Hetjan tekur lagið

songfuglÍ garðinum okkar er bosmamikil ösp. Hún er svo stór og garðurinn okkar svo mikil hola að þegar öspin hefur klæðst laufinu er nánast ekkert í honum nema hún.

Reyndar er það fullmikið sagt því öspin er félagsheimili fugla sem hittast þar til samsöngs. Á kvöldin sofna ég undir söng þeirra og vakna við hann á morgnana.

Söngur sumarfuglanna er hluti af lífsgæðum mínum.

Söngurinn er allra meina bót.

Í allri karlmennskunni í Grettis sögu segir:

"En er Þorsteinn kom í dyflissuna var þar maður fyrir. Sá hafði þar lengi verið og kominn að bana af vesöld. Þar var bæði fúlt og kalt.

Þorsteinn mælti við þenna mann: "Hversu þykir þér ævi þín?"

Hinn svarar: "Harðla ill því mér vill engi við hjálpa en eg á öngva frændur til að leysa mig."

Þorsteinn mælti: "Mart er fyrir óráðinu um slíkt og verum kátir og gerum okkur nokkuð að gleði."

Hinn kvað sér að öngu gaman verða.

"Þó skulum við prófa," segir Þorsteinn.

Tók þá og kvað kvæði. Hann var raddmaður mikill svo varla fannst hans líki. Sparði hann nú ekki af. Almenningsstræti var skammt frá dyflissunni. Kvað Þorsteinn svo hátt að gall í múrnum og hinum er áður var hálfdauður þótti mikið gaman að vera."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Sæll kæri Svavar,                                                                                                                        ég vil bara tak undir það að söngurinn er allra meina bót.Og fátt er yndislegra en að sofna og vakna við ljúfan fuglasöng.                                                            þakka fyrir síðast.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 5.6.2008 kl. 20:14

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Einn morguninn, ekki fyrir mörgum dögum síðan, vaknaði ég og horfði út um gluggann. Á tréin sem næstum voru orðin allaufguð. Og það sló mig. Ekki heyrðist í einum einasta fugli. Ekki svo mikið sem lítið tvítví. Ástæðan eru allir kettirnir. Og ég hjálpa ekki til þar með 3 stk á heimilinu.

ég elska öll dýr og vildi að náttúran næði að sjá um að jafnvægi ríkti. Það er ekki alveg að takast.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.6.2008 kl. 01:33

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ef ég man rétt dugði Þorsteini þetta til að töfra til sín konu sem fékk hann leystan úr prísundinni -- en það er tímakorn síðan ég hef litið í Grettlu.

Og ég get vottað af reynslu að kattahald hefur lítið með skort á fuglasöng að gera. Meðan hér á bæ voru kettir allt upp í þrjá í senn sungu fuglar sem brjálaðir og stundum held ég að þeir hafi verið þar. En kettir sem fá nóg að éta innanhúss eru ekkert endilega í því að eltast við vonlausa flugbráð nema a)fuglarnir séu eitthvað að terra sig til við þá eða b)eitthvað sé að þeim.

Sigurður Hreiðar, 7.6.2008 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband