Moggabloggsins víðu vellir

dobermanMisjöfn eru grösin á völlum Moggabloggsins.

Ég skil vel eigendur þeirra valla, að þeim sé ekki sama um hvað fái þar að þrífast.

Ekki birta þeir hvað sem er í Morgunblaðinu og sjálfur skoða ég athugasemdirnar sem birtast á blogginu mínu áður en ég hleypi þeim í gegn.

Þetta heitir ritstjórn.

Hér á blogginu þrífst bæði hatursræða og persónulegt skítkast. Ég hef fengið minn skammt af því.

Tjáningarfrelsið er ekki fólgið í að mega segja og skrifa hvað sem er, hvar sem er og hvenær sem er.

Ég efast ekki um húsbóndavald þeirra Moggamanna. Nauðsynlegt er að reglurnar á Moggablogginu séu skýrar og samkvæmni í því hvernig þeim er framfylgt.

Hættulegt getur á hinn bóginn reynst að setja tjáningarfrelsinu almennar lagaskorður. Um það fjallar þessi færsla mín.

Ef til vill slyppi þetta vers ekki í gegn hjá öllum:

Halt oss, guð, við þitt helga orð

og heft páfans og Tyrkja morð

sem vilja Krist vort sérlegt skjól

setja af sínum veldisstól.

Versið er að finna í fyrstu sálmabók íslensku kirkjunnar, sem Marteinn biskup Einarsson gaf út árið 1555.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko við skulum hafa eitt á tæru, ég er ekki með persónulegt skítkast, ég má segja að mér finnist þú væminn, ég má segja að guð sé ekki til, ég má segja að þjóðkirkja er þjóðarskömm í trúfrjálsu lýðræðisríki, ég má segja það þjóðarskömm að skattar almennings fari í ímyndaða vini.

Ég er kannski smá eins og guð: Guð hatar syndina en ekki manneskjuna og sama segi ég, því það er synd að boða eitthvað sem heilagan sannleika þegar þú hefur ekkert fyrir þér í guðatali þínu.

Ég hata þig ekki, ég hata engan en mér finnst óttalega margir tæðir á því, meira að segja ég er það stundum en bara í raunveruleikanum

DoctorE (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 09:00

2 Smámynd: Bumba

Þetta er nú ekki fallegur lestur Svavar minn. Þetta lýsir bara þeim sjálfum sem skrifa, upphefja sig á dyggð annarra því hana finna þeir ekki hjá sjálfum sér. Megi sá sem öllu ræður miskunna þeim og hjálpa. Með beztu kveðju.

Bumba, 21.4.2008 kl. 13:18

3 identicon

Ég má líka kalla DoktorE blogggungu vegna þess að hann þorir ekki að skrifa undir nafni. Ég má kalla hann ómálefnalegan og orðsóða. Ég ætti kannski að gera það?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 13:37

4 identicon

Þið megið kalla mig hvað sem þið viljið ef ykkur líður betur með það.
Ég kalla ykkur smáborgara, það eru bara smáborgarar sem væla yfir alias á netinu.
Menn taka nafnlaus skrif úr biblíu sem heilagan sannleika en væla svo yfir að lifandi menn noti alias... tsk tsk

DoctorE (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 14:22

5 Smámynd: Linda

Það merkilega við frelsi er það að við höfum frelsi til þess að var óssammála hvort öðru, án þess að geta skert frelsið þeirra sem við erum óssammála, ég  hélt það alla veganna. Það er óhugganalegur vinstriöfga (illaþefandi komma ívaf) sem sækir í sig sókn hér á landi, þeirra boðskapur er oft vafin silki hönskum pólitískkum rétttrúnaði.  Er frelsi ekki frábært!

Linda, 21.4.2008 kl. 15:15

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er enginn að væla yfir þér, gervidoktor, heldur að að hneykslast á ófyrirleitni þinni.

Jón Valur Jensson, 21.4.2008 kl. 16:10

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hef fengið minn skammt af hatursskrifum fólks, einkum fárra kvenna sem hafa efast mjög um geðheilsu mína m.a. og jafnvel fullyrt að ég sé geðveikur.

Þau skrif eru á borði þekkts lögmanns til skoðunar.

Þetta sama fólk flæmdi mig úr starfi á síðasta ári.

Samúð mín er öll hjá þér séra minn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.4.2008 kl. 19:11

8 Smámynd: Bumba

Sammála Heimi og Guðbirni. Það eru takmörk fyrir hvað er hægt að leyfa. Með beztu kveðju.

Bumba, 21.4.2008 kl. 19:35

9 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég hef aldrei ritskoðað neitt sem kemur í athugasemdum á mínu bloggi.  Hver dæmir sig sjálfur með sínum athugasemdum og skrifum. 

Aftur á móti hef ég fengið á mig heljarinnar skítkast frá öfgatrúuðum og oft undir nafnleynd þegar ég ötuð auri fyrir það eitt að gagnrýna trú og trúarbrögð og trúað fólk sem níðist endalaust á samkynhneigðum og vísar í ritningar í hinni svokölluðu helgu bók máli sínu til stuðnings.

Staðreyndin er að það eru æði margir orðnir hundleiðir á trúarlegri forsjá og yfirlýsingum um hvað sé guði þóknanlegt og hvað ekki.  Það er hreint ekki í lagi með fólk sem lítur á biblíuna eða önnur trúarrit sem lagabækur en ekki trúarrit.  Þegar ritningar trúarritanna eru margar hverjar á skjön við mannréttindi og skynsama vitneskju og er samt haldið uppi af trúarofstæki með óttablöndnum áróðri um tilvist og vilja guðs sem á að vera svo góður, þá er ekki nema von að fólk bregðist til varnar og vilji leysa fólk undan þessum viðjum.

Það þótti ekki lengi við hæfi að gagnrýna presta eða það fólk sem boðaði trú, en sá tími er liðinn og ég sé ekki að það fólk eigi að njóta frekari verndar fyrir gagnrýni en hver annar.  Það er ekki meiri "helgi" í kringum trúað fólk en ótrúað.  Það eru allir jafnir. 

Það er heldur ekki í lagi að trúarbrögð og trú sé boðuð eða haldið við í skólum, þar sem skólar snúast um menntun en ekki trú.

Annars hef ég oft kíkt hérna við hjá þér Svavar og haft gaman að mörgum þínum pistum, þótt ég sé ekki sammála þér í trúmálum.

Kveðjur. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 21.4.2008 kl. 20:27

10 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þakka þér fyrir þetta, Margrét.

Skítkast dreifist bæði á þann sem miðað var og þau sem kringum hann standa.

Og skítnum er skítsama um hvort sá sem kastaði honum er trúaður eða vantrúaður.

Svavar Alfreð Jónsson, 21.4.2008 kl. 20:41

11 Smámynd: Loopman

Hvaða hvaða.... Blogggunga, er það ekki flottur titill (halló aftur Gísli, og takk fyrir síðast :)

Jón Valur Jensson, þú segir opinberlega á þinn heimasíðu "Vegna princípafstöðu gegn nafnlausum skrifum á vefnum (þar sem sumir virðast hafa lítið taumhald á orðbragði sínu, geti þeir skákað í skjóli nafnleyndar) ákvað ég að loka á pósta frá óskráðum. Þar að auki úthýsi ég (1) þeim póstum sem ekki eru frá nafngreindum mönnum eða þeim, sem a.m.k. mér sé kunnugt um, hverjir eru, (2) öllum póstum, sem í myndar stað hafa andkristin merki eða trúarlega niðrandi eða ögrandi að mínu mati, og (3) þeim póstum sem innihalda guðlast... "

Hvers vegna ertu þá að taka þátt í umræðu hér við nafnleysingja. Þú ert einn af betur menntuðum mönnum þjóðarinnar, Cambridge hvorki meira né minna. Hvernig stendur á því að jafn menntaður maður og þú gerir sig sekann um að vera með princip á sinni síðu og brjóta það svo á síðum annarra? Ritskoðun þín er ekki bara nafnleysi, heldur líka á þá sem eru ekki á þinni skoðun. Það er að mínu mati stórhættulegt viðhorf.

Ef ég trúi ekki á guð, hvernig get ég guðlastað? Á að refsa mér fyrir skoðanir og orð sem ég læt útúr mér fyrir óheppni eða vankunnáttu á ákveðnum siðum sem ég þekki ekki???

Svavar klerkur, þó svo að doctorE hafi sagt eitthvað sem honum finnst og þú ert ekki sammála, þá er það rosalega slæm hegðun að fara með það í fjölmiðla. Það er eiginlega fyrir neðan þina virðingu að gera slíkt. Ég skoðaði þessa færslu rétt í þessu sem nefnist "hin bljúga bæn" frá 6.2.2008 á síðunni þinni. Ég vissi ekki hverju ég átti von á en ég verð að taka undir orð doctorE, þessi færsla ætti að komast í sögubækurnar, flokkuð undir "ótrúlegt".  Þar segirðu meðal annars að "bæn er að treysta lífinu". Ég treysti lífinu, ég þarf ekki bænir. Þær breyta engu um lífið. Heldur hugga þær þá sem með þær fara. Sem bendir til þess að þeir sem biðja treyst einmitt ekki lífinu.

Bestu kveðjur

Loopman nafnleysingi 

Loopman, 21.4.2008 kl. 21:26

12 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir að samþykkja mig sem bloggvin.

Ragnheiður , 21.4.2008 kl. 21:37

13 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Laissez-Faire, ég held að Morgunblaðið hafi verið í fullum rétti í þessu tilfelli. Blaðið er ekki mykjudreifari.

Ragnheiður: Minn er heiðurinn.

Svavar Alfreð Jónsson, 21.4.2008 kl. 21:43

14 identicon

Jón Valur Jensson, veist þú nokkuð um það hvort doktorE hafi doktorsgráðu eða ekki?

baddi (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 21:45

15 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Samræðulist, díalog nær ekki yfir þær athugasemdir sem skráðar eru hjá þér, Svavar.  Mér finnst mönnum ekki greiði gerður með því að birta athugasemdir sem þeir hafa sett saman viti sínu fjær af drykkju eða dópi. Betra að sleppa því - miskunnsamt.

Flosi Kristjánsson, 21.4.2008 kl. 21:59

16 Smámynd: Loopman

Er betra að birta það ekki og falla þá í þá gryfju að vera ritskoðari?

Ég tek þetta komment til mín Flosi, svona fyrir hönd nafnleysingjanna. Þeirra sem hafa ekki siðferðislega vitund að margra mati. Nú ligg ég hér viti mínu fjær af dópneyslu, búinn að reyna að drekka mig niður í marga daga.

Svavar fær allavega mikið hrós frá mér, þó ég veitist aðeins að honum og fleirum (enda viti mínu fjær vegna dópneyslu og drykku) fyrir það eitt að birta færsluna mína. Gott hjá honum.

Loopman

Loopman, 21.4.2008 kl. 22:26

17 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ég var reyndar að hugsa um að hleypa þessu ekki í gegn, lúpmann, og hefði sennilega alls ekki gert það ef ekki hefði komið til einskær góðmennska mín.

Svavar Alfreð Jónsson, 21.4.2008 kl. 22:30

18 Smámynd: Linda

Svanur - frábær frammistaða í "Ísland í dag".  Ég er mikil aðdáandi orð Voltaire

"I may not agree with what you have to say, but i will die for your right to say it".

Tjáningarfrelsið er ekki eitthvað sem við getum set skorður, þá er það ekki lengur tjáningarfrelsi. 

Ég er sammála Margréti, að prestar sem og ráðamenn kirkjunnar, og forstöðumenn frjálsra söfnuð eru ekki undanskildir krítík eða leiðréttingar fari þeir með bull og vitleysu eins og t.d. "velmegunar boðskapinn". Prestar sem og aðrir embættismenn hafa í gegn um tíðina verið settir í  goða tölu, þá á ég við. Almúginn má ekki krítisera þessa háttvirtu menntamenn, þetta hefur einhvern vegin verið eins og óskrifuð siðferðislög ef svo má að orði komast.

Við erum ekkert bættari með því að kveða slíka kritík í kút, hinsvegar er allt í lagi að fólk noti orðlag sem sæmir hugsjón fullorðins einstaklings.  Maður hefur nú lesið háð og haft gaman af og en veit að háð er vant með farið.  Frelsið er eins og garður og við skítum ekki í okkar eigin garð. Vona að fólk skilji hvað hér er átt við.

Mig langar til að setja hér inn smá hux frá Voltaire, ég er á því að maðurinn hafi verið snillingur..og ég er víst ekki ein um það 

God is a comedian playing to an audience too afraid to laugh.
-- Voltaire

Ihave never made but one prayer to God, a very short one: 'O Lord, make my enemies ridiculous.' And God granted it.
-- Voltaire

Great minds discuss ideas. Average minds discuss events. Small minds discuss people.
-- Unknown

kv.

Linda, 21.4.2008 kl. 22:38

19 Smámynd: Loopman

Halló Svavar. Þakka þér fyrir góðmennskuna. Því miður er allt of mikið um að menn séu ekki gæddir slíkum gæðum eins og þú.  En bloggið þitt hefði verið verra fyrir vikið, það er ég viss um, enda eru kommentin mín gríðarlega skemmtileg :)

Loopman, 21.4.2008 kl. 22:47

20 Smámynd: Steingrímur Helgason

Sæll séra Svavar...

Ég hef nú verið hljóðlátur lesandi þinna fínu pistla hérna en eftir fréttatímann í kvöld þá sóttist ég eftir því að komast í þinn bloggvinahóp, sem þú góðfúslega samþykktir & ég þakka þér fyrir það.

Ekki er ég nú samt endilega sammála þér um að eigendur vettvangsins eigi að vera okkar sverð eða skjöldur, eða að banna eigi þeim sem að kjósa að koma ekki fram undir fullu nafni að vera til með okkur hinum á honum.

Fyrir mér er mín rafræna skrafskjóða nokkurs konar andleg ruslafata sem að ég set fram mína ýmsu meiníngar, einhverjum réttar sem öðrum rangar, & tek viðbrögðum & athugasemdum jafnvel & hundbiti eða kinnhesti, klappi eða kossi, eftir atvikum.

Ég reyndar skil að stöðu þinnar vegna hafir þú lent í einhverju verra einelti en aðrir frá þeim sem að kalla okkur hina í sínum hroka 'kristlínga' & 'trúarnöttara', en ég trúi nú alveg að það skítkast á endanum skili sér margfalt til upprunans, án þess að til einhverra stórfelldra ritskoðunar eða lokunaraðgerða þurfi til að koma.

Góðar heilsur.

Steingrímur Helgason, 21.4.2008 kl. 23:45

21 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Mikið þakka ég þér fyrir þetta, minn hljóðláti Steingrímur.

Mér er mikil ánægja að eiga þig að bloggvini. Ekki spillir það ánægjunni að þú sért ekki endilega sammála mér.

Lokunaraðgerðir höfum við svo í geðslegu meðalhófi.

Guð gefi þér heilaga drauma.

Svavar Alfreð Jónsson, 22.4.2008 kl. 00:11

22 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Tek undir hvert orð séra Svavar. Skrifin um þig voru mjög ómerkileg og dæma sig í sjálfu sér alveg sjálf. En það verður að láta í sér heyra vegna nafnlausra bloggara sem koma óorði á þetta bloggsamfélag hér.

bestu kveðjur úr Þórunnarstrætinu

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.4.2008 kl. 00:26

23 Smámynd: Linda

Takk fyrir samþykktina, hún gleður mig

Ég bið að Guð gefi þér góða nótt og blessaðan dag á morgun, sem og öllum skrifurum hér.

kv.

L.

Linda, 22.4.2008 kl. 00:41

24 Smámynd: Ingólfur

Þó DrE sé oft skoðunarbróðir minn að þá finnst mér satt að segja málflutningur hans yfirleitt vera málstaðnum til tjóns. Ég læt því oftast eins og ég sjái hann ekki og reyni sjálfur að koma með málefnalegri rök (læt öðrum um að dæma hvort það takist hjá mér).

Ég er hins vegar ekki að skilja þennan harmgrát hjá þér í fjölmiðlum, Svavar, yfir tveggja mánaða gamalli færslu læknisins, eða þá að hún sé eitthvað tilefni banns hans frá blogginu eða útrýmingu nafnleysingja.

Þessi færsla er sýnist mér skrifuð í reiði yfir því þú skulir hafa lokað á að hann kæmi með athugasemdir á þinni síðu (þó þú hafir auðvitað fullan rétt til þess). Í færslunni er hann að lýsa sinni skoðun á þér, og þó skítkastið sem hann notar til þess sé ekki til eftirbreytni og segi meira um hann en þig, að þá sé ég ekkert í henni sem réttlætir eitthvert bann.

Ingólfur, 22.4.2008 kl. 01:00

25 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ingólfur Harri: Eftir ofangreinda færslu mína hafði blaðamaður samband við mig og bað mig um að koma í viðtal. Orðbragðið sem ég vísa í er dæmi um persónulegt skítkast á netinu og þar koma margir við sögu, bæði nefndir og ónefndir. Ég hef ekki lagt til bloggbann á neinn eða að nafnleysingjum sé útrýmt.

Svavar Alfreð Jónsson, 22.4.2008 kl. 08:10

26 identicon

Ef ég segi einhvern söngvara lélegan er ég þá með skítkast, ef ég vil ekki trúboð í grunn skólum er ég þá með skítkast, ef mér þóknast ekki ritskoðun er ég þá með skítkast, ef ég segi guð ekki til er ég þá með skítkast.
Ef ég bendi á að trúboð í skólum sé hræðilegt er ég þá með skítkast.
Þið meinið bara að allir þeir sem eru ekki á sömu yfirnáttúrulegum nótum og þið sjálf séu með skítkast.

Bara ábending um að trúaðir vilja loka á allt sem kemur nærri ævintýrinu, þetta ætti að hringja aðvörunarbjöllum all over the place.
Þegar lokað var á Skúla þá sér Svavar sér leik þá borði og dregur upp gamla færslu til þess að.... ná tökum á þeim sem trúa ekki á bókina gömlu.
Venjulegt fólk mun sjá í gegnum þessa ritskoðunartilburði ykkar.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 09:08

27 Smámynd: Loopman

Eftir að hafa skoðað þetta mál  með því að fara gegnum gamlar færslur og bloggsamtöl á netinu er svarið ljóst. DoctorE sakaði þig aldrei um neitt annað en að vera leiðinlegur og væminn. Heldur var það annar bloggvinur minn sem minntist á trúarbragða kennslu í skólum. Þú Svavar tókst þetta á lofti og sagðir þann mann saka þig um barnagirnd. Hann minntist bara á skóla og trúboð.

ÞESSI ÁSÖKUN UM BARNAGIRND ER FRÁ ÞER KOMIN. SKJALFEST Á SPJALLI HÉR Á NETINU.  þú ættir að skammast þín og byðja DoctorE opinberlega afsökunar.

Loopman, 22.4.2008 kl. 09:33

28 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ég endurtek: Vísun mín á tiltekna bloggsíðu hér að ofan var til að benda á dæmi um persónulegt skítkast á netinu. Þar koma fleiri við sögu en eigandi síðunnar. Fólk sem níðir niður persónur fólks ætti að skammast sín.

Svavar Alfreð Jónsson, 22.4.2008 kl. 09:49

29 Smámynd: Ingólfur

Svavar, nú veit ég auðvitað ekki hvort Ísland í dag er að leggja þér orð í munn en þegar innslag þitt var kynnt að þá segir annar umsjónarmaðurinn að þú teljir ástæðu til þess að kalla eftir strangari umgengnisreglum, og í umræðunum á eftir er mikið fjallað um hvort banna eigi nafnleysi.

Innslagið í fréttunum á undan er líka frekar undarlegt, eins og netverjar séu sérstaklega með ásakanir á hendur þér og nefna sérstaklega barnagirnd.

Ég hef hvergi séð slíkar ásakanir á hendur þér og ég efast stórlega um að það sé ráðist eitthvað sérstaklega að þér.

Í þessum pistli þínum ertu líka að tala um að "Tjáningarfrelsið er ekki fólgið í að mega segja og skrifa hvað sem er, hvar sem er og hvenær sem er."

Því er ég alveg sammála, en síðan nefnirðu sérstaklega þennan tveggja mánaða gamla pistil frá lækninum, og því er ekki órökrétt að álykta að þú teljir þau skrif til þess sem tjáningarfrelsið nær ekki til.

Því er ég ekki sammála, því þó DrE sé þarna með skítkast sem segir meira um hann en þig, að þá hefur hann samt rétt til þess að tjá sig með þeim hætti.

Eini fyrirvara við lögmæti skrifa hans er ef þau flokkuðust undir atvinnuróg, en þó efast ég um að þeir sem séu að leita að prestum til starfa fari eftir áliti hans.

DrE,  Auðvitað máttu segja þína skoðun, ég held hins vegar að það tæku fleiri mark á þinni skoðun ef þú bættir mannasiði þína.

Ingólfur, 22.4.2008 kl. 10:47

30 Smámynd: Bumba

Sæll Svavar minn, er búinn að segja hver ég er á höfundasíðunni. Sá ekki þetta viðtal í sjónvarpinu. Gangi þér allt í haginn. Með beztu kveðju, Nonni.

Bumba, 22.4.2008 kl. 13:17

31 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Mér er það nokkurt umhugsunarefni af hverju Svavar Alfreð vekur svona öfgakennd viðbrögð hjá trúleysingjum eins og DoktorE. Er ekki ástæðan einfaldlega sú að Svavar er mjög öflugur málsvari kristinnar trúar. Er ekki sagt að sannleikanum verður hver sárreiðastur?

Finnur Hrafn Jónsson, 23.4.2008 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband