Á meginlandinu

frelsiFrelsið er eitt þeirra dýrmætu fyrirbæra sem auðveldlega verður frasi.

Eins og ástin.

Við njótum frelsis en ef til vill gerum við okkur ekki alltaf grein fyrir í hverju það felst.

Erum við frjáls þegar við getum gert það sem við viljum? Erum við frjáls vegna þess að við erum ekki upp á aðra komin? Er frelsi okkar í því fólgið að vera engu bundin?

Erum við þá fyrst frjáls þegar ekkert skiptir lengur máli - nema við sjálf?

Ég held að ekkert af ofangreindu sé í raun frelsi.

Sá sem lætur sér finnast fátt um allt nema sjálfan sig er ekki frjáls. Hann er sjálfs sín fangi.

Við erum upp á aðra komin og við bindumst hinu og þessu í tilverunni.

Við erum engin eylönd.

Við erum á meginlandinu með öllu því veseni sem því fylgir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

ég henti frá mér allri ábyrgð í eltingaleik mínum við frelsið. Það tók mig mörg ár að ekkert frelsi er til nema vera ábyrgur..og það er ekki það léttasta..fyrir mig a.m.k..

Óskar Arnórsson, 3.6.2008 kl. 14:08

2 identicon

Mér finnst þú tala mikið og oft á rosalegu rósamáli um frelsið okkar og það verði að hefta, ég les þetta a.m.k. út úr rósamálinu.
Þú ert sjálfur í embætti sem má túlka sem skerðingu á frelsi okkar hinna sem trúum ekki því sama og ríkiskirkjan. 

DoctorE (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 14:12

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það gerði Jesú Krist ekki að verri manni þó hann talaði iðulega í dæmisögum. Er einmitt núna í kaflanum í Biblíunni þar sem hann er hantekinn og virðist ekki verja sig nokkuð skapaðan hlut. Biblían er full af dæmisögum sem væri alveg eins hægt að kalla rósamál og er ekkert neikvætt við það að mínu mati..

Óskar Arnórsson, 3.6.2008 kl. 17:31

4 identicon

Svavar! 

Gæti það hugsast að sá trúaði sé einmitt fangi sinna eigin trúarbragða?

Þá á ég við að trú sé ekki frelsi heldur helsi, sem legst á huga einstaklingsins og kemur í veg fyrir að hann opni sig fyrir öðrum skoðunum og möguleikum?

Sá trúaði reynir að hlekkja sig vandlega við dyr himnaríkis, þar sem hin minnstu mistök geta kostað hann ævarandi vist í helvíti? 

 Er þá ekki hugur þess, sem ekki trúir, einmitt frjáls?

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 18:22

5 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Halldór, ég held að menn geti hæglega orðið fangar sinna eigin trúarbragða -og eigin trúleysis eins og dæmin sanna.

Svo held ég að þú sért að misskilja svolítið afstöðu trúmannsins þegar þú segir hann "hlekkja sig vandlega við dyr himnaríkis".

"Til frelsis frelsaði Kristur okkur. Standið því stöðug og látið ekki aftur leggja á ykkur ánauðarok." (Gal. 5, 1)

Svavar Alfreð Jónsson, 3.6.2008 kl. 18:49

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

..bara að benda á að þó ég sé ekki sannfærður um hvaða trúarbrögð séu r´tt eða röng, þá hefur Svavar alla vega sannfært mig um að til eru pretsar sem eru heiðarlegir og það er ekki á hvers manns færi, sérstaklega þegar þeir eru klæddir eins og hann á myndinni sem ég er enn í vandræðum með að samþykkja..Svavar hefur reynst mér vel, þó ég sé þannig gerður að mér finnist hann ætti að klæða sig öðruvísi..enn hvernig get ég vitað hvort ég hef rétt fyrir mér eða ekki?  " Maður öfgana" eins og ég kalla mig sjálfan..

Óskar Arnórsson, 3.6.2008 kl. 21:40

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Og ég sem hélt að frelsið væri í Sjálfsstæðisflokknum. Hvað segir Hannes við Þessu?

Víðir Benediktsson, 3.6.2008 kl. 22:29

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

..ef þú átt við Hannes Hólmstein..verðuru að hringja í 8225623 því Svavar hleypir aldrei í gegn því sem ég veit um þann mann..Víðir!

Óskar Arnórsson, 3.6.2008 kl. 23:17

9 identicon

Svavar

"ég held að menn geti hæglega orðið fangar sinna eigin trúarbragða -og eigin trúleysis eins og dæmin sanna"

Þú ert augljóslega með einhver dæmi í huga?  Það er því ekki óeðlilegt að ég spyrji þig hvort þú gætir verið svo vænn að útskýra fyrir mér hvernig þú metur að einstaklingur sé fangi sinna eigin trúarbragða og þá með sama hætti hvernig trúleysinginn getur orðið fangi trúleysis? 

Ég þarf vart að minn þig á að ekki dugar að vísa í biblíuna..  Af augljósum ástæðum tek ég ekki tilvísun í hana sem "valid argument"

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 19:03

10 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ég held að bæði trúleysi og trúarbrögð geti komið í veg fyrir maður "opni sig öðrum skoðunum og möguleikum" eins og þú orðar það sjálfur.

Tilvitnanir í Biblíuna geta alveg verið "valid argument" Halldór og alls ekki augljóst að þær séu það ekki - ekki nema menn séu búnir að loka sig fyrir "öðrum skoðunum og möguleikum". 

Það er til dæmis ekki nema sjálfsagt að vitna í Biblíuna eigi að sýna fram á hvað standi þar - svo eitt dæmi sé tekið.

Svavar Alfreð Jónsson, 5.6.2008 kl. 20:27

11 identicon

Gott og vel...  

Hér gengur þú út frá að biblían sé sönn og telur því "valid" að vísa til hennar til að styðja þitt mál.

Ég aftur á móti geng út frá því að biblían sé mjög líklega ekki sönn, og get því ekki samþykk rökstuðning byggðan á henni?

Er ég þá fangi trúleysis?

Ef svo væri gæti ég þá ekki, sama hætti,  sagt að þú sért fangi fangi trúarbragða þinna?

Eða erum við kannski báðir fangar hugsanna okkar?

Ef svo væri, má þá ekki segja að "allir" séu þá í raun fangar hugsanna sinna, með einum eða öðrum hætti, að því gefnu að þeir hugsi?

Þetta var að sjálfsögðu ekki það sem ég átti við með fangelsi trúarskoðana sinna. Það sem ég átti við svo dæmi séu tekin er:

  1. Foreldrar neyta sér og börnum sínum um nauðsynlega læknishjálp, á grundvelli trúarbragða sinna.
  2. Fólk gerist píslavottar, á grundvelli trúarbragða sinna.
  3. Foreldrar neyta börnum sínum um ákveðna menntun, á grundvelli trúarbragða sinna.
  4. Flest trúað fólk heldur því fram að eina "dýrinu" á jörðinni (mannskepnunni) hafi verið gefinn sérstakur huliðsheimur sem aðeins þau viti af. Og með sérstakri hegðan, í lifanda lífi, getum við öðlast eylíft líf og alsælu, eftir jarðneskan dauða.
  5. Að yfir öllu lífi, ríki eitthvert æðra afl, sem hafi allt í hendi sér, sem sé mjög auðskilið en þó svo flókið að engin skilur tilgang þess né "gjörðir"

osfrv. ostfrv.

Ég er þess þó fullviss að pkt. 1-3 eiga ekki við þig.

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband