19.4.2008 | 22:14
Séra Jónmundur og sólin
Séra Jónmundur Halldórsson var síđasti presturinn á Stađ í Grunnavík.
Merkilegur mađur.
Örfá ár hélt hann dagbók. Kaflar úr henni birtust í fyrsta bindi Grunnvíkingabókar sem út kom áriđ 1989.
Dagbók séra Jónmundar talar sínu máli um breiddina í starfi prestsins hér áđur fyrr.
Hún vitnar líka um persónuna sem bókina fćrđi.
Nokkur dćmi:
"1. október 1930. Regn og blíđviđri. Viđ Marías á Faxastöđum byrjuđum ađ slá frammi í Nesjum. Var sóktur af Ströndinni til ađ gifta Gísla Gíslason og Guđmundínu Ingimundardóttur og skíra barn fyrir ţau. Dúddi slátrađi međ Hans..... Veisla - samtal - grammifón; kl. 3 háttađ."
"3. október 1930. Batt ađ framan 24 hesta af úthey. Dúddi fór á milli ofan í Sćtún. Skúraleiđingar og geysihvass vestan um tíma og tók hlera frá hlöđunni. Ég tók til 10 slög af (5) hrútum í rúllupylsu handa góđu... Skar mér í nefiđ. Hef lesiđ alţingistíđindi ţessi kveld og virđist fjáraukalagafrumvarp stjórnarinnar svona og svona...."
"16. október 1930. Afskapleg rigning og foráttubrim. Lét lás á hlöđuna neđra. Hengdi upp 14 hrútslćri og 2 bringukolla í Ţinghúsiđ (reykhúsiđ). Marías hjálpađi til ađ slátra 5 geldingum og 1 á (júgurbólga). Sótti ofaneftir efni í grind undir haustkálfinn. Gaf Bćring á Sútarabúđum lamb. Orkti sálm, 12 erindi."
"16. nóvember 1930. Hríđarmugga og frost. Guđm. Pálsson ćtlađi til Hesteyrar en hćtti viđ. Ég lauk viđ ađ lesa Rousseau... mesta bull. Var lítiđ viđ skepnuhirđingu."
Ţessu prestsbloggi fortíđarinnar lćt ég líka fylgja vísukorn eftir sr. Jónmund sem hann skrifađi í vasabók sína áriđ 1952, en ţá voru ekki nema 80 íbúar eftir í hans sóknum.
Sendi lesendum mínum sólarkveđju međ ţessum línum.
Ţegar fólk viđ drykk og dufl
drabbar suđur í löndum
saumum viđ okkur sálarkufl
úr sólskini norđur á Ströndum.
Athugasemdir
Ţeir höfuđ meiri starfa en bara blessa yfir sóknabörnunum, en gaman ađ lesa ţetta. Ég sći suma í anda ađ ţurfa ađ gegna heyskap fram á haust og hlaupa svo inn í kirkju og segja nokkur orđ og reka safnađarféiđ út svo hćgt vćri ađ halda áfram ađ vinna
Helga Auđunsdóttir, 20.4.2008 kl. 13:28
Góđan dag Svavar og ţakka ţér ţađ ađ Séra Jónmundi Halldórssyni á Stađ í Grunnavík séu gerđ örlítil skil hér á veraldarvefnum. Hann á ţađ alveg skiliđ. Ég ţekki vel til ţessara dagbóka sem fram koma í Grunnvíkingabók ţví margt sem ţar er minnst á er mér skylt.
Ţađ er rétt hjá ţér ađ ţetta lýsir ţeirri breidd sem var í starfi hans og lýsir jafnframt persónu hans vel. Hann var vinnusamur međ eindćmum, vann langan vinnudag á búinu og messađi, skírđi, gifti og jarđađi ţess á milli. Hann hafđi ţađ fyrir siđ ađ nýta kvöldin og nćturnar til ađ lesa, skrifa bréf og yrkja (12 erindi). Hann svaf í 3-5 tíma og vaknađi eldsnemma í ţau verk sem fyrir lágu. Svo skar hann sér í nefiđ. J
Ţađ eru nokkur atriđi sem vekja áhuga minn á ţessum dagbókum Jónmundar. Í fyrsta lagi eru ţetta lýsingar á daglegu amstri í sveit viđ sjávarsíđuna á ţessum árum (1930). Ţađ er veriđ ađ heyja í október. Ţađ er veriđ ađ slátra heima og fylla allar kyrnur og koppa af mat til vetrarins. Ţađ er veriđ viđ smíđar, róiđ til fiskjar og nágrönnum lánađ eitt og annađ, á milli ţess sem ţeim er rétt hjálparhönd. Hann talar um veđriđ, einkum hvort ţađ er brúklegt eđa ekki fyrir bústörf og sjósókn.
Í örđu lagi er ţađ fólkiđ sem Jónmundur minnist á í dagbókum sínum. Allt ţetta fólk á sína sögu, háir sína lífsbaráttu á sama hátt og presturinn. Suma kallar hann gćlunöfnum, “ljúfu” sína og Dúdda (eiginkonan Guđrún og sonurinn Halldór). Ţá eru nefndir til sögunnar t.d. Marías á Faxastđum, Hans vinnumađur Jónmundar, Bćring á Sútarabúđum og Guđmundur Pálsson bóndi á Oddsflöt. Allt nćstu nágrannar. Guđmundur átti trilluna Baldur og fór oft ferđir fyrir Jónmund međ fólk og varning.
Í ţriđja lagi er mjög áhugavert ađ skođa ţađ sem ekki er sagt beint, lesa á milli línanna, geta í eyđurnar.
Til frekari skýringar viđ fćrsluna 1. október 1930: Jónmundur var “sóktur” af Ströndinni (ađ Berjadalsá á Snćfjallaströnd) til ađ gifta par og skíra barn ţeirra. Ţar var; “veisla – samtal – grammifónn; kl. 3 háttađ.” (Jónmundur gisti hjá ţeim um nóttina). Barniđ sem skírt var er Olgeir Gunnar Ásgeir Gíslason f. 1930 - d. 2001 (ekki Ásgeirsson eins og er í Grunnvíkingabók I; 110)
Daginn eftir 2. október 1930 segir: “Á fćtur kl. 6, ...komum hingađ kl. 10, ... sló allan dag, ... innfćrđi ministerialia ađ kveldi...” Hann svaf í 3 tíma, lagđi af stađ gangandi eđa á hesti yfir Snćfjallaheiđi, kom heim ađ Stađ kl 10 um morguninn og vann langt fram á nótt.
Nóg ađ sinni, kveđjur
Jóhannes
Jóhannes (IP-tala skráđ) 20.4.2008 kl. 15:26
Bestu ţakkir fyrir ţetta, Jóhannes. Sr. Jónmundur hlýtur ađ hafa veriđ hraustmenni til líkama og sálar.
Rétt hjá Helgu ađ benda á ađ "sauđabúskapurinn" nú sé ólíkur ţeim sem áđur tíđkađist.
Svavar Alfređ Jónsson, 20.4.2008 kl. 17:51
Mér er ţađ í barnsminni hversu fađir minn heitinn talađi af mikilli virđingu um séra Jónmund. Fađir minn Jón Kristjánsson fćddist á Nesi í Grunnavík 1917 og bjó ţar til um 1940 á ţeim árum sem séra Jónmundur lét mikiđ til sín taka. Séra Jónmundur var hamhleypa til verka og forystumađur hreppsins á mörgum sviđum.
Finnur Hrafn Jónsson, 20.4.2008 kl. 19:21
Sćll Svavar minn. áriđ 1967 var ađalfundur Ćskulýđssambands Hólastiftis haldiđ á Ólafsfirđi. Ţá var öllum ţeim prestum sem ţar voru viđstaddir komiđ niđur á prívat heimili. Amma og afi Jón og Emma buđust til ađ taka 2 presta. Ţađ var svo dregiđ um hvert hver prestur átti ađ fara. Allir hlökkuđu til ađ vita hvađa presta hver fékk. Ég var ţá í stjórninni og var náttúrulega forvitinn hvađa presta ţau myndu hýsa. Jćja ég hitti svo afa úti á götu viđ Kaupfélagiđ gamla og spyr hann hvort hann viti hverjir myndu gista hjá honum. "Já", sagđi sá gamli, "ţađ eru séra Pálmi heitinn í Hofsós og séra Jónmundur heitinn á Barđi". Ég náttúrulega brjálađist úr hlátri, ţví ég vissi ađ séra Jónmundur sem var á Barđi í Fljótum áđur en hann fór í Grunnavík hafđi fermt afa. Afi gat veriđ svo fyndin. Međ beztu kveđju.
Bumba, 21.4.2008 kl. 19:02
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.