Mótormessa

mogoNćstkomandi sunnudag, 4. maí, bjóđa Bílaklúbbur Akureyrar, Náttfari - Bifhjólasamtök Ţingeyinga, Tían - Vélhjólaklúbbur Norđuramts og Akureyrarkirkja til mótormessu í Akureyrarkirkju.

Mótorhjólakappar ađstođa viđ messuna. Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur og ţeir Kristján Edelstein, Pétur Kristjánsson og Eyţór Ingi Jónsson, organisti, annast hljóđfćraslátt. Prestur er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.

Eftir messuna, sem hefst kl. 11, verđur efnt til hópkeyrslu.

Mótormessur tíđkast víđa erlendis. T. d. fagna Hamborgarar á ţessu ári aldarfjórđungsafmćli mótormessunnar.

Fyrir nokkrum árum var kunningi minn í mótormessu ţar í borg. Var ţađ mikiđ ćvintýri. Biskup sá er ţjónađi í messunni sat í fullum skrúđa aftan á öflugu bifhjóli og var reiddur inn kirkjugólfiđ undir forspilinu. Kirkjan var ţéttskipuđ leđurklćddum mótorhjólaköppum. Fjöldi fólks sat á hjólum sínum á torgi fyrir utan kirkjuna en hćgt var ađ hlusta á messuna ţar í hátölurum.

Lét ţađ ekki sitt eftir liggja í helgihaldinu og tók undir gloríuna međ ţví ađ ţenja hjól sín kröftuglega.

Međ fćrslunni er lógó Mótormessunnar í Hamborg (Hamburger Motorrad Gottesdienst) fengiđ af heimasíđu hennar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Ţetta er frábćrt framtak ţví viđ motorhjólafólk erum líka trúađ...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 3.5.2008 kl. 03:11

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já Svavar. Ţađ mun ekki af veita, ađ biđja ţessu ágćta fólki blessunar og stilla ţađ inn á guđsorđiđ. Mér er máliđ skylt ţví eldri dóttirin var ađ klára mótorhjólapróf og kom brunandi til mín í leđurgalla og á kolsvörtum fáki núna á 1. maí.  Hún er 39 ára og synir hennar báđir á torfćruhjólum og eiginmađurinn líka. Ég er  nú međ smá hnút í maganum ţegar ég veit ađ ţau eru ađ hjóla en veit líka ađ ţau eru öll afar gćtin og góđir ökumenn. Fagna ţessu framtaki kirkjunnar. Góđar stundir Kolbrún.

Kolbrún Stefánsdóttir, 3.5.2008 kl. 18:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband