Skötubarðvængjuð fjandafjöld

Ég heyri að djöfullinn hafi ekkert að gera lengur og næsta skrefið sé að leggja niður helvíti.

Mín vegna má það allt fara andskotans til.

Þó held ég að slík helvítislaus tilvera verði óttaleg flatneskja.

Er það ekki ofverndunarstefna að banna helvíti?

Höfum við nokkuð nema gott af því að vera hæfilega smeyk við það?

Við megum bara ekki gleyma að elska okkar til himnaríkisins á alltaf að vera sterkari en hræðslan við andstæðu þess.

Við eigum frekar að lifa í fangi eftirvæntingarinnar en í greipum óttans.

Meistari Jónas Hallgrímsson orti um helvíti:

 

"Mér finnst það vera fólskugys

að fara niður til helvítis

og eyða aldri sínum

innan um brennu illan geim,

ólíkan drottins sólarheim,

svo hrollir huga mínum.

 

Skötubarðvængjuð fjandafjöld

flaksast þar gegnum eilíft kvöld,

glórir í glóðir rauðar;

þar er ei nema eldur og ís;

allt í helvíti brennur og frýs,

Satan og sálir dauðar."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

'eg vona ekki að þeir fari að leggja niður eina staðinn sem ég á skilið Svavar! 'eg fæ bara áhyggjur af þessarri "gömlu hægri hönd Guðs" Ef þeir eru að sættast eitthvað núna, þá á ég hverki heima eftir þetta líf..???

Óskar Arnórsson, 8.4.2008 kl. 09:42

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Vel mælt sr Svavar Alfreð!  Ég held að helvítið sé ekkert á förum. Hann þarna niðri borgar hitunarkostnaðinn og viðfangsefnin hlaðast upp. Veit ekki betur en að einhverjum hafi til og með verið vísað í himnaríki vegna þess hve kraðakið var mikið þarna niðri.     Bestu kveðjur, B

Baldur Gautur Baldursson, 9.4.2008 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband