Bænir virka

baen1Ekki láta staðalímyndirnar villa um fyrir þér þegar ég nefni bænafólk. Bænafólk er alls konar fólk. Bænir eru mun algengari en margir telja. Ólíklegasta fólk fer með bænir.

Bænir virka. Þó er misskilningur að bænir séu bara tæki til að láta óskir okkar rætast.

Bænir eru samskiptatæki. Við nálgumst Guð í bæninni og leyfum honum að snerta okkur.

Bænir okkar birta það sem er hjörtunum næst. Ég er nokkuð viss um að hvorki stærri hús né flottari bílar eru algengustu bænarefnin.

Ég veit ekki hvort gerðar hafa verið á því kannanir hvað komi oftast fyrir í bænum fólks.

Ég giska á að fólki biðji oftast fyrir ástvinum sínum. Börnum og þeim sem erfitt eiga.

Hvernig eru þínar bænir? Hvenær eru þær heitastar?

Þegar við biðjum fyrir öðrum nálgumst við þá. Í bæninni færum við okkur nær þeim. Tökum okkur stöðu við hlið þeirra.

Bænir byggja brýr á milli fólks og heima.

Og bænir virka. Þær gera gagn. Þú mátt trúa því.

Verum dugleg að biðja hvert fyrir öðru.

(Myndin með færslunni er eftir Albrecht Duerer (1471-1528), einhver frægasta bænamynd sem gerð hefur verið.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er búin að biðja tvisvar nýlega og báðar bænirnar virkuðu!..veit bara ekki hvernig..nema að ég steinsofnaði...bað til Jésú Krists og fannst ég ekki hafa neinn rétt til þess..skrítinn tilfinning..

Óskar Arnórsson, 10.4.2008 kl. 01:36

2 identicon

Það hefur einmitt verið kannað og kom í ljós að bænir virkuðu alls ekki, þvert á móti kom sá hópur sem ekki var beðið fyrir betur út +~1%, sem er ómarktækur munur.
Það væri gaman ef þú gætir sýnt eitt atriði sem styður þessa kenningu þína.
Ef ég gef 100 manns happadrættismiða, öruggt að einn vinnur, allir biðja um að vinna, mun guð hafa hjálpað þeim sem vann eða er það bara tilviljun

DoctorE (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 07:41

3 Smámynd: Anna Guðný

Væri fróðlegt að sjá þessa könnun sem DoctorE bendir á hérna.Og hver skyldi hafa gert hana og hjá hverjum? Hann kannski upplýsir okkur um það. Annars breytir það litlu. Ég veit að mínar bænir virka og margra annarra í kringum mig.

Anna Guðný , 10.4.2008 kl. 08:30

4 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ég hef skrifað töluvert um bænina hérna og einu sinni skrifaði ég pistil um læknisfræðileg áhrif trúar sem sumum gæti þótt fróðlegur.

Svavar Alfreð Jónsson, 10.4.2008 kl. 08:32

5 Smámynd: Aida.

Amen fyrir þessu Svavar.

Eg bið fyrir þér og þínum í Jesú nafni. Amen,amen.

Aida., 10.4.2008 kl. 08:42

6 identicon

Sko bara það að gera ráð fyrir að eitthvað gangi betur bætir mögulega útkomu, það gæti verið kanínufótur eða happapeningur eða bara whatever, eins og sagt er: hugurinn ber mann hálfa leið...

Hér er ein rannsókn
http://web.med.harvard.edu/sites/RELEASES/html/3_31STEP.html

DoctorE (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 10:18

7 identicon

Það er ekki flókið að tékka á þessu. Svandís og Anna eru báðar vissar um að bænirnar þeirra virka. Þið gætuð til dæmis tekið ykkur saman um að biðja fyrir bata Stephen Hawking. Ég myndi gleðjast mikið að sjá hann standa upp úr hjólastólnum, ganga um og tala.

Það er ekki eins og ég sé að biðja um að Guð bæti útlimamissi.

Kalli (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 10:19

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Elsku DoctorE! Sumt skilur maður ekkert í, fyrr en að maður hefur prófað! Ég er forvitinn að eðlisfari og þú ert snillingur á þína vísu.  Ef við færum í "biturleikakeppni" myndi ég vinna þig..fyrst missti ég trúna á Guð og svo missti ég trúna á manneskjur..þetta gengur ekki lengur fyrir mig að þræta fyrir eitthvað, þrátt fyrir að margir misnota þetta. Eg kann að vísu ekki þetta neitt, nema að þetta virkaði þannig að ég svaf betur..prófið bara! Maður verður feimin eitthvað, og mér finnst hann óþægileg. Lét mig nú samt hafa það fyrir forvitnis sakir..sama gildir fyrir þig Kalli..ég verð aldrei neinn öfgamaður á því sviði. Er með nógu margar öfgar samt..

Óskar Arnórsson, 10.4.2008 kl. 13:04

9 Smámynd: halkatla

snilldar grein, jei

Kalli, fólk tekur meira mark á Stephen Hawking en flestum sem tala. Lögmál náttúrunnar geta verið grimm en svo er líka hægt að sjá hið órannsakanlega í snillingum og hetjum á borð við Hawking.

halkatla, 10.4.2008 kl. 13:31

11 identicon

Ég er ekki bitur Óskar, ég hata engan, ég vil bara að við horfumst í augu við raunveruleikann, við erum ein, það eru engir guðir sem bjarga okkur frá sjálfum okkur, við verðum að gera það sjálf.
Fyrsta stigið í að við björgum okkur sjálf er að játa að það kemi enginn og hjálpi okkur, heimurinn og manneskjan er á botninum núna þannig að nú er að duga eða drepast.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 14:11

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Elsku hjartans DoktorE!

Ég er ekki bitur heldur! Hata engan nema stundum sjáfan mig, sem gengur yfir oftast.

Held sorg í skefjum með reiði og skapofsa. Er að byrja að hlusta á skynsamari manneskjur meira og meira, en ég er sjálfur..

Tel mig þekkja rétt frá röngu. Trú er vandmeðfarin af því hún virkar...

"Ef Guð er almáttugur, gæti hann búið til svo stóran stein að hann gæti ekki haggað honum sjálfur, og ef hann getur ekki haggað honum eða lyft honum, er hann ekki almáttugur" eða hvað? = hagfræði nútímans.

2 x 2 = 4, einn geymdur og hinn týndur! Hver er útkommann?? Reiknisfræði nútímans..

Ég trúi engu nema prófa það sjálfur.  Sumt er EKKI hægt að skilja fyrr EFTIR að maður hefur prófað! Svona einfaldur er ég nú bara..

Óskar Arnórsson, 10.4.2008 kl. 16:58

13 Smámynd: Anna

Horfast í augu við raunveruleikann já, það er einmitt það sem best er að gera, bretta upp ermarnar og höggva sig í gegnum skóginn ef ég líki því við að takast á við vandamál.  Í raunveruleikanum hjálpar bænin vissulega, eflir von og trú.  Það er mikill styrkur í bæninni  - ekki spurning.  Jafnvel mestu töffarar hafa viðurkennt það.  Ég trúi ekki að til sé fólk sem trúir ekki á neitt.

Anna, 10.4.2008 kl. 18:41

14 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Með staðhæfingu á borð við ,,bænir virka" ert þú, Svavar, að gera þekkingarfræðilegar undanþágur um ,,virkni" vegna þess að efnið er trúarlegt. Það er nefnilega einmitt þannig að bænir virka alls ekki í þeim skilningi að þú biðjir um eitthvað (sbr. bæn) og þú fáir ósk þína uppfyllta. Það sem Anna segir hér að ofan er hins vegar ágætt. [...] hjálpar bænin vissulega, eflir von og trú. Það er nefnilega alls ekki ólíklegt að bænir hjálpi, en það er allt annað en að virka. Og til að þær hjálpi, en virki ekki, þarf sá sem biður bænina auðvitað að vera trúaður, ekki vegna þess að guð grípur ekki í taumana fyrir trúlausa, heldur af því að athöfnin bæn er merkingarlaus án trúar.

Það er útúrsnúningur að segja bænir virka og þekkingarfræðileg rökvilla. Virkni bænar hlýtur að felast í uppfyllingu bónarinnar sem bænin er. Hliðarverkanir bænar, sem líklega eru hliðarverkanir allrar trúarástundunar trúaðra, eru ekki virkni hennar.

Ég ætla að mála smá mynd hérna í lokin:

Samræður 1 

A: Bænir virka, ég prófaði í gær.

B: Nú, hvað baðstu um?

A: Að ég læknaðist af lifrarbólgunni.

B: Og læknaðistu?

A: Nei, lifrarbólgin hefur aldrei verið verri, en mér líður vel og finnst ég í tengslum við almættið.

Samræður 2

A: Heyrðu hydronuprolite virkar, ég er búinn að vera að prófa það undanfarið!

B: Nú og hvaða árangri vildirðu ná?

A: Léttast um 15 kg. og geta hlaupið svona 10 km. viðstöðulaust.

B: Og náðist þetta?

A: Nei nei, ég hef þyngst um 2 kg og er ekki einu sinni byrjaður að skokka. Mér líður bara svo vel með að vera byrjaður að gera eitthvað fyrir heilsuna.

Í þessum samræðum er fráleitt að tala um að X-ið (bæn/fæðubótarefni) hafi virkað. Hugrænar og/eða sálfélagslegar aukaafurðir eru ekki ,,virkni" samkvæmt neinni eðlilegri þekkingarfræði. Þetta veistu vel Svavar.

Árni Gunnar Ásgeirsson, 11.4.2008 kl. 10:06

15 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ég þakka ágæt viðbrögð. Ekki er ég viss um að heimurinn sé á botninum en tek undir það að við tökum á saman við að gera hann betri, meðal annars með góðum fyrirbænum.

Bænir virka. Bæn er miklu meira en bón eins og segir í þessari færslu - sem Árni Gunnar ætti ef til vill að lesa. Virkni bænar er ekki fólgin í því að fá það sem maður biður um. Það veit allt almennilegt bænafólk.

Svavar Alfreð Jónsson, 11.4.2008 kl. 12:37

16 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Bænir eru sama eðlis og innhverf íhugun, og geta eins og íhugunin haft góð og róandi áhrif á þann sem þær stunda.  Þegar fólk er hins vegar að halda því fram að bænir hafi einhverja aðra og meiri virkni, og jafnvel lækningamátt, er það bara stórkostlegt ábyrgðarleysi og getur haft skelfilegar afleiðingar. Eins og dæmin sanna.

Ari Björn Sigurðsson, 11.4.2008 kl. 12:57

17 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Ef eitthvað á að ,,virka" verður virknin a.m.k. að vera fyrirfram skilgreind. Sláttuvél sem getur ekki slegið gras virkar ekki, jafnvel þó mótorinn úr henni getir knúið kassabíl. Post-hoc virkni er ekki virkni.

Árni Gunnar Ásgeirsson, 11.4.2008 kl. 19:47

18 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Árni Gunnar: Í pistlinum segir: "Þó er misskilningur að bænir séu bara tæki til að láta óskir okkar rætast."

Annað: Í þessu samhengi gæti verið gagnlegt að íhuga annars vegar merkingu sagnarinnar "að biðja" og hins vegar merkinar sagnanna "að krefjast", "að heimta" og "að skipa".

Svavar Alfreð Jónsson, 11.4.2008 kl. 20:01

19 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Ég er tilbúinn að aðskilja þessar merkingar, og hef reyndar ekki sett samasem merki á milli krafna, heimtinga eða skipana annars vegar og bæna hins vegar. Það stendur engu að síður eftir að jákvæð áhrif eru ekki það sama og að virka. Þú verður að skilgreina virkni áður en þú getur sagt að eitthvað virki.

Árni Gunnar Ásgeirsson, 11.4.2008 kl. 20:16

20 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Ég bið reglulega til fljúgandi spagettískrímslisins, og það svarar bænum mínum!

Kristján Hrannar Pálsson, 13.4.2008 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband