Vörn skítkastaranna

Færslan mín um dónaskap og hatursræðu hér á blogginu fékk mikil viðbrögð - ekki síst eftir að viðtal við mig um efnið birtist á Stöð 2.

(Þess ber að geta að viðtalið var að ósk og frumkvæði Stöðvar 2.)

Ég er þakklátur fyrir allar athugasemdir og ábendingar, bæði hér á blogginu og annars staðar. Gagnrýnin er ekki síður vel þegin en uppörvun og hvatning.

Betur sjá augu en auga.

Og ég þakka fjölmiðlafólkinu fyrir áhugann á málinu.

Ég finn að það er brennandi. Mörgum ofbýður hvernig þessi tækninýjung, bloggið og netið, er misnotuð til að útbreiða fordóma og hatur um fólk.

Á netinu eru nafngreindir einstaklingar níddir niður með svívirðingum og lygaþvættingi. Stundum af hugleysingjum sem ekki koma fram undir nafni - þó að fólk geti vissulega haft sínar ástæður fyrir því að blogga undir dulnefnum.

Skítkastið hittir ekki bara þá sem á var miðað, heldur dreifist drullan á þau sem kringum skotmörkin standa.

Sá kunni sjónvarpsmaður, Egill Helgason, virðist styðja slíkt athæfi. Hann hvetur fólk til að hlusta ekki á mig og taka ekki nokkurt einasta mark á mér.

Egill ber mig þeim sökum að ég eigi mér þann draum að "það verði skilgreint sem glæpur að gagnrýna trúarbrögð".

Aðrir hafa viljað túlka orð mín á þá leið að ég amist við því að fólk sé ekki sammála mér í trúmálum!

Þessi færsla kemur trúmálum ekkert endilega við.

Skítnum er skítsama um trúarskoðanir kastarans. Eða þess sem hann klínist á.

Í umræðunni hafa menn haft uppi mikinn fagurgala um málfrelsið.

Verði opinberar svívirðingar og  persónulegt drullumakerí eðlilegar trakteríngar í bloggheimum sé ég ekki að þeir geti verið aðlaðandi vettvangur fyrir skoðanaskipti fólks.

Hatursræða og persónuníð er ein tegund þöggunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

það eina sem ég er á móti og vil að fólk sé látið þurrka út er mannorðsníð eða sjúklegar dylgjur. Ég kalla það ekki níð að fara öfgakenndum orðum um talíbana eða aðra álíka hópa einsog t.d kynþáttahatara (hverja sem er), en það getur kannski hugsanlega gengið of langt, ég hef bara ekki séð það gerast enn...

halkatla, 22.4.2008 kl. 11:23

2 identicon

þú ert svo mikið fórnarlamb Svavar, þetta er farið að fá jesúískt yfirbragð svei mér þá.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 11:26

3 identicon

Haltu bara áfram að vera þú sjálfur, karlinn minn.

Kristján Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 11:41

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Í fréttum Stöðvar2 var talað um ásakanir um barnaníð og samkynhneigð.  Þetta er ansi rætið og ljóst að gagnrýnendur þínir eru hrikalegt fólk.

Hvar eru þessar meintu ásakanir?

Höfum það svo á hreinu að þú eyðir fleiri athugsaemdum en þú þorir að játa. 

Matthías Ásgeirsson, 22.4.2008 kl. 12:40

5 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Matthías: Gagnrýnendur mínir eru upp til hópa hið besta fólk. 

Er ekki eðlilegt að tala um það sem fram kom í máli fréttamannsins við hann?

"Sakaður um samkynhneigð" getur falið í sér neikvæða fordóma.

Svavar Alfreð Jónsson, 22.4.2008 kl. 12:53

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Svavar.

Það er miður að við megum ekki vita sannleikann um öfga-íslam og þau ljótu verk sem þeir framkvæma. Konur eru umskornar, kúgaðar, misþyrmt og nauðgað. Ungar stúlkur er giftar löngu áður en þær hafa líkamlegan eða andlega þroska til að hafa samneyti við karlmann. Þetta var innihaldið í blogginu hans Skúla ásamt þýddum greinum sem hafa birst víða annars staðar og margar af þessum greinum voru meira að segja skrifaðar af múslímum sem ofbauð framferði síns trúarhóps. Þetta kalla ég ekki hatursskrif og að Skúli hafi verið að ráðast á minnihlutahóp á Íslandi.

Aftur á móti líkti Matthías Ásgeirsson Jóni Vali við djöfulinn sjálfan. Matthías segist ekki trúa á tilvist Satans og ekki á tilvist Guðs almáttugs, Jesú Krists og Heilags anda. Hvernig stendur þá á því að hann líkti Jóni Val við sjálfan Myrkrahöfðingjann? Mér ofbauð skrif hans og hafði samband við mbl.is en þeir vildu ekkert gera. Ef ætti að banna einhverjum aðgang fyrst svoleiðis ólýðræði er á mbl.is þá ætti að banna Matthíasi Ásgeirssyni að skrifa.

Sorglegt að það má níða Guð almáttugan, Jesú Krist, Heilagan anda og leiðarbókina okkar á meðan má ekki skrifa sannleikann um Öfga Múslíma.

Guð blessi þig og varðveiti.

Rósa Aðalsteinsdóttir

Vopnafirði

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.4.2008 kl. 12:58

7 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Aftur á móti líkti Matthías Ásgeirsson Jóni Vali við djöfulinn sjálfan.

Ég trúi því varla að Rósa sé enn með þetta á heilanum

Er þetta dæmi um þessa hrikalegu umræðu sem setja þarf reglur um?

Svavar, það er fínt að benda á fréttamanninn, ég hélt bara að þú gætir útskýrt málið.  Best ég reyni að hafa samband við hann.

Matthías Ásgeirsson, 22.4.2008 kl. 13:09

8 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Rósa: Ég efast ekki um að Morgunblaðið hafi vald til þess að loka síðum. Þeim beri skylda til þess telji þeir efni á síðum varða við lög. 

Matthías Ásgeirsson fær að sjálfsögðu að skrifa hér eins og aðrir sem forðast persónuníð og hatursræður.

Jú, ég held að Skúli hafi einmitt verið að ráðast að minnihlutahópi í skrifum sínum.

Svavar Alfreð Jónsson, 22.4.2008 kl. 13:13

9 Smámynd: halkatla

Svavar, hvað er að því að ráðast gegn minnihlutahópi eða öðrum hópi með sannleikanum?

halkatla, 22.4.2008 kl. 14:15

10 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Það er gott að umræðan um nafnleysingjana er í hámæli því þá verður kanski eitthvað gert til að hindra þetta skítkast. Ég styð þig í þessari baráttu.

Með virðingu og vinsemd. Svanurinn.

Svanur Heiðar Hauksson, 22.4.2008 kl. 14:27

11 identicon

Sjáið allt fólkið sem vil banna málfrelsi, það eiga allir að synja hallelúja og bannað að tala um allt í kristni og islam.
Er þetta framtíðin sem trúðir vilja bjóða okkur, ég segi nei takk, kristnir bloggarar urðu æfir yfir lokun á bloggi Skúla en vilja loka á mig vegna þess að ég segi frá ruglinu í kristni líka... oneway mind

DoctorE (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 14:47

12 Smámynd: Loopman

Eins og þú veist DoctorE að þegar fólk missir samband við raunveruleikann þá er ekki mikið eftir.

Loopman, 22.4.2008 kl. 16:13

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Þarf að fara svo ljótur óhróður um einhvern hér inni að hann bogni? Og þá hugsanlega kippt í taumana?."

Hallgerður, á Moggabloggi hafa vrið birt ansi svæsin skrif um fólk. Margir hafa bognað en enginn brotnað mér vitanlega. Ég bognaði um tíma.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.4.2008 kl. 19:47

14 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Sæll Svavar

Ég ætlast nú bara hreinlega til þess, þar sem þú kemur mér fyrir sjónir sem sæmilega vel greindur maður, að þú farir gætilega með orðið ÞÖGGUN - svona í sögulegu ljósi þinnar starfsstéttar!

Soffía Valdimarsdóttir, 25.4.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband