Fuglar í sama hreiðri

hameedÍ síðustu viku flutti Kahlid Hameed, múslimskur barón og meðlimur í bresku lávarðadeildinni (einn af svonefndum "crossbenchers") merkilega ræðu á vinnustað sínum.

Þar bendir hann á að sjálfsmorðsárásir séu fordæmdar í Kóraninum og að sú öfgahyggja sem verið er að innræta mörgum múslimum af trúarleiðtogum þeirra sé í andstöðu við íslamska trú.

Hameed hefur áhyggjur af vaxandi íslamófóbíu og gyðingahatri í Evrópu og segir tímana kalla á meiri vináttu hinna mismunandi trúarbragða heimsins. Ekki síst þurfi að vinna að auknum skilningi á milli ungmenna sem tilheyra ólíkum menningarhópum og trúarbrögðum. Hann hvetur til víðtækrar samræðu trúarbragða.

amen2Ruth Gledhill, trúmálaskríbent breska blaðsins The Times, birtir ræðu Hameeds á bloggi sínu. Hameed lávarður fær Amen dagsins fyrir ræðuna og Ruth fyrir að birta hana og mæla með henni.

Ég hvet fólk til að lesa ræðuna. Hún er ekki löng en holl lesning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Góð ræða hjá Hameed.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 4.5.2008 kl. 11:52

2 identicon

Engin kemst til föðurins nema fyrir mig !

Þeir sem ætla sér til föðurins í gegnum einhvern annann en Jésú, munu ekki dvelja í neinum af þessum vistarverum . 

conwoy (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 22:23

3 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þegar menn taka að sér að tala í Jesú nafni er lágmarkskrafa að þeir kunni með það nafn að fara, conwoy nafnleysingi.

Svavar Alfreð Jónsson, 4.5.2008 kl. 22:33

4 Smámynd: halkatla

ekki fara að rífast!

Hameed virðist vænsti kall. 

halkatla, 4.5.2008 kl. 22:49

5 identicon

Conwoy - hvernig væri að lesa versið allt, ekki rífa hluta þess úr samhengi? Í Jóh. 14:6 segir: "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig." Jesús útskýrir semsagt hvað hann á við með fyrstu persónufornafninu í næstu setningu á undan - sama versi! Enginn kemur til föðurins nema fyrir veginn, sannleikann og lífið! Jesús útskýrir mjög vel í hverju þetta þrennt er fólgið með lífi sínu og starfi. Hins vegar eru margir of upptekir af því að vilja ekki skilja til að nenna að lesa það sem þeir eru búnir að ákveða að trúa ekki - einkum þeir sem í orði kveðnu tilbiðja skynsemina hve ákafast.

Davíð Þór (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 08:39

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er kómískt að grínistinn skjóti á trúleysingja þegar hann svarar athugasemd trúarnöttara.

Matthías Ásgeirsson, 6.5.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband