19.6.2008 | 17:56
Vor Akureyri
Ég hef veriš aš fikra mig ķ gegnum kvęšasafn Kristjįns skįlds frį Djśpalęk sem nefnist Fylgdarmašur hśmsins og kom śt ķ fyrra.
Kristjįn er dįsamlegt skįld. Hann segir margt svo fallega. Erindi śr ljóšinu Hrķm er svona:
"Hugsanir manns
eru hrķmperlur
stuttrar nętur
į strįum."
Kristjįn gerši landsžekktan Žórš žann sem elskaši žilför og orti um togarasjómenn sem tamast er "aš tala sem minnst um žaš allt".
Eitt vorkvöldiš leišir hann okkur inn ķ Vaglaskóg žar sem "leikur ķ ljósum lokkum hinn fagnandi blęr" - svo dęmi séu nefnd um frįbęra dęgurlagatexta Kristjįns.
Bernskubyggš Kristjįns fyrir austan er honum hugleikin. Hann bżr til mörg kvęši śr įstinni til hennar og minningunum žašan.
Hann yrkir um nįttśruna en hann elskar ekki einungis hįlsa, drög og holt, sanda, nes og firši, fugla į sundi ķ sólarglóš og gróšur um laut og börš.
Ķ ljóšum hans sést lķka įst til žess umhverfis sem mašurinn hefur skapaš.
Kristjįn orti fallega um Akureyri og žorir aš fullyrša aš hśn sé stęrsti og fegursti bęrinn og hvergi sé meiri ilmur en žar. Hann segir hana sjįlfkjörna blómadrottningu Sóleyjarbarna.
Akureyri er "bęr hins eilķfa, blįa, og borg hinna gręnu trjįa".
Akureyringum žykir vęnt um bęinn sinn og žeir eru stoltir af honum. Žess vegna blöskrar žeim žegar illa er um hann gengiš og honum er sżnt viršingarleysi.
Žaš er alveg hęgt aš lįta sér žykja jafn vęnt um t. d. Oddeyrargötuna og fallegt gil śti ķ ķ sveit, prżtt blómum og smįfossum.
Einhvers stašar las ég aš Akureyringar gętu ekki fariš fram į aš einungis sišprśtt fólk kęmi žangaš ķ heimsókn.
Af hverju ekki?
Er eitthvaš aš žvķ aš ętlast til žess af fólki aš žaš sżni eigum nįungans viršingu? Aš žaš gangi vel um fögur stręti og blómagarša? Aš žaš komi fram af kurteisi?
Lķka žótt žaš sé aš gera sér glašan dag?
Akureyringar eiga aš gera žessar kröfur til sjįlfra sķn og gesta sinna.
Akureyringurinn er aušvitaš ekki til. Žaš eru bara til um žaš bil 17.000 Akureyringar og er hver žeirra meš sķnu sniši.
Samt veršur aš višurkennast aš mešalakureyringurinn gerir fįtt rómantķskara en aš fį sér göngutśr ķ Lystigaršinum į haustkvöldi.
Žegar hann fęr sér bķltśr keyrir hann löturhęgt um göturnar, sleikir Brynjuķsinn sinn og hlustar į Kim Larsen.
Hann dįist aš bęnum sķnum og spįir ķ nżjustu gardķnurnar ķ gluggunum.
Og finnist einhverjum žaš smįborgaralegt veršur bara aš hafa žaš.
Athugasemdir
Žaš er mannbętandi aš glugga ķ ljóšin hans Kristjįns og mér finnst gott aš hafa žetta heildarsafn ljóša skįldsins į nįttboršinu innan seilingar.
Björn Jónsson (IP-tala skrįš) 19.6.2008 kl. 20:44
Yndislegt alveg
Ašalheišur Įmundadóttir, 20.6.2008 kl. 13:53
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.