Prógressívt íhald

progressiveÉg er víst einn örfárra sleipra presta sem blaðið 24 stundir náði ekki í þegar prestar landsins voru spurðir að því hvort þeir gætu hugsað sér að gefa saman samkynhneigð pör í staðfesta samvist.

Ég gæti vel hugsað mér að annast slíka athöfn og hugsa mér gott til glóðarinnar því það samkynhneigða fólk sem ég þekki er löngu orðið gjafvaxta.

Í frétt 24 stunda (á maður ekki að segja 24ra stunda?) er sagt að niðurstöður könnunar blaðsins sýni viðhorfsbreytingu innan prestastéttarinnar. Það sé að hýrna yfir kirkjunni.

Því er ég ósammála. Niðurstöður könnunarinnar endurspegla að minni hyggju samþykkt prestastefnunnar á Húsavík í fyrra. Þar var samþykkt form fyrir blessun Conservative_0000bstaðfestrar samvistar með örfáum mótatkvæðum.

Fjölmiðlar voru á hinn bóginn svo uppteknir af því sem hafnað var á stefnunni að hinu var nánast enginn gaumur gefinn sem samþykkt var.

Ég tel mig samt ekki frjálslyndan mann og tek ekki þessa afstöðu til að sýnast vera slíkur.

Ég er í raun skelfilegt íhald og tel að kirkjan eigi að vera fremur íhaldssöm og fara varlega.

Þó hef ég það mér til málsbóta að ég er mjög prógressívur á ýmsum sviðum.

T. d. í matseld.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Svavar minn!

Um að gera að beygja nafn blaðsins já sem mest og best.

eigum við ekki að segja frekar, að þú sért framsækin í matargerðinni til dæmis, gott íslenskt orð og passar vel við mál þitt.

En þó þessi könnun hafi ekki fært ný tíðindi, þá er þessi fyrirsögn góð og skemmtileg ein út af fyrir sig, "Hýrnar yfir kirkjunni"!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.7.2008 kl. 23:15

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er ekki þægilegra að skrifa tölustafi í rituðu máli og segja tuttugu og fjögurra stunda í stað 24 stunda. Stunda hvað og hverjir eru þessir 24?

Ég er annars argasta íhald og stend á því fastar en fótunum að hjón séu maður og kona. Sé því hins vegar ekki nokkurn skapaðan hlut til foráttu að samkynhneigt fólk fái blessun kirkjunnar eða annara á sambandi sínu. Annað væri "pjúra" mannréttindabrot. Tveir menn eða tvær konur geta hins vegar aldrei verið hjón. Þar dreg ég mörkin og vil að vígt samband manns og konu sé hjónaband, en finna verði annað orðtak fyrir samkynhneigða. Þetta er nú ekki flóknara í mínum huga.

Halldór Egill Guðnason, 7.7.2008 kl. 01:46

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þú ert fyrirmyndar prestur Svavar. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 7.7.2008 kl. 09:28

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég get ómöguleg séð að hjón þurfi endilega að vera af gagnstæðu kyn. Mín vegna mætti gefa saman hund og kött.

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.7.2008 kl. 00:42

5 identicon

Mér finnst að í svona tilfelli verðum við að athuga hvað Guð segir um málið.

Mér finnst ekki fyrir nokkurn mun að við eigum að blessa lífstíl sem Guð sjálfur hefur bölvað. Það eru alveg hreinar línur Guð fordæmir ekki þennan lífstíl vegna þess að Hann vill börnunum sínum illt.

Nei, þegar það sem Guð segir stangast á við það sem meirihlutinn segir, verðum við að treysta því að Faðir okkar velji það fyrir okkur þann lífstíl sem er okkur hollastur.

Það er enginn að tala um að neita fólkinu um blessun yfir það sjálft en ef við trúum því að Biblían sé Guðs orð og að við séum ekki meiri guðfræðingar en Páll Postuli getum við ekki blessað gefið öllu grænt ljós þó svo að á móti blási. Ekki ef við viljum vera trúföst allt til enda.

Axel (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband