2.6.2008 | 11:58
Kristin trú og samfélag
Fyrir stuttu bloggaði ég um þýsku kvikmyndina Sophie Scholl - Die letzten Tage sem fjallar um andspyrnuhreyfinguna Hvítu rósina. Sophie var líflátin af nasistum eins og bróðir hennar, Hans.
Færsluna má sjá hér.
Henni fylgdi vísun í dreifibréf Hvítu rósarinnar á frummálinu og birti ég örlítinn kafla úr einu þeirra.
Um daginn var ég að grúska á Amtsbókasafninu og rakst þá á bókina Hvíta rósin eftir systur þeirra Sophie og Hans, Inge. Einar Heimisson þýddi hana og Menningarsjóður gaf út árið 1987.
Þar eru bréfin öll á íslensku.
Mér finnst hin trúarlega vídd í starfi Hvítu rósarinnar mjög forvitnileg.
Í bókinni segir Inge um systkini sín:
"Kristindómurinn, eins og hann birtist þeim, fór saman við gagnrýni þeirra - árvekni hefðu þau ef til vill kallað það sjálf - á samtímann. Trúin fylgdi þeim eins og varkár og athugull félagi á leið þeirra inn í einskismannsland andspyrnu og útskúfunar. Hún opnaði þeim víðáttur andans, nýjan heim, þar sem ekkert gat fjötrað hugsun þeirra, og sameinaði skoðanir þeirra á sérstöðu hvers einstaklings afskiptum af málefnum þjóðfélagsins." (Bls. 133)
Nú á dögum heyrist gjarnan að reka eigi trúna inn á heimilin og inn í afkima sálarinnar. Hún sé einkamál. Í því búri eigi hún að vera.
Í bókinni segir Inge að þau Sophie og Hans hafi talið að heimur nútímans og trúin geti haft "gagnkvæm áhrif hvort á annað".
Þau efuðust ekki um að trúin hafi samfélagslegt gildi.
Í fjórða dreifibréfi Hvítu rósarinnar segir:
"Að sönnu er maðurinn frjáls vera, en hann er varnarlaus gegn hinu illa, án hins sanna Guðs. Án hans er maðurinn eins og áralaust skip, selt stormi á vald; eins og móðurlaust barn: eins og ský sem er að leysast upp." (Bls. 115 - 116)
Athugasemdir
Uhhh Hitler taldi kristilegt siðgæði vera málið.
Maðurinn verður frjáls vera um leið og hann hættir að segja huga sinn í fanglesi ímyndaðra guða.
DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 12:28
Hitler var góður maður og leysti mörg mál. hann var áhugamaður um að koma heilbrigðiskerfinu í gott lag, laga vegi og setja upp landbúnaðarverksmiðjur.
Svo var það í heimsókn hans á geðsjúkrahús að hann var að skoða deildir sem voru skiptar þannig að þeir sem voru 7 stk. Napóleaon voru saman, þeir sem voru 8 stk Páfar voru á sér deild, o.s.f.
Og svo kom hann að einni deild þar sem geðlæknirinn sagði að að þar væru 10 manns sem allir sögðu að þeir væru Hitler og væru alvarlega sjúkir.
Hitler varð voða forvitin að skoða þetta og geðlæknirinn varaði hann við. Þeir litu allir út eins og hann , greiddu sér eins og hann og rökuðu yfirskeggið eins og Hitlir var með. Voru þeir klæddir eins og hann meira að segja.
Hitlir lét samt ekki segjast og fór inn á deildinna. Rétt á eftir voru 11 manns sem berjandi á hurðina og allir sögust vera Hitler og þeir hleyptu þeim manni út sem var mest sannfærandi....
Sagan hefur sýnt okkur að greinilega hefur starfsfólk geðsjúkrakússins sleppt út vitlausum aðila ag geðsjúkrahúsinu og því fór sem fór..og hinn rétti Hitler varð eftir..forvitni borgar sig ekki alltaf..
Óskar Arnórsson, 3.6.2008 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.