5.7.2008 | 00:48
Saman
Ég eyddi kvöldinu í að skrifa prédikun fyrir sunnudaginn. Þar les ég lítið ástarljóð eftir þýska rithöfundinn Hans Bender sem mér finnst svo fallegt. Það heitir Gemeinsam á frummálinu.
Þannig hljóðar það í minni þýðingartilraun:
Saman
Hnífurinn skiptir brauðinu
í jafna hluta.
Þar sem varir þínar snertu glasið
drekk ég næsta sopann.
Gakktu í mínum skóm!
Þegar veturinn kemur
skýlir kápan þín mér.
Við grátum úr einu auga,
að kvöldi lokum við dyrunum
til að vera ein. Í svefni
flæða draumar þínir inn í mína.
Athugasemdir
... afskaplega ljúft í morgunsárið... takk fyrir þetta...
Brattur, 5.7.2008 kl. 11:31
Tilraunin hefur tekist vel. Falleg lýsing á sameinandi nægjusemi væntumþykjunnar.
Anna, 5.7.2008 kl. 17:43
yndislegt ljóð alveg.
alva (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 00:31
Fínn lestur Svavar eins og venjulega! Ég er með eina spurningu:
Ég er svona mitt á milli trúaðir eða krónískur efasemdarmaður.
Hvað er að fólki sem þreytist ALDREI á að skíta niður ALLA trú og trúmál og er alveg ofstækisfullt í þá átt?
Gemeinsam þýðir líklegast "gemenskap" á sænsku? Er það rétt?
Bjó í þýskalandi fyrir mörgum árum og búin að týna málinu næstum alveg. Kann voða lítið í ljóðum einn kann að meta falleg orð eins og þessi..
Óskar Arnórsson, 6.7.2008 kl. 07:46
Þakka þér fyrir, Óskar. Ofstæki er aldrei gott, sama í hvaða átt það fer.
"Gemeinsam" þýðir held ég "sameiginlegt".
Sá sem kann að meta falleg orð kann alveg heilmikið í ljóðum.
Svavar Alfreð Jónsson, 6.7.2008 kl. 10:09
Sæll Svavar. Þetta ljóð hrærir ekki við mér því miður. Sennilega af því ég er ekki ástfangin. Þetta ljóð er hinsvegar alveg tilvalið í giftingarræðu og eflaust mjög fallegt ... ég er bara of lítið fyrir " sameiginlegt "
en endilega fleiri ljóð ..gangi þér allt í haginn kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 6.7.2008 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.