Við jötu þína, Jesús

Ég sendi öllum lesendum þessarar bloggsíðu

mínar bestu óskir um blessunarríka jólahátíð.

Guð geymi ykkur öll.

candle2[1]

 

Við jötu þína, Jesús,

ég játa mína trú

á þig sem forðum fæddist

og frelsar hér og nú.

Í þínum opnu augum

er undursamleg þrá

um nokkuð miklu meira

en mannlegt hjarta á.

 

Þitt hold er bróðir blómsins,

þitt bros er systir mín.

Þú þarfnast móðurmildi

því mennsk er vera þín,

en þó ert þú frá himni

og þú ert sjálfur Guð

og öll þín ár á jörðu

af englum vegsömuð.

 

Ég ljós á kerti kveiki

og kyrri mína sál.

Ég horfi út í húmið

og heyri englamál.

Ég skynja miklu meira

en mannsins auga sér:

Sú gjöf sem jatan geymdi

er Guð að játast mér.

 

Svavar Alfreð Jónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gleðileg jól.

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.12.2007 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband