3.4.2008 | 14:18
Lygilega sennilegt
Sá sem er fullvaxinn býst ekki við frekari vexti.
Sá hættir að þroskast sem telur sig fullþroska.
Sá sem er fullorðinn er orðinn að fullu. Hann getur ekki búist við því að verða neitt meira en hann er.
Og ekki er það nú eftirsóknarvert.
Samt látum við oft eins og ekki sé neitt meira. Þetta sé komið. Allt orðið fullt. Engu við að bæta. Uppselt. Búið.
Við lifum af vananum og hlutirnir verða eins og þeir hafa verið.
Ævintýrin gerast ekki. Ekkert gerist nema það sem á að geta gerst. Við fáum aðeins það sem við eigum að fá.
Börnin vita betur en við enda eru þau ekki full-orðin.
Þau vita að ævintýrið er ekki úti og það gerist iðulega sem útilokað er að hefði átt að gerast. Þau fá það sem þau áttu aldrei að geta fengið.
Þau vita að það lygilega er harla sennilegt og að töluverðar líkur geta verið á því ólíklega.
Þau eru til fyrirmyndar.
Athugasemdir
Óskapleg fimmauraspeki er þetta Svavar.
Hvernig ertu að nota þessi hugtök? Hvað áttu við með lygilegt? Sumt er nefnilega ekki bara lygilegt heldur útilokað. Verður ekkert sennilegt þó fullorðin börn óski þess innilega.
Matthías Ásgeirsson, 3.4.2008 kl. 14:46
Þakka þér þetta, Matthías. Ekki er gott að útskýra það lygilega. Hvað þá það útilokaða.
Athugasemdin þín er á hinn bóginn ágætt dæmi um það fyrirsjáanlega.
Svavar Alfreð Jónsson, 3.4.2008 kl. 14:54
Hvað er þetta Matthías. Vertekki svona fullorðinn. Þetta er falleg vangavelta. Njóttu hennar! BKV. B
Baldur Kristjánsson, 3.4.2008 kl. 15:12
Mikið rétt, ég er vanur að benda á kjaftæði þegar ég sé það.
Baldur, einhver þarf stundum að taka að sér að vera fullorðinn.
Matthías Ásgeirsson, 3.4.2008 kl. 18:05
Sæll séra Svavar. Ætli hann Matthías sé farinn að eldast niður á við? Það skyldi þó aldrei vera.
Fyrir margt löngu var bóndi á Ólafsfirði sem hét Ásgrímur og átti heima á bæ sem Karlstaðir heita, en eru nú í eyði eins og nær allir bæri þar. Þegar þetta litla atvik gerðist var hann orðinn sjúkur maður og kominn að fótum fram sökum elli og krabbameins. Móðir mín sem var aðflutt til Ólafsfjarðar hafði heyrt að gamli maðurinn gengi ekki lengur heill til skógar. Eitt sinn á gangi sér hún gamla manninn sitja á stól fyrir framan hús sonar síns. Hún gekk að girðingunni og sagði við gamla manninn. " Komið þér sælir Ásgrímur minn, ég var að heyra að þér væruð eitthvað lasnir og væruð nýkomnir af spítala. Hvernig líður yður?" Þá svaraði sá gamli, hann var af þeirri kynslóð sem ekki sagði bókstafinn Ð, bar það ætið fram sem D. "Æ, ég veit tad ekki Hólmfrídur mín, tí fer aftur sem full er farid fram". Mér er þetta alltaf minnisstætt, og datt mér þessi litla saga í hug þegar ég las pistilinn þinn. Mátti til að láta hana flakka. Með beztu kveðju.
Bumba, 3.4.2008 kl. 20:05
Þakka Bumbu frábæra sögu. Ólafsfirðingarnir eru engum líkir og þeir úr sveitinni alls engum.
Svavar Alfreð Jónsson, 3.4.2008 kl. 21:07
Í svona umræðu er réttast að vitna í Þorvald Þorsteinsson
Frétt - ímynduð þörf byggð á raunverulegri sögu
Ævintýri - ímynduð saga byggð á raunverulegri þörf
Ransu, 3.4.2008 kl. 21:19
"Sá sem er fullorðinn er orðinn að fullu. Hann getur ekki búist við því að verða neitt meira en hann er".
... svo er bara að draga það sem allra lengst að verða fullorðinn... þá er alltaf eitthvað spennandi að gerast...
Brattur, 3.4.2008 kl. 21:56
Einu sinni heyrði ég sögur af því að fólk yrði ákafplega djúpt og samræður merkilegar þegar hassreykingar væru stundaðar.
Svo fór ég í teiti þar sem slíkt var stundað og komst að því að umræður voru ekki djúpar, fólkið var bara óskaplega vitlaust í vímunni og hélt að einföldustu setningar væru gríðarleg speki.
Ætli trúarvíman virki eins og hassvíman?
Matthías Ásgeirsson, 3.4.2008 kl. 22:04
Já, Matti, og ef til vill þarftu bara að fá þér í eina létta trúarpípu til að fatta plottið hérna.
Svavar Alfreð Jónsson, 3.4.2008 kl. 22:09
Hahahahha vel svarað Svavar, trúarpípan gefur sanna vímu satt er það, úr þeirri vímu vildi ég síðast hverfa. Með beztu kveðju.
Bumba, 3.4.2008 kl. 22:53
Ég vil heldur vera edrú á þessu sviði.
Það er gott þið eruð sammála þessari líkingu minni.
Matthías Ásgeirsson, 3.4.2008 kl. 23:32
Bestu kveðjur til ykkar allra - gaman að lesa þessar vangaveltur - og jafnvel bara huggulegt að sjá að séra Matthías er enn við sama heygarðshornið - viss staðfesting á því að sumt er - að því er virðast má - óumbreytanlegt!
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.4.2008 kl. 00:00
Var ekki Páll postuli sem sagði:
11 Þegar ég var barn talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða lagði ég niður barnaskapinn.
( Fyrra Korintubréf 13:11)
Spurt er: Hafa orð Páls ekkert kennnivald í huga Svavars? Er ekkert að marka þessi þekktu (og gáfulegu) orð?
-Ég átta mig ekki á þessari hugleiðingu Svavars og finnst frábært að vera fullorðin. Kannski má segja að það sé hluti af innihaldsríkum fullorðinsárum að "halda í barnið í sér" eða þvíumlíkt. Þetta er nú kallað að "flippa" þaðan sem ég er uppalin vestur í bæ.
"Gunna flippaði í gær. Hún fékk pössun fyrir krakkana og fór á kvikmyndahús í Jane Fonda leikfimigallanum sínum".
"Adolf er nú meiri flipparinn. Hann keypti sér DJ græjur á gamalsaldri og er byrjaður að mixa"
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 06:55
Þakka fyrir frábara færslu og fróðleik eins og þín er von og vísa Svavar!
Ég er 54 ára og finnst ég ekkert eiga sameiginlegt með jafnöldum mínum.
Ég var seinþroska bæði andlega og líkamlega, lagður í einelti í skóla þar sem ég var höfðinu styttri en jafnaldrar mínir. Svo allt í einu tók líkaminn við sér og ég varð meðalmaður á hæð en aldrei neitt meira en það.
Andlega er ég enn að leita að einhverju. "
Vonandi er ég ekki að vaða yfir kækinn að sækja vatn"
Þetta með að verða full-orðin er afar áhugavert, því ég verð að "herma" fullorðna frekar en að ég hafi tilfinningu um að ég sé RAUNVERULEGA FULLORÐINN! Ég prófaði hass á mínu yngri árum, en datt út úr því fljótlega, hafði hvorki úthald né getu til að verða neinn alvöru vímu-isti og hættu umgengi við áhugamenn fyrir svoleiðis.
Enn ég var alltaf til í að prófa eitthvað nýtt. Æfintýri, ferðalög þar sem engir túristar voru, mikill áhættufíkill sem mótaði þá vinnu sem ég valdi. Ég var auðtrúa langt fram eftir aldri.
Les ennþá Andres Önd og hef gaman af. Horfi á Tommy og Jerry í sjónvarpinu. Hef áhugamál sem eru allt öðruvísi en jafnaldra minna.
"Trúar-pípa" indíána var symbólisk fyrir friðarviðæður. Ég á 6 börn sem segja öll í kór að ég sé barnalegur! Til þess að verða samsvara aldri tók ég upp á að klæða mig virðulega. Það var auðveldara að ekki kæmist upp um barnaskapinn í mér. "Vandmálið" að verða ekki "fullorðin" varð gaman allt í einu.
Vond áföll gáfu mér frekar dýpri skilning, en að ég festist í að "allt væri búið ástandinu" sem mér finnst margir vera í. Oft grunað að "vera fullorðin" væri bara leikrit sem menn hefðu komið sér saman um að leika til að vera öðruvísi en börn.
Þetta er ekki vandamál lengur, síðasta allsherjar læknisskoðun sem ég og yngri bróðir minn fórum í, sýndu fram á að ég var yngi en hann líkalega oh í betra formi.
Ég leitaði uppi vitra menn í bæði Evrópu og Asíu. var viðstaddur eina "woodo" lækningu eftir slöngubit langt frá heilsugæslustöð og læknum. Það var ég sem hafði verið bitinn og varð undarlegur í höfðinu þangað til ég hitti þennann "woodo lækni" sem var heimilislæknir staðarins. Blómabóndi. Ótrúlega merkilegur maður sem friður og ró streymdi frá.
Les allt milli himins og jarðar. Vildi ekki vera með í neinum trúarflokki þrátt fyrir áráttu í að lesa andlegar bækur, misgóðar, Uppáhaldsbækurnar er "Bókin um veginn" Kahíl Gibran minnir mig að hann heitir. Lítil bók í samanþjöppuðu formi um póstburðarmann sem flýði heimili sitt frá Kína og skrifaðu þessa bók á einni nóttu, að mér er sagt.
"Þér veitist innsýn" einu bókina úr Rósinkrossarreglunni sem ég veit til að hefur verið þýdd á Íslensku. Hafðu samband við þann sem á þýðingarréttinn og átti hann 7 bækur eftir sem ég keypti allar og gaf föngum á Litla-Hrauni þegar ég var að vinna þar.
"Ég lifi" Martin Grey. ótrúleg saga um mann sem missti alla sína fjölskyldu tvisvar sinnum.
"Hvað er á bak við myrkur lokaðra augna" ævisaga Ananda Murti
"Goseingen" sem ég fékk að kaupa eftir 3ja daga námskeið Mahikari Alþjóðlegra samtaka sem er aðeins með eina kirkju. Kona, dóttir stofnanda þessara samtaka er stjórnandi þessara samtaka.
"Fannst mormónar höfða til mín eitt tímabil" og ber mikla virðingu fyrir þeim lífsstíl sem þeir aðhyllast"
"The Secret" góð bók sem Vísindakirkjan tók og blandaði saman við Pearl útgáfu af Pyskotherapi en þeir gáfust upp á mér af því að ég kritisseraði þá.
Edgar Casy Dálesari, allar bækur sem ég fann.
En eftir stend ég án þess að verða alvöru fullorðin sem áhugi minn minnka fyrir að vera eftir því sem ég eldist. Les enn ævisögur og er Mandela hetja heimsins sem náði að öðlast sterkasta kraft sem til er, og ég næ ekki taki á, enn, enn langar í hann, kraftir takmarkalausrar auðmýktar og fyrirgefningar á öllu. Aðdáandi gömlu hljómsveitarinnar Pink Floyd, sérstaklega lagi Shine On You Crazy Diamond....nota tónlist til að skilja tilfinningar mínar og setti inn eitt lag á bloggsíðuna, ætla ekki að setja fleiri.
Mun hætta að blogga þann 22.þ.m. og leggja af stað í nýtt ævintýri, blankur en með ótakmarkaða trú á að ég geti unnið á hverjum þeim stað sem ég kem á, fyrir bensíni (fer með bílinn með Norrænu) og mat með að vinna fyrir ferðalagi sem það skemmtilega er við að ég veit ekki hvar endar. Búin að kaupa uppblásna dýnu, en tjaldið og gasgræjurnar ætla ég að kaupa í Danmörku þar sem þau eru ódýrari. Tek með mer margt af orðum þínum Svavar sem nesti, vissum að þau eiga eftir að koma að góðum notum. þetta er mín aðferð við að lifa lífinu lifandi og vera ég sjálfur með kostum og göllum.
Takk aftur fyrir góðan pistil..
Óskar Arnórsson, 4.4.2008 kl. 07:30
Mattías minnir svolítið á mig og mína sort af krítík. Góðar færslur hjá honum, eða kanski svolítið í mínum anda...fimmaura spekin sem hann vitnar í minnir mig á einn andlega leitarndi manni sem fór til meistara sem lærði undirstöðuatriði í andlegum æfingum. Tuttugu árum seinna hitti lærisveinni Meistaran við á þar sem ferja var.
Lærisveinninn vildi endilega þakka Meistaranum kennslunna og sagði honum að hann hefðu stundað andlega leikfimi í tuttugu ár og nú gæti hann gengið á vatni!
Meistarinn leit á hann og sagði: "Þú hefur bæði misskilið mig og eytt tíma þínum til ónítis! Af hverju tekurðu ekki bara ferjunna! Kostara bara 5 aura!
Mér finnst þetta alla vega fyndið, veit ekki um Mattías..
Óskar Arnórsson, 4.4.2008 kl. 07:41
Gréta Björg. Ég fæ ekki hálfa milljón (að lágmarki) í laun á mánuði fyrir að prédika yfir öðrum. Ég fer ekki í leik- og grunnskóla til að boða trúleysi. Ég þykist ekki getað "blessað" lifandi eða dauða hluti.
Af hverju í ósköpunum kallar þú mig "séra"? Af því ég hef skoðanir á trúmálum? Séra Gréta Björg!
Matthías Ásgeirsson, 4.4.2008 kl. 09:10
Góða ferð, Óskar!
Teitur er upptekinn af kennivaldinu. Ég bendi honum á t. d. Matteus 18, 1- 5:
1Um þetta leyti komu lærisveinarnir til Jesú og spurðu: „Hver er mestur í himnaríki?“
2Jesús kallaði til sín lítið barn, setti það meðal þeirra 3og sagði: „Sannlega segi ég yður: Þér komist aldrei í himnaríki nema þér snúið við og verðið eins og börn. 4Hver sem auðmýkir sig og verður eins og barn þetta, sá er mestur í himnaríki. 5Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni tekur við mér.
Einnig Matteus 19, 13 - 15, Markús 10, 13 - 16 og Lúkas 18, 15 - 17.
Þetta er margslungið.
Svavar Alfreð Jónsson, 4.4.2008 kl. 09:15
Já Svavar. Ég er upptekin af kennivaldinu
Ef það er eitthvað kennivald í Biblíunni, þá er það sérkennilegt að það sé í svona hrópandi mótsögn við sjálft sig. Þegar ég var að leita að þessum ritningastað páls kom eftirfarandi í ljós:
Þarna er mótsögn á ferðinni. Hverju skyldi nú fólk eiga að fara eftir? Lúkasi eða Páli? Hver metur hvaða ritningarstaður sé réttari? Ert það þú Svavar?
Það hlýtur að leynast kennivald í trúarriti þeirra kristnu. Til þess að meta hvað sé tækt eða ótækt er jú notast við skynsemi mannsins (ekki satt?) En skynsemi mannsins hefur biskupnum þínum oft verið umtalsefni og ekki á jákvæðan máta. Samt notast hann við þessa sömu skynsemi þegar hann flokkar úr þá ritningarstaði sem hann tekur ótæka!
það væri gaman að fá svar við þessum punkti mínum.
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 09:36
Sæll séra Svarar.
Það var haldið heilmikið teiti eftir útskrift í Háskólanum eitt vorið.
Fjöldi fólks mætti og skálaði ríflega. Þarna var m.a. dönsk stúlka. Hún
hafði lært íslensku um veturinn. Þegar hún var komin langleiðina á
skallann, heyrðist hús segja stundarhátt: ,,Nu bliver jeg full-orðin."
Kveðja norður.
Óli Ágústar (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 14:02
æðislega flott
halkatla, 4.4.2008 kl. 14:19
Kæri Teitur, ég veit að óþarft er að segja þér að Biblían er ekki eitt rit, heldur mörg, skrifuð á ólíkum tímum af ólíkum höfundum með ólíkar skoðanir. Biblían er því eins og lífið. Fjölbreytileg og full af safaríkum mótsögnum. Auðvitað eigum við að nota vitið sem Guð gaf okkur til að lesa Biblíuna. Þakka þér svo kærlega fyrir innlitið.
Svavar Alfreð Jónsson, 4.4.2008 kl. 14:57
Ég er á móti fólki núna sem er með "skæting í þig Svavar" en samt byrjaði ég sjálfur á hálfgerðum skætingi á mínu fyrsta bloggi!
Hvernig ferðu af því að vera svona umburðarlyndur gagnvart fólki sem er í tómri steypu út í það sem þú ert að skrifa??
Óskar Arnórsson, 5.4.2008 kl. 07:02
Mér finnst þessi Mattías leiðinlegur "kommetari" og svo er ég smá hrifin af Önnu Karen, HÚN ER SJARMUR!!
...og ég er ekkert að syndga með þessu..
þarf að fara að slökkva á tölvunni og þakka þér fyrir að vera í alvöruþjónustu skaparans...það vantar ekki fleiri presta held ég, en það vantar fleiri eins og þig Svavar..í alvöru!!
Óskar Arnórsson, 5.4.2008 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.