14.12.2007 | 15:56
Hjólið og boðorðin
Einn sunnudaginn kom presturinn inn á lögreglustöð og sagði sínar farir ekki sléttar. Hjólinu hans hafði verið stolið.
Lögreglumanninum hugkvæmdist snjallráð.
"Næsta sunnudag skaltu taka fyrir boðorðin tíu í prédikuninni. Þú skalt fylgjast vel með áheyrendunum þegar þú kemur að boðorðinu "þú skalt ekki stela". Verði einhver flóttalegur eða vandræðalegur er ekki ólíklegt að sá geti haft þjófnaðinn á samviskunni."
Að viku liðinni kom presturinn aftur á lögreglustöðina. Hann fór beint til lögreglumannsins og sagðist vilja þakka honum fyrir sig. Ráð hans hefði dugað.
"Grunaði mig ekki," sagði lögreglumaðurinn, "kauði hefur farið í kerfi þegar þú fórst að tala um að ekki mætti stela."
"Nei, þannig var það reyndar ekki," svaraði prestur, "enginn lét sér bregða þegar ég ræddi um það boðorð.
En þegar ég kom að boðorðinu "þú skalt ekki drýgja hór" mundi ég hvar ég hafði skilið hjólið eftir."
Athugasemdir
LOL .... þessi hittir algjörlega í mark hjá mér núna, takk fyrir hláturskastið!!
Maddý (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 17:04
Æ þessi er "gargandi snilld" og enn betri þegar hann kemur frá prestinum sjálfum :)
bestu kveðjur :)
Hólmgeir Karlsson, 14.12.2007 kl. 18:20
Jónína Dúadóttir, 14.12.2007 kl. 18:39
Eini presturinn sem ég man eftir að hafi ferðast um á hjóli var Don Camillo.
Marga syndina neyddist hann til að játa fyrir herra sínum á krossinum en ekki man ég eftir að þeir ræddu neitt um þá holdsins undanlátsemi sem hér er gefin í skyn.
Ef ég yrði spurður um besta skáldverk sem ég hefði lesið kæmi það´mér í vandræði að finna eitthvað sem stæði framar en sú magnaða snilld: Sögur af Don Camillo.
Árni Gunnarsson, 14.12.2007 kl. 19:10
Prestur þó ;-)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.12.2007 kl. 21:53
þetta minnir mig á nokkuð,,
'Eg hef séð óléttan prest á reiðhjóli .
Það var á hún séra Dalla Þórðardóttir,þá prestur á Bíldudal.
Dagbjört (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 12:02
Helga Linnet, 15.12.2007 kl. 14:34
Prestur nokkur var að prédika yfir söfnuði sínum. Í lok ræðunnar tilkynnti hann að í næstu guðsþjónustu myndi hann prédika út frá 8. boðorðinu (Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum)
Um leið sagði hann fólkinu að það skyldi lesa sautjánda kafla Markúsarguðspjalls fyrir guðsþjónustuna.
Næsta sunnudag í upphafi guðsþjónustunnar segir hann: "Jæja, þið munið hvað ég setti ykkur fyrir að lesa fyrir daginn í dag. Hve margir lásu sautjánda kafla Markúsarguðspjalls heima?" Flestir safnaðargestir réttu upp hönd.
Þá segir prestur: "Það er greinilega engin vanþörf á því að fjalla um 8. boðorðið. Það eru nefnilega bara sextán kaflar í Markúsarguðspjalli!"
Theódór Norðkvist, 17.12.2007 kl. 08:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.