Byrjaður á jólainnkaupunum

images[8]Ekki lærir mannskepnan af reynslunni.

Ár eftir ár kaupum við alls konar varning á uppsprengdu verði fyrir jól, vitandi að strax eftir jól er allt klabbið falt fyrir smáaura.

Í gær keypti ég mér londonlamb með sjötíu prósenta afslætti og í dag fékk ég mér þessa fínu úlpu á sömu kjörum.

Útsölurnar eru sem sagt byrjaðar og ef eitthvert vit væri í manni keypti maður allar jólagjafir núna ítem hátíðarklæðnað.

Þessa dagana bjóða þeir meira að segja upp á bifreiðar sem kosta kúk með kanil.

Jólamaturinn er boðinn á þvílíku absúrdverði að varla tekur því að borga hann. Upplagt að fylla frystikistuna af honum næstu dagana.

Eftir rúma ellefu mánuði veiðir maður svo hróðugur upp úr henni frostþurrkað lambalæri og klakabrynjaðan kalkúna. Geymslubragðið hverfur með sæmilega öflugri maríneríngu. Gefur bækurnar sem komu út fyrir þessi jól og lætur sig hafa það að klæðast ársgamalli tísku.

Þannig er hægt að græða stórfé á næstu jólum.

Og með fyrirhyggjunni ætti maður síðan að geta gert óvenju vel við sig páskana þar á eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Verði þér að því góðu.

Sigríður Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 21:47

2 identicon

Londonlamb með úlpu, mmmmm.... slurp-slef, hvenær eigum við heiðurshjónin að mæta ? YHH

Yrsa Hörn Helgadóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 21:02

3 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þið gömlu hjónin eruð alltaf velkomin.

Bara ekki gleyma tönnunum.

Mixerinn okkar er bilaður.

Svavar Alfreð Jónsson, 11.1.2008 kl. 21:35

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Abb babb abb ... ertu ekki að gleyma fjármagnskostnaðinum núna. Stýrivextir Seðlabankans 13,75% og eiga örugglega eftir að hækka. Vextir bankanna á bullandi uppsiglingu þar sem enn er eftir að bæta upp hrun verðbréfanna sem áður hafa skapað huglæg tilbúin verðmæti, sælu og uppgang. Ég spái því að frostþurrkaða lambið veði orðið dýrt í kistunni um næstu jól, svo ekki sé minnst á rafmagnið sem fer í að þurrka það upp og rýra, he he  ..

Hólmgeir Karlsson, 12.1.2008 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband