan veginn sagt að ég sé jafningi þessa sómafólks. Ég hef hins vegar tekið þá stefnu að taka alltaf skýra afstöðu gegn kynþáttahyggju og mannréttindabrotum og því ákvað ég að standa með þeim hópi sem þarna var ráðist svo snautlega á.
Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 08:55
Þú ert Gull og Gersemi Hreiðar Eiríksson! kv. B
Baldur Kristjánsson, 13.11.2007 kl. 09:53
Hreiðar hvernig kemst maður á þennan lista? hvað þarf ég að gera?
Guðrún Lilja, 13.11.2007 kl. 11:33
Æi er hún ekki komin langt út fyrir að geta verið kölluð "djók" ?
Jónína Dúadóttir, 13.11.2007 kl. 12:15
Þetta er viðbjóður ekkert annað. Best að vera ekki að auglýsa þessa síðu neitt, þjónar litum sem engum tilgangi.
Linda, 13.11.2007 kl. 12:49
Auðvitað fordæmi ég þessa vitleysinga sem halda úti þessari síðu en í leiðinni þá komst ég ekki hjá því að hugsa þegar þú nefndir að allir prestar væru á þessum lista, að þar værir þú að ýja að því að vondir menn hötuðu presta og því ættu allir að skipa sér í fylkingu með prestum og kristni
Þannig virkaði þetta að hluta til, sorry ef það er misskilningur hjá mér.
DoctorE (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 13:07
Þetta er helber misskilningur hjá þér, dokksi minn. Góðum mönnum er guðvelkomið að hata presta líka.
Svavar Alfreð Jónsson, 13.11.2007 kl. 13:09
thessi madur hefur eflaust att vonda aevi...eda lidur bara svona illa.
SM, 13.11.2007 kl. 17:20
Ég skammast mín nánast fyrir að vera hluti af mannkyninu þegar svona úrhrök eru til. Grín eða ekki finnst mér þetta ógeðsleg síða og ég fyrirlít skoðanir þeirra.
Darri Rafn (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 17:46
Ég get ekki neitað því að greinin "Case against the JEWS" eftir Marcus Eli Ravage er ansi áhugaverð. http://www.skapari.com/movies_002.htm
Ragnheiður (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 22:21
já, heimur hnignandi fer...úff, þetta er einhver veiki í þessu blessaða fólki.
alva (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 00:49
Hvað er að gerast í þessu þjóðfélagi í dag? allt að verða brjálað
Guðrún Lilja, 14.11.2007 kl. 10:27
Hafði aldrei heyrt um þessa síðu eða þá þennan "félagsskap" Hef lesið margt yfir ævina en annað eins drullumall hef ég aldrei séð. Greindarvísitala þarna á við sæmilegasta ljósastaur.
Guðni Már Henningsson, 14.11.2007 kl. 10:28
ég er alveg sammála þér Bryndís þetta er virkilega sjúkt fólk.
Guðrún Lilja, 14.11.2007 kl. 10:29
Eins og Púkinn benti á hér, þá hefur þessi síða tengsl við sköpunarkirkjuna svokölluðu, ssem hefur verið bendluð við athæfi eins og að birta heimilisföng aðila sem þeir telja réttdræpa.
Púkinn, 14.11.2007 kl. 17:53
Sé að lénið - skapari.is - er laust. Ef einhver hefði áhuga...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 16.11.2007 kl. 14:00
Ja, ég hef aldrei heyrt af þessari síðu, enda nýr í bloggheiminn. Athugaði hana og gæti nú vel hugsað mér að úthúða henni og fá kast yfir því að svona "drullumalli" eins og komist hefur ágætlega að orði hér að ofanverðu. En er ekki réttast að biðja fyrir svona mönnum?
Ransu, 18.11.2007 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.