26.2.2008 | 22:01
Kirkjan og nasisminn
Þann 4. nóvember árið 1942 efndi Ameríkudeild Alkirkjuráðsins til hádegisverðarfundar í New York. Ræðumaður var norski stjórnmálamaðurinn Johan Ludwig Mowinckel, frjálslyndur jafnaðarmaður, sem gegnt hafi embættum forsætis- og utanríkisráðherra í heimalandi sínu.
Þegar Þjóðverjar hertóku Noreg árið 1940 flýði Mowinckel landið ásamt útlagastjórninni. Hann talaði máli Noregs í Bandaríkjunum en lést þar árið 1943.
Tæpu ári áður flutti hann þessa ræðu sem hann nefndi "The Fight of the Norwegian Church".
Ég birti hér kafla úr ræðu Mowinckels.
Þar lýsir hann aðstæðum norsku Þjóðkirkjunnar og uppbyggingu hennar auk þess sem hann segir frá innrás Þjóðverja og valdatöku nasista eftir uppgjöf norska hersins.
"It soon became apparent that the Norwegian Church as well as the religious life in Norway was in grave danger. The pressure became increasingly strong, with an ever-growing demand that the Church not only adopt the New Nazi Order, but that it should also give the Order its blessing."
Baráttan var rétt að byrja. Stormsveitir Quislings réðust á skóla og menningarstofnanir, kennarar og prófessorar voru handteknir, norska lagakerfið var afnumið með þeim afleiðingum að hæstaréttardómarar sögðu af sér og norskum prestum var tilkynnt að þeir væri ekki lengur bundnir þagnareiði.
15. janúar 1941 sendu biskupar norsku kirkjunnar frá sér mótmælabréf. Mowinckel vitnar í hluta þess í ræðu sinni.
"When the authorities permit acts of violence and injustice, and exert pressure on our souls, then the Church becomes the defender of the people's conscience."
Norska leppstjórnin gerði allt til þess að hindra útbreiðslu bréfsins og með lögregluvaldi var reynt að koma í veg fyrir að það yrði lesið upphátt í kirkjum landsins.
Mowinckel segir frá frekari aðgerðum nasista gegn kirkju og kristni í Noregi:
"Even Luther's catechism was revised to fit into the New Order. Pastors were discharged all over the country, but their congregations remained faithful to them."
Þann 1. febrúar árið 1942 marseruðu nasistarnir inn í dómkirkjuna í Niðarósi, þjóðarhelgidóm Norðmanna, og lokuðu henni þannig að prestur kirkjunnar, Fjellbu, gat ekki embættað þar. Á þriðja þúsund manns stóðu fyrir utan kirkjuna og sungu hinn forna sálm Lúthers "Vor Guð er borg á bjargi traust". (Hann má lesa hér í íslenskri þýðingu.)
Atburðirnir í Niðarósi leiddu til þess að séra Fjellbu var leystur frá störfum og handtekinn.
Hinir sjö biskupar norsku kirkjunnar gripu þá til þess ráðs að segja af sér enda töldu þeir sér ekki lengur fært að gegna embættum sínum. Í uppsagnarbréfi sögðu þeir:
"The Bishops of the Norwegian Church would be unfaithful to their calling if they continued as part of an administration, which in this manner and without ecclesiastical reason offends the congregations and adds injustice to violence. I therefore give notice that I hereby resign my office. That is to say, I give up the office with which the State has entrusted me. The spiritual mission which was bestowed upon me when I was consecrated at the Altar of the Lord is still mine with all rights and privileges. It is still my office to preach the gospel, to watch over the congregation, and to be the spiritual guide of the Clergy. I shall in the future carry on in this Mission so far as is possible for one who is not a government official. But to continue administrative cooperation with a State that violates the Church would be to betray the holiest of holy."
1.100 af 1.139 prestum norsku kirkjunnar fylgdu fordæmi biskupa sinna.
Eivind Berggrav, Oslóarbiskup, var fangelsaður.
Þessu næst létu nasistar á ný að sér kveða í skólum landsins, eða eins og Mowinckel segir frá í ræðu sinni:
"The Quislings now took a new decisive step declaring that the schools and the teachers should adhere to the philosophy of the New Order. At the same time, and in keeping with the New Order, the education of children was to be organized along lines which would altogether remove them from the influence of their parents and of their homes."
Kirkjan brást við með yfirlýsingu sem lesin var upp við páskamessur sama ár. Þar segir:
"The Church would fail in its duty towards Christian education were it to stand by and calmly watch a secular Power plan the moral and spiritual education for Children and Adults independent of, and contrary to all Christian precepts. Parents and Teachers must not be forced to violate their conscience and leave Children to be brought up in a way which will revolutionize their minds, and introduce a lasting spiritual injury altogether foreign to Christianity."
Stuttu áður en Mowinckel flutti þessa ræðu á hádegisverðarfundinum í New York barst norsku leppstjórninni bréf frá norsku kirkjunni. Mowinckel hafði undir höndum eintak af því. Þar stendur m. a.:
"Here we stand today. God has given us grace and strength to stand up under all that has befallen us. We have been sustained by the prayers and the faith of our ministers and congregations. At this moment we do not know whether it will be negotiations with the Church or an open breach. But even so, we stand fearlessly here."
Það er mikið í húfi í baráttu norsku kirkjunnar, segir Mowinckel:
"And this all the more so as it is not only a fight by the Church to protect the Church, but to safeguard the spiritual and cultural life on the whole, which has been subjected to the most brutal violation. The Nazi religion will neither tolerate the continuation of spiritual freedom, nor the free and scientific life and work at the universities, nor the wholesome activities of the schools."
"The Church is also protecting the homes. For even into the holiest of the holy in the homes, into the relationship between parents and children has the New Order violently thrust itself. The Nazis demand that children hardly out of their cradles be surrendered and given over to compulsory education, and be altogether removed from parental influence."
Mowinckel heldur áfram:
"The Church is the leading factor in this fight to safeguard and protect Culture, Science, Schools and Homes. With the Lutheran State Church stand all other denominations, Protestant and Catholic, firmly and unbreakably together. It has become an "Ecclesia militans"."
"It is truly a cultural fight. It is two different phases of culture, two spiritual elements that fight each other. It is two kinds of faith, two religions."
Mowinckel vitnar í bók sem þá var nýkomin út í Þýskalandi, "Gott und Volk - Soldatisches Bekenntnis". Þar segir höfundur bókarinnar að kynslóð hans hafi sagt skilið við gamlar trúarsetningar. Nokkrar tilvitnanir í bókina eru í ræðu Mowinckels.
T. d. þessar:
"We have deviated from the Jewish fables..."
"Christianity is but a sprout on the tree of Judaism."
"It is the religion of the small and the weak, the religion of cowardly and pitiable people."
"We Germans have by fate been chosen to be the first to break with Christianity. To us it is an honor."
Lokaorð Mowinckels eru:
"I feel this will suffice to make clear to you all that is involved in this war. It is not only a war for liberty and democracy. It is a war for deep spiritual ideals. It is a war for a culture that dates back some two thousand years, for an ethical conception which has formed the basic principles of civilisation for a whole world, and which is now being threatened in its innermost being."
"It is in this World Struggle for total freedom, the Church of Norway courageously takes her place. It is a struggle in which all Christian Churches throughout the world, even the German Church, of necessity, must stand together, because it vitally concerns the future of them all."
Ræðu Mowinckels er að finna hér.
Athugasemdir
Miklar þakkir áttu skildar, séra Svavar Alfreð, fyrir þessa afar gagnlegu samantekt og þetta ljósa og góða yfirlit – langt, en þó afar spennandi í lestri – um baráttu Mowickels og trúsystkina hans í Noregi. Sannarlega eiga Norðmenn heiður skilinn fyrir viðnám sitt allt gegn nazismanum, en kirkjan norska á sinn ómælda hlut í þeim heiðri líka.
Þakka þér líka fyrir að miðla til okkar þeirri staðreynd, sem blasir við af þessum textum, hvernig Seinni heimsstyrjöldin var líka hugmynda(fræði)legt stríð, átök góðs og ills, sannleika og lygi, siðagilda og þeirrar grófu ómennsku sem þóttist þó geta íklæðzt göfgi æðri hugsjóna! – Þakka þér fyrir að minna á andkristið eðli nazismans, jafnvel herskáa stefnu hans gegn kristindómnum, sem sumir andlegir blindingjar í samtíð okkar vita ekkert af og voga sér jafnvel að tala um Hitler og sumt af hans illþýði sem "kristna menn"! (sbr. hins vegar innlegg mitt 17. febr. 2008 kl. 22:44 neðst á þessari vefslóð). – Með kærri kveðju og ósk um Guðs blessun,
Jón Valur Jensson, 27.2.2008 kl. 02:51
Matthías Ásgeirsson, 27.2.2008 kl. 20:32
Ég þakka Matthíasi fyrir að taka upp hanskann fyrir andlegu blindingjana og hvet þá sem aðra lesendur að lesa sálminn "Vor Guð er borg á bjargi traust" sem vísað er á í færslunni.
Góður vinur benti mér á það í dag að sálmurinn hefði galopnast fyrir sér í þessu samhengi.
Svavar Alfreð Jónsson, 27.2.2008 kl. 20:50
Þeir taki bara sneið mína til sín sem eiga hana – en getur verið, að Matthías þessi, formaður Vantrúar, sé einn þeirra?
Jón Valur Jensson, 27.2.2008 kl. 21:11
Oft hef ég verið kallaður dóni og ofstækismaður af viðkvæmum trúmönnum. Aldrei hef ég samt kallað hópa trúmanna andlega blindingja.
Séra Svavar og Jón Valur eru nefnilega, eins og svo margir trúbræður þeirra, ótrúlega miklir hræsnarar. Það skiptir öllu máli hvort sá sem ræðir heitir Jón eða séra Jón.
Matthías Ásgeirsson, 28.2.2008 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.