Kirkjur og fjöll

Vadalfjoll[1]Menn fara á fjöll til að skjóta rjúpur, keyra á jeppum, þjóta á vélsleðum, til að komast á framandi staði og vera víðsfjarri stressinu og hávaðanum sem ríkir á flatneskjunni.

Fjöll hafa mikið aðdráttarafl og á hverju ári kostar mikla peninga að ná fólki þaðan.

 

Sumir hafa þessa fjallaáráttu á hornum sér og skilja ekkert í henni en ég held að flestir sjái að eitthvað seiðandi er við fjöllin, jafnvel heilagt.

Einfaldasta skýringin á kynngi fjallanna er sú að þau eru hærri en landið umhverfis þau. Af þeim er styttra upp í himininn en af láglendi. Fjöllinn benda upp til stjarnanna og þangað sem Guð á heima, samanber orðin:

"Faðir vor, þú sem ert á himnum."

Þess vegna ættum við að vera nær Guði hérna á Brekkunni en þeir sem búa t. d. niðri á Eyri.

Kirkjuturnarnir benda upp eins og fjöllin.

akirkja2Sagt er að þegar Guðjón Samúelsson hafi sest niður til að teikna Akureyrarkirkju hafi hann haft Vaðalfjöll að fyrirmynd.

Vaðalfjöll standa u. þ. b. 100 metra upp úr heiðinni fyrir ofan Berufjörð og Þorskafjörð í Reykhólahreppi. Þau blasa við frá Skógum í Þorskafirði þar sem sr. Matthías Jochumsson fæddist - eins og Akureyrarkirkja gnæfir yfir Sigurhæðum, húsi skáldsins á Akureyri.

Mörgum finnst kirkja án turns hálfgert plat og engin alvörukirkja. Kannski vegna þess að turnlaus kirkja bendir ekki afdráttarlaust til himins og myndar ekki sýnilega tengingu við æðri heima.

Kirkjur og fjöll eiga margt sameiginlegt. Margir fara á fjöll til að komast frá skarkala heimsins. Við förum líka í kirkjurnar til að finna þar frið og ró.

Á fjöllum er fjallafriður.

Friður kirknanna er himneskur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sem ég bý niður á Eyri, þá er ég feginn að Guð fer ekki í manngreinarálit, annars í sambandi við fjöllin.. eru þau ekki kirkjur náttúrunnar??

Bubbi J. (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 23:19

2 Smámynd: Ingólfur

Þær eru margar fallegar kirkjurnar og þar á meðal er Akureyrarkirkja.

Það vita líka allir sem hafa lært eitthvað um arkitektur að kirkjur hafa í gegnum tíðina hefur kirkjan lagt áherslu á að byggja kirkjur sem fengu íbúa landsins til "finna fyrir mikilfenglega guðs". Oft með miklum fórnarkostnaði fyrir þegnana en um leið fór arkitektúrnum líka fram.

Ég get hins vegar lofað þér að maður er engu nær guði í stærstu kirkjunum en úti í náttúrunni, nema síður sé. Þ.e.a.s. ef það er til guð. 

Ingólfur, 17.2.2008 kl. 01:02

3 Smámynd: Landfari

Góð samlíking og örugglega mikið til í henni. Aldrei séð fjöllin frá þessu sjónarhorni fyrr þó ég hafi mjög gaman af að fara á fjöll.

Takk fyrir.

Landfari, 17.2.2008 kl. 10:00

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Góð færsla SVavar. En menn fara ekki aðeins á fjöll í ýmsum erindagjörðum, menn búa líka upp um öll fjöll og firnindi!

Til dæmis þekki ég fólk er býr og hefur búið á FJÖLLUM, bæ í Kelduhverfi og hinn þjóðþekkti Ættfræðingur Indriði Þorkelsson, faðir t.d. þekktra manna á borð við Indriða og Ketil, bjó á FJALLI í Aðaldal!(nokkuð syldir mér í föðurætt móður minnar.)

Og sömuleiis býr fólk og hefur búið á FELLI eð FELLUM!N'u svo má ekki heldur gleyma að kirkjur hafa líka verið reistar hátt á fjöllum, á Möðrudal til dæmis og Fjallkirkja Gunnars Gunnarssonar var nú líkast til þar eystra líka, á Fljótsheiðinni held ég!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.2.2008 kl. 17:45

5 identicon

Til er góð dönsk setning um þessar pælingar:
"Det er bedre at være ude i naturen og tænke på kirken, end at sidde inde i kirken og tænke på naturen"
Ég hugsa að "naturen" í þessu tilfelli taki líka til fjalla, þó ekki sé mikið af þeim í Danmörku

ásgeir páll (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband