Homo ridens

homoridensVel fer á því að fyrsta bloggfærslan eftir veru mína á Prestastefnu sé um hlátur og húmor.

Þótt viðfangsefni Stefnunnar séu flest grafalvarleg - núna töluðum við m. a. um klukknaport í kirkjugörðum - eru kollegar mínir framúrskarandi skemmtilegt fólk og það bjargar því sem bjargað verður.

Friedemann nokkur Richert ritar grein um húmor í nýjasta tölublað Þýska prestablaðsins (Deutsches Pfarrerblatt) sem hann nefnir Transzendierende Komik.

Mér fannst hún merkileg og ætla að reyna að koma henni frá mér hérna - og því sem hún kveikti innra með mér.

Þrátt fyrir áherslu nútímans á hinn mynduga og sjálfráða mann lenda flestir fyrr eða síðar í lausamölinni í kantinum.

Þá getur tvennt gerst:

Annað hvort gerist allt eða ekkert.

Yfirleitt erum við samt betur búin undir ekkert en allt.

Öryggi okkar er stundum fólgið í því einu að nákvæmlega ekkert gerist.

Okkur er því nokkur vandi á höndum þegar við sjáum að trúlega geti allt gerst - án þess að við fáum miklu um það ráðið.

Húmor er ein hugsanleg viðbrögð við því þegar allt fer að gerast.

Húmor tekur við þar sem skynsemin er komin að mörkum sínum, en skynsemin er sá hæfileiki að raða niður tilverunni, greina hana og koma henni fyrir í röklegu samhengi.

Þegar tilveran er óreiða og ófyrirsjáanleg og eins og þruma úr heiðskíru lofti hlæjum við (eða grátum).

Eða eins og segir í greininni og verður að fá að standa hér á frummálinu:

"Lachen entspringt der einfachen und alltäglichen Erfahrung, dass etwas oder jemand aus der Vernunftordnung der Dinge oder des Lebens herausfällt."

Áður en lengra er haldið verður að taka fram að þegar við tölum um að ekkert gerist er auðvitað ekki átt við að ekkert gerist.

Það gerist alltaf eitthvað. Bæði fyrir og eftir dauðann.

Þegar við tölum um að ekkert gerist er oftast átt við að atburðirnir hafi verið fyrirsjáanlegir.

Bíllinn er á malbikinu, á sínum rétta helmingi og lausamölin í öruggri fjarlægð.

Og þú munt stoppa í næstu sjoppu og fá þér kók og pylsu.

Öryggi okkar er oft ekki fólgið í öðru en að vita að hvenær við fáum kók og pylsu.

Bæði húmor og trú eru viðbrögð við öryggisleysi mannsins; þeim örlögum hans að geta ekki reiknað út tilveruna og séð fyrir eigið líf.

Jesús sagði að við kæmumst aldrei í himnaríki nema eins og börn.

Friedemann lýkur grein sinni á því að greina frá niðurstöðum vísindarannsóknar þar sem fram kemur að fullorðið fólk hlær 15 sinnum á dag að meðaltali.

Börnin hlæja á hinn bóginn að meðaltali 400 sinnum á degi hverjum.

(Og nota bene: Friedemann er þýskur.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gleymir aðalatriði prestastefnu sem tengist umfangefni þessa pistils, hlátri & húmor.
Hvað fannst þér um Svarthöfða?

DoctorE (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 00:13

2 identicon

Góð grein þarna, athyglisvert að fólk hlægi að meðaltali 15 sinnum á dag, hmmm en já, það er kannski bara í Þýskalandi....og börn 400 sinnum, mér þykir það ótrúlegt...en kannski er ég svona svartsýn bara.

Ofurtöffaraleg nýja myndin af þér í höfundarlýsingunni.

alva (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 00:54

3 identicon

Hey!! Hvert fór myndin eiginlega...annars þessi flott líka sko :)

alva (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 00:55

4 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Bíddu bara þangað til þú sérð mig augliti til auglitis....

Svavar Alfreð Jónsson, 14.6.2008 kl. 00:55

5 identicon

Thetta var áhugaverd lesning.  Annars eru their prestar (eda forstödumenn) sem ad ég thekkí miklir húmoristar.  Madur verdur nú ad geta séd skemmtilegu hlidarnar á tilverunni og ekki taka sjálfan sig og alvarlega.

Kvedjur frá Mexikó

Elín Hrund Gardarsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 22:37

6 Smámynd: Bumba

Flottur pistill að vanda frændi, haltu svona áfram. Maður auðgast í anda í hvert skifti sem ég les pistlana þína. Kveðja frá Amsterdam. Með beztu kveðju.

Bumba, 15.6.2008 kl. 08:15

7 Smámynd: Anna

Athyglisvert, - alltaf gaman að lesa hér, eiginlega bara lærdómsríkt.

Anna, 15.6.2008 kl. 22:35

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nei, eruð bið Bumba vinur minn frændur!

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.6.2008 kl. 00:32

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það get ég vottað, að Svavar er fjallmyndarlegur!

En SVarthöfðadæmið var einfaldlega aulafyndni!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.6.2008 kl. 03:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband