Fréttaklám

fritzlGjörðir austurríska níðingsins Jósefs Fritzl voru ógeðslegar en mér fannst umfjöllun fjölmiðla um þær stundum líkjast því að verið væri að velta sér upp viðbjóðnum.

 

Þurfum við virkilega að vita öll smáatriðin varðandi þetta andstyggilega mál?

Breski þjóðfélagsrýnirinn Brendan O´Neill fjallar í nýlegum pistli um fyrirbærið fréttaklám.

Hann segir hungur blaðamanna í myndir, hljóð og lykt af hryllingi sýna hversu langt þeir séu komnir frá því hlutverki sínu að greina fyrir okkur atburðina og reyna að útskýra þá fyrir okkur.

Fjölmiðlun nútímans gangi út á að fá neytendur hennar til að gapa af undrun, hrylla sig af viðbjóði og hristast af hneykslun. Í stað þess að vekja okkur til umhugsunar um atburðina virðist helsta markmið blaðamannsins vera að sjokkera okkur. Kveikja tilfinningabál reiði og ótta.

amen2Það selur best.

Pistill Brendans fær Amen dagsins frá mér.

ES

Eftir að ég skrifaði pistilinn rakst ég á þessa frétt. Takið eftir myndinni með henni - og ekki síður blaðamönnunum og ljósmyndurunum við líkið.

EES

Og svo var verið að benda mér á þessa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Veistu , ég er hætt að lesa þessar fréttir um Fritzl og hans gjörðir. Þessi mynd sem þú linkar á segir allt sem segja þarf. Hýenur....

Ragnheiður , 20.5.2008 kl. 23:58

2 identicon

Manni er algjörlega ofboðið! Þessi mynd af blaðamönnunum við líkið segir nú eiginlega allt sem segja þarf...

Nýlega frétt og myndir af vettvangi banaslyss í kvöldfréttatíma, en slysið varð um miðjan dag - eiga svona myndir erindi í fréttatíma og dagblöð??

Þorgerður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 11:04

3 Smámynd: Bumba

Sæll frændi sæll. Get ekki rætt þetta mál, löngu búinn að gefast uppá fréttaflutningnum hérna heima, hef ekki opnað sjónvarpið í rúm 2 ár. Með beztu kveðju.

Bumba, 21.5.2008 kl. 12:09

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Afhverju má ekki segja frá smáatriðunum? Eiga fréttir ekki að segja okkur frá veruleikanum? Fólkið sem um ræðir lifði smáatriðin. Þurfum við þá að kveinka okkur yfir þeim? Þessir atburðir eru sjokkerandi í sjálfu sér. Mér finnst að eigi að segja frá smáatriðunum en það er samt ekki sama hvernig orðalagið er. Hræðsla okkar við svona mál stafar oftast af getuleysi okkar til að horfast í augu við grimmd veruleikans, við viljum bara líta undan og yppta öxlum. Það að menn eigi ekki að velta sér upp úr "viðbjóði og hryllingi" er yfirvarp fyrir þessu getuleysi, leiðt til að forðast það ljóta og vonda í lífinu. En sannlega segi ég yður: Lífið ER hrylliegt! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.5.2008 kl. 12:09

5 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Sigurður Þór: Getur ekki verið að fíkn okkar í fréttaklám sé ein leið til þess að þurfa ekki að horfast í augu við "grimmd veruleikans" og takast á við hann?

Veruleikinn er meira en smáatriðin. Hvert smáatriði stendur í ákveðnu samhengi. Ef við einblínum á smáatriðin en sjáum ekki samhengið er það einmitt veruleikinn sem fer forgörðum.

Sá sem segir að lífið sé hryllilegt horfir of mikið á sjónvarpið.

Svavar Alfreð Jónsson, 21.5.2008 kl. 20:47

6 identicon

Góðir punktar hjá þér. Svona fréttamennska er stundum kölluð "man bites dog" fréttamennska. Dregið af því að það sé ekki mjög fréttnæmt ef hundur bítur mann en hins vegar er það mjög fréttnæmt ef maður bítur hund. Því hneykslanlegra, því fréttnæmara.

Það má vissulega gagnrýna svona fréttamennsku ef hún fer út í öfgar en við verðum að passa okkur á því að það er líka mjög skaðlegt að skýla okkur algjörlega fyrir því slæma sem er að gerast í kringum okkur.

Til dæmis tel ég það vera til mikilla bóta að umræða um barnaníð sé uppi á yfirborðinu því að vissulega þrífast slíkir glæpir betur í skjóli þöggunar....og ekki viljum við að þeir þrífist.

En þegar um svona glæpi er fjallað verður hins vegar líka að gæta nærgætni, mér finnst t.d. til háborinnar skammar hvað Fritzl fjölskyldan hefur verið hundelt af fólki með myndavélar undanfarið.

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband